Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 18

Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 18
Steldu stílnum 18 Monitor FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2011 stíllinn Jennifer Love-Hewitt vs. Blake Lively Stjörnuleikkonurnar Blake Lively og Jennifer Love-Hewitt er báðar glæsilegar í þessum Herve Leger-kjól. Þó er það slúðurdrottningin sem ber sigur úr býtum, og það fyrir litavalið. Hún mætti reyndar velja sér aðra skó þegar hún skellir sér í kjólinn næst. En engu að síður glæsileg. Kim Kardashian vs. Kyra Sedgwick Glamúrstjarnan Kim Kardashian fyllir fullkomlega út í þennan svarta drungalega kjól. Þrátt fyrir það er Stíllinn hrifnari af síðari útgáfunni af kjólnum og einnig krulluðu ljósu lokkunum hennar Kyru Sedgwick sem gerir hana að verðskulduðum sigurvegara. Vel gert. Selita Ebanks vs. Jessica Alba Fegurðardísirnar Selita Ebanks og Jessica Alba eru sjóðheitar í þessum eldrauða síðkjól. Selita geislar af þokka, hún tekur hárið fallega frá andlitinu og leyfir „one sleef“-lúkkinu að njóta sín. Selita ber því augljóslega sigur úr býtum. Marie-Ange Casta vs. Kate Hudson Þær Marie-Ange Casta og Kate Hudson klædd- ust báðar þessum fallega svarta kjól fyrir stuttu. En þrátt fyrir að þær líti báðar fáránlega vel út, líkar Stílnum vel við breytinguna á kjólnum hennar Kate. Hún fær því vinninginn að þessu sinni. Stjörnustríð SKYRTA TOP SHOP 12.990 KR. VESKI SIX 2.995 KR. BUXUR TOP SHOP 14.990 KR. SKÓR KAUPFÉLAGIÐ 10.995 KR. The O.C.-stjarnan Rachel Bilson gerir sjaldan mistök þegar kemur að tísku og fatavali. Hér stillir hún sér pent upp fyrir ljósmyndar- ana enda gullfalleg stúlka í flott- um fötum. Stíllinn fór og svipaðist um eftir svipuðum flíkum.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.