Monitor - 29.09.2011, Síða 16

Monitor - 29.09.2011, Síða 16
16 Monitor FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2011 stíllinn Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Nærbuxur, sokkar, buxur, skyrta, skór. Hvar verslar þú helst fötin þín? Erlendis og á netinu aðallega. Aftur á móti eru nokkrar virkilega skemmtilegar og góðar búðir á Íslandi, eins og til dæmis Kúltúr Menn, Kron Kron, Geysir og Herrafataverzlun K&S. Áttu þér einhverjar fyrirmyndir hvað varðar fatastíl? Það eru í raun engar sérstakar fyrirmyndir sem ég gæti nefnt, en maður reynir að fylgjast vel með því sem er í gangi, taka það besta, og móta sinn eigin stíl út frá því. Skandinavísk fatahönnun eins og til dæmis Filippa K er einnig mjög flott. Hvað er ómissandi fyrir stráka að eiga í haust? Dún- vestið er fullkomin flík í alla staði, þykkar og góðar peysur, hlý boots, gallaskyrtur, chinos í sem flestum litum og fallegur tweet blazer. Ef þú yrðir að fá þér tattú, hvað myndir þú fá þér og hvar? Ég myndi náttúrulega aldrei fá mér tattú, en ef ég væri þvingaður til þess myndi ég fá mér dreka yfir bringuna, stop-merki í lófann og broskall undir stóru tá. Hver hafa verið þín verstu tískumistök? Í grunnskóla átti ég alveg alltof mikið af steiktum fötum, til dæmis gylltar leggings, og þeir sem þekkja mig geta vottað fyrir það. Svo í þokkabót var ég alltaf með tannréttingabeisli, það var ekki fallegt. Stíllinn kíkti á ljúfmennið S. Arnór Hreiðarsson, en hann var að hefja nám í lögfræði við Háskóla Íslands. Arnór hefur mikinn áhuga á tísku og leynast margar skemmtilegar og flottar flíkur í fataskápnum hans. Gull-leggingsog gallaskyrtur fataskápurinn ÞÆGILEGASTA/ SKRÍTNASTA Engin orð fá lýst, sjá mynd. DÝRASTA Skóna keypti ég í Paul Smith fyrir útskriftina mína. Mér finnst þeir mjög flottir og eru þeir einungis teknir út við mjög sérstök tilefni. ELSTA Þennan jakka saumaði klæðsker- inn hann langafi minn fyrir langa löngu. Mér finnst virkilega gaman að eiga hann og geta notað hann af og til. NÝJASTA Mér var kalt á eyrunum, hjólaði upp í GK og nældi mér í þessa snilldarhúfu. FLOTTASTA Henrik Vibskov-úlpa keypt í Kron Kron. Ég get notað hana sem sumar- og vetrarjakka þar sem ég get fjarlægt feldinn innan úr henni. BESTA Þessa bláu oxford-skyrtu keypti ég í American Apparel. Ég valdi hana vegna þess að hún er mjög praktísk og á ég ennþá eftir að finna peysu eða jakka sem passar ekki við hana. M yn di r/ Sæ be rg

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.