Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 29.09.2011, Qupperneq 12

Monitor - 29.09.2011, Qupperneq 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2011 Egill Ólafsson hefur verið iðinn við kolann í tón- og leik- list hérlendis í 37 ár. Hann hefur farið fyrir vinsælustu hljómsveitum landsins og leikið aðalhlutverk í einni ást- sælustu kvikmynd Íslands, Með allt á hreinu, sem Egill segist sjálfur aðeins hafa séð tvisvar. Um þessar mundir fer hann með hlutverk í sýningunni Alvöru menn, sem er að hans sögn sviðsetning sem lítill, samheldinn hópur góðra drengja stendur að í Austurbæ. Leiðarljósið er jákvæðni og leikgleði. Samstarfið við hópinn segir hann forréttindi sem felast í því að mæta til vinnu hvern einasta morgun fullur af spenningi og tilhlökkun. Sem leikari og söngvari byggir þú atvinnu þína á röddinni. Ert þú fyrir vikið alltaf með trefil og drekkur te í gríð og erg? Ég er meðvitaður um að afkoma mín og hamingja byggir á röddinni og því reyni ég að fara vel með hana. Á álagstímum reyni ég að sofa vel, það er regla númer eitt. Áfengi er bannað, til að tala hreint út um það og reyking- ar eru auðvitað ekki á dagskrá. Röddin er afskaplega lítið og viðkvæmt hljóðfæri, það er ekki nema upp á nokkra millímetra, og það er mjög berskjaldað fyrir alls kyns sýkingum og hnjaski. Til þess að röddin sé í toppformi, þarf að stunda reglusamt líferni, annars er hætt við að tónninn verði bjagaður og óhreinn. Þú varst einn af fjórmenningunum í Spilverki þjóðanna sem varð til í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hvernig týpa varst þú í menntaskóla? Feiminn og hafði mig frekar lítt í frammi en reyndi að bæta mér það upp með því að komast á svið. Mér leið þó best einn með sjálfum mér og svo í þröngum spilverks- og vinahópi en að öðru leyti var ég óframfærinn og hélt mig til baka. Ég var sérdeilis óöruggur innan um stelpur, þær voru ólíkar móður minni, sem var eina konan sem ég þekkti í þá tíð. Smám saman rjátlaðist þessi feimni af mér, þó enn sé ég nervös og kvíðinn, en ég hef lært að lifa með þessu og nota ástandið mér til framdráttar á sviðinu. Nafn þessarar hljómsveitar hefur verið valið flottasta hljómsveitarnafnið í íslenskri tónlistarsögu. Hvað finnst þér um nafnið? Já, þetta er dálítið sniðugt nafn og þegar við spilverka- rar tókum okkur nafnið í munn í byrjun, þá var fram- burðurinn jafnan hafður þannig að þjóðanna, var ávallt fram borið með minnst sex N-um: þjóðannnnnna, með sérstakri áherslu á annað atkvæði orðsins. Mig minnir að þessi talsmáti hafi komið frá skólabróður okkar og núverandi fréttahauki á Ríkisútvarpinu. Á gömlu gufunni var siður hjá þulum, að kynna óþekkta tónlistarmenn, sem þarlenda listamenn, okkur þótti nafngiftin og hafa skyldleika við þessi hugtök. Þá hrifumst við einnig af einni merkingu orðsins, spilverk, en það er lítill lágur veggur. Ég var alltaf hrifnastur af þeirri merkingu, við vorum alin upp í kalda stríðinu og lítill, yfirstíganlegur veggur var eitthvað jákvætt. Gefið hefur verið út að Spilverkið hyggist koma saman aftur, en Þursaflokkurinn kom aftur saman 2008. Kitlar alltaf að kalla gömlu hljómsveitirnar aftur saman? Hluti af þessu er að endurupplifa gamla glæpinn og jafnframt er það löngun til að endurupplifa liðinn tíma. Músíkin er eitthvert albesta tímahylki sem maðurinn þekkir. Þegar þú ferð aftur inn í músík sem þú spilaðir fyrir þrjátíu árum þá ferðast þú aftur í tímann og minningin lifnar á ný. Reynslan er ótrúleg og það er ekki fjarri lagi að þetti orki á mann líkamlega sömuleiðis, þannig finnur maður sig ungan aftur. Það er ótrúlegt hvernig minningin situr í bakhöfðinu, raddböndunum og jafnvel fingrunum. Þá er þetta og upprifjun á gamalli og náinni vináttu, sem verður oftar en ekki til í nánu hljómsveitarsamstarfi því er þetta spennandi tilhugsun og ég vona svo sannarlega að okkur takist að koma Spilverkinu saman á nýjan leik, þó ekki væri nema fyrir eina litla kvöldstund. Ofan á þetta allt ertu þekktur sem söngvari poppgoð- sagnanna í Stuðmönnum. Er rétt að þú hafir þó aldrei haft áhuga á popptónlist? Já, það er rétt, ég hef aldrei verið mjög hrifinn af popptónlist. Ég hef alltaf hrifist af leitandi framsækinni tónlist og mér finnst mér hafa tekist best upp við mína tónlist þegar hún rær á framsæknu dökku miðin. Auðvitað hef ég migið utan í popp en ég er miklu hrifnari af óræðum hugsunum og þyngri slögum. Grunnslóðin er fyrir lítil skip, ég vil hífa seglið og stefna dýpra í öldufans. Örlagadísirnar tældu mig hins vegar annað. Hvernig vildi það þá til að þú ákvaðst að taka þátt í þessari popphljómsveit? Við vorum skólafélagar og urðum mjög góðir vinir, þetta voru strákar í sérflokki, algjörlega frábærir drengir, vel gefnir og höfðu óbeislaða þrá til að gera eitthvað fallegt og skemmtilegt og ég sogaðist inn í þennan góða félagsskap. Við þurftum að finna okkar leið og þessi tónlist var leiðin. Við erum verðandi táningar þegar Bítlarnir koma fram, við ánetjumst æðinu. Allir vorum við frá millistéttarheimilum þar sem vilji var til að beina okkur inn á háleitar klassískar brautir tónlistar, en við vorum truflaðir og í álögum af þessum tíma og þekktum ekki fegurri samsetningu hljóðs en frá gítar, bassa og trommum. Eftir á get ég spurt: „Hefði ég viljað fara einhverja aðra leið?“ og ég svara neitandi því þetta er mín leið, hún varð að vera þessi því öðruvísi er hún ekki mín. Stór partur af því að verða fullorðinn er að sættast við hlutskipti sitt. Ég hef sæst við þetta, en ég hef líka viðurkennt fyrir sjálfum mér að ég var aldrei mjög hrifinn af þessari tónlist. Ég hlustaði á tónlist sem jafn- öldrum mínum þótti yfirleitt leiðinleg, ég var hálfgildings nörd hvað þetta snertir. Ég var um tíma á leið til Milanó að læra að verða alvörusöngvari, en áður en ég gat snúið plötunni við voru bæði Spilverk og Stuðmenn orðin að fyrirbæri og við komnir á kaf í vinnu við að búa til músík, skemmtitónlist. Mest af því var rétt þokkalegt en svo er hitt sem er bara „asskoti“ góð slagaramúsík með enn betri textum. Hvað finnst þér um íslenska popptónlist í dag? Það er mikil gróska og það er gaman að sjá hvað það er mikið af flinku fólki og fínum hljómsveitum. Ég öfunda þetta fólk fyrir að vera svona flinkt og vera uppi á þessum tímum sem eru skemmtilegir vegna þess að samfélagið tekur þessu eins og alvöru músík. Sem betur fer átta menn sig á því í dag að popp er líka músík og nú skynja menn miklu betur að þetta er bara spurning um góða og vonda músík yfirleitt. Þannig hefur þetta verið á öllum tímum, meira að segja þegar Beethoven var og hét þá var líka til vond og góð tónlist. Það er þannig með obbann af músík, að tíminn mun sópa henni burt og þá er öðru haldið til haga. Við getum sagt að Beethoven sé búinn að sanna sig og svo eru til dæmis Bítlarnir á góðu róli og komnir langleiðina með þetta (hlær). Þú tókst þátt í tónlistarmyndbandi hjá Steinda Jr. og lékst í Mannasiðaþáttunum hans nafna þíns, Gillz. Er þetta einhver leið til að ná til nýs markhóps með þína list? Ég veit það nú ekki, þetta er meira viðleitni mín til að segja: „Ókei, ég kann að vera „grumpy old man“ og hef ýmislegt á hornum mér“ en ég er forvitinn um þetta fólk, hvað er það að hugsa, skil ég þá hugsun? Annars þykir mér sjónvarp, allt of oft, minna á öskutunnu. Fólkið sem þar stjórnar hefur týnt sér í sjálfhverfu og af þeim sökum er miðillinn ekki að spegla samfélagið, sem hlýtur að vera markmið hjá fjölmiðli í það minnsta sem er í eigu þjóðarinnar. Fjölmiðill á að nærast á forsendum þess samfélags sem er þarna úti og endurspegla það. Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú áttir með Stuðmönnum? Ég held að það hafi verið eftirvæntingin þegar við, rétt rúmlega tvítugir óþekktir stráklingar, gerðum Sumar á Sýrlandi og á einni nóttu kom hún út og var spiluð í drep á einu útvarpsstöð landsins, aftur og aftur alla daga ár og síð. Fyrir hafði ég harla litlar væntingar á yfirborðinu en undir niðri voru væntingarnar auðvitað stórar. Ég held að það hafi verið eitthvað það ánægjulegasta sem maður hafði upplifað. Það næsta sem gerðist hjá þessum ungu mönnum var að þeir fylltust sjúklegum ofurkrafti. Það er erfitt að fóta sig í mikilli velgengni og þetta var mikið ok sem sett var á unga menn. Við stóðumst það flestir, en í raun varð maður aldrei samur, það klikkaðist eitthvað í mínu fari, ég viðurkenni það, en tel mér trú um að ég hafi samt jafnað mig að mestu hvað það varðar. Þú hefur stigið á stokk með Bítlinum Ringo Starr í Atlavík ‘84. Er það eitthvað sem stendur upp úr eða var þetta eins og hvert annað gigg? Það var auðvitað einstök upplifun að hitta eitt af átrún- aðargoðum æskunnar. Menn mega ekki gleyma því að fjarlægðin sem var þá milli goðsins og aðdáandans var miklu meiri en í dag í margvíslegum skilningi. Nálgun okkar við goðin í den var í formi svarthvítra ljósmynda niðri í Frímerkjasölu við Lækjargötu, ekkert var sjónvarp- ið og þetta var löngu fyrir daga myndbandsins. Þetta var því einstakt og algjör tilviljun að hann skyldi koma og heiðra okkur með nærveru sinni. Það var Jakob sem kom þessu til leiðar, hann talaði við umboðsmann Ringos og sá símaði til baka og sagði að Ringo væri í góðu skapi þessa dagana og til í allt. Hann tók þó skýrt fram að hann ætlaði sér þó ekki að spila með okkur, en Ringo lét síðan slag standa eftir einn þrefaldan koníak í íslensku kóki. Lagið Johnny B. Goode var tekið og Gunni Þórðar var með okkur, þannig var tryggt að allt færi vel, Gunni er jú talsmaður upphaflega Mersey-bítsins á Íslandi. Ég man að Ringo hlustaði á okkur og var mjög hrifinn af einu Stuðmannalagi, „Út í veður og vind“, hann féll algjörlega fyrir því. Svo spurði hann: „Um hvað er textinn?“ og þegar við fórum að þýða fyrir hann textann þá missti Bítillinn andlitið. Hann skildi ekki hvernig mönnum gat dottið í hug að setja texta við þetta fallega lag sem fjallaði um það að míga úti (hlær). Reyndir þú að setja þig í samband við Paul McCartney þegar hann kom til Íslands árið 2000 upp á að spila saman? Við leituðum náttúrlega að honum úti um alla borg. „Heyrðu Paul, við erum hérna gæjarnir sem hittum Ringo“ ætluðum við að segja (hlær). Nei, hann fór víst með veggjum og mig minnir að það hafi bara verið Jón góði Ólafsson, sem hitti hann. Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is Myndir: Golli golli@mbl.is HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 090253. Uppáhaldsmatur: Fiskur. Uppáhaldsstaður í heiminum: Flókið, ég held að ég myndi segja norðurhluti Íslands. Uppáhaldslag úr eigin smiðju: Það er nú siður að gera ekki upp á milli barna sinna en af því að þau eru ekki af holdi og blóði og munu ekki hefna sín á mér þá myndi ég segja Álagaþula Gláms. Uppáhaldshljóðfæri: Selló. Þegar við fórum að þýða fyrir hann textann þá missti Bítillinn andlitið. Hann skildi ekki hvernig mönnum gat dottið í hug að setja texta við þetta fallega lag sem fjall- aði um það að míga úti. Egill Ólafsson hefur um árabil verið einn vinsælasti poppsöngvari landsins án þess þó að vera hrifinn af popptónlist sem slíkri. Hann leikur nú í Alvöru mönnum sem hann kveðst svo ánægður með að hann mætir til vinnu á hverjum morgni fullur tilhlökkunar. Blýstendur til lífsins og tilverunnar

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.