Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 9

Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 9
4999 VINAKVÓTAR HINDRA JÚLÍ EKKI FRÁ ÞVÍ AÐ EIGNAST VINI Mynd/Sigurgeir Svo virðist vera sem þú eigir tvo aðganga á Facebook sem báðir eru fullir. Hvernig stendur á þessu? Ég eiginlega veit það ekki alveg. Það byrjaði einhvern veginn þannig að krakkar sem ég var með í dansi úti í Noregi bjuggu til Facebook handa mér og svo varð Facebook náttúrlega geðveikt vinsælt svo skyndilega var ég kominn með 200 vini en svo gleymdi ég þessu dæmi alveg. Svo fór ég að gefa út tónlist og svona og þá fóru krakkar sem vildu skoða mig og kynnast mér og tónlistinni að adda mér og áður en ég vissi af var þetta komið upp í 5.000 einstaklinga. Þar af voru kannski 10% vinir manns. Síðan leist mér eiginlega svo ótrúlega vel á þetta af því að þetta virkaði svo vel upp á auglýsingar og þá bjó ég til nýjan aðgang. Þetta hefur eiginlega bara gerst óvart. Notast þú við báðar síðurnar? Ég nota báðar alveg helling en svo til að toppa þetta allt þá er ég kominn með þriðju síðuna. Hún er reyndar bara fyrir vini, mjög nána vini. Maður hefur alltaf verið að breyta nafninu á henni, fyrst var það „Júlí Heiðar“ en núna er það „Heiðar Halldórsson“. Sú síða verður samt ekki fyllt, nema að ég verði alveg ógeðslega góður vinur þannig að allir vilji verða vinir mínir. Hvað heldur þú að þú myndir heilsa stóru hlutfalli vina þinna á Facebook úti á götu (í prósentum talið)? Svona sjö prósentum í mesta lagi. Hefur þú haft einhverja ákveðna stefnu gagnvart vinabeiðnunum sem þú færð? Samþykkir þú allar? Á tímabili samþykkti ég aldrei vinabeiðnir frá svona tappaleg- um gaurum sem voru hugsan- lega að fara að drulla yfir mig á Facebook þannig að það var komið út í það að ég samþykkti bara beiðnir frá stelpum. Svo breyttist það allt og ég fór að samþykkja allar vinabeiðnir. Finnur þú fyrir pressu að eiga svona marga vini á Facebook, til dæmis að þú þurfir alltaf að vera sniðugur? Ekki beint, eða kannski stundum. Mér finnst hins vegar aðallega leiðinlegt þegar maður fer inn á Facebook og þá opnast spjallið og kannski tuttugu blikkandi gluggar og maður þarf að svara öllum. Síðan ef maður svarar ekki, þá fær maður einhver komment á vegginn þar sem fólk segir: „Þú ert nú meiri fávitinn, svarar aldrei!“. Það finnst mér leiðinlegt. Hefur þú þurft að eyða einhverjum út af Facebook til búa til pláss fyrir aðra? Já, ég hef nú lent í því en þá eyði ég bara einhverjum. Eins og ég segi þá þekki ég örugglega bara svona 7% af vinum mínum á Facebook svo ég finn bara einhvern sem ég þekki ekki, sem er mjög auðvelt, og eyði honum. Hver er hæsti fjöldi vinabeiðna sem hefur beðið þín þegar þú hefur skráð þig inn? Mig minnir að ég hafi verið með einhverjar 300 vinabeiðnir eftir að við unnum Söngkeppni framhaldsskólanna. JÚLÍ HEIÐAR HALLDÓRSSON Hafnaði tappalegum gaurum Þá fær maður ein- hver komment á vegginn þar sem fólk segir: „Þú ert nú meiri fávitinn, svarar aldrei!“ 9FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2011 Monitor 4698 4969 5000 4980 RISDÓTTIR lvupósta 4901 ANNÍE MIST-I SIG ALVEG Í FACEBOOK-GLEÐINNI Hefur þú þurft að eyða einhverj- um út af Facebook til búa til pláss fyrir aðra? Já, ég hef verið svolítið í því. Þá hef ég valið út fólk sem hefur sent mér krípí pósta, ég eyði þeim fyrst út og hleypi frekar inn nýjum alvöruvinum (hlær). Maður fær svona mjög furðulega tölvupósta annað slagið. Hver er hæsti fjöldi vinabeiðna sem hefur beðið þín þegar þú hefur skráð þig inn? Ætli það hafi ekki verið 400, eftir að ég vann heimsleikana. Ég fór ekki inn á Facebook í tvo daga og þá safnaðist þessi fjöldi upp. Þú áttir afmæli í mánuðinum. Hrundi Facebook-ið þitt ekki vegna ofálags þegar afmæliskveðjurnar hrönnuðust inn? Þetta var reyndar svona nett pirrandi því ég fæ svona sendingu í símann minn þegar einhver skrifar á vegginn minn á Facebook þannig að ég endaði á að slökkva á því. Nei, nei, það hrundi ekki og það er voðalega gaman að eiga afmæli á Facebook, það eru greinilega margir sem hugsa til manns þar. Þá sér maður að þetta fólk er ekki bara að adda manni af því að það kannast við myndina af mér eða eitthvað, það er að skoða síðuna manns, og þá er síðan nytsamleg. ST EI N D IJ R. JÓ N ÍN A BE N BÓ H A LL G RÍ M U R 4647 4993 4971 4992 4817 4942 4670K RI ST M U N D U R A RN A R G RA N T EM M SJ É G A U TI D A G U R B FE LI X SV EI N N A N D RI H A FF IH A FF SV EP PI 4856

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.