Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 19

Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2011 Monitor Amy Adams Varieté og Dancing QueenShow Girl Blár augnskuggi hefur fengið slæma útreið síðastliðin ár og hefur þótt algjört hallæri. Sennilega er þetta vegna þess að allir fengu nóg af bláum augnskugga í gegnum sjöunda til níunda áratugarins. Frá 1960 voru allar Bar- bie-dúkkur með bláan augnskugga. Andy Warhol gerði myndir af Marilyn Monroe, Jackie Kennedy og Elizabeth Taylor allar með ýktan bláan augnskugga. Síðan kom diskótímabilið og blái skugginn þótti algört æði! Eftir það, þegar kona sást með bláan augnskugga hlaut það að vera algjört glappaskot eða hún alveg föst í sama farinu og þurfti alveg áreiðanlega á förðunarkennslu að halda. En nú er blár augnskuggi loksins að koma aftur í alvöru og það þarf enginn að líta út eins og strumpur því bláu litirnir eru bara dálítið „elegant” í haust eins og sjá má hjá mörgum snyrtivörumerkjum fyrir veturinn 2011. Það skemmtilega við bláa litinn er að hann fer nánast öllum, sama hvort litið er á augnlit, húðlit eða hárlit. Blár augnskuggi getur frískað upp á þreytt augu, dregið úr roða og bláum baugum og lífgað upp á litlausa húð. Það var eftirtektarvert að á mörgum tískusýningum í vor sáust mjög fallegir bláir augnskuggar og er maður nú farinn að sjá stjörnurnar skarta bláum augnskuggum. Haustlína Make Up Store ber nafnið Show Girl og í lín- unni eru geggjaðir bláir litir. „Varieté“ er glitrandi kónga- blár augnskuggi, „Nightclub“ er ljósgráblár augnskuggi og „Dancing Queen“ er glitrandi blár glimmer-eyeliner. Magga hjá Make Up Store kennir á bláan augnskugga. Í bláum skugga BLÁ AUGNUMGJÖRÐ Nokkur skref til að framkvæma dramatíska bláa augnum- gjörð með nýju Show Girl-línunni úr Make Up Store. 1Berið Eyeprimer-krem á allt augnlokið. Þannig endistaugnförðun lengur. Notið bursta og berið örlítið krem yfir allt augnlokið og upp að augabrún og einnig undir auga. Eyeprimer er einnig fáanlegur í húðlit til að hylja sjáanlegar æðar og þreytumerki í kringum augu. 2Veldu bláan augnskuggatón sem fer vel við húðlit þinn.Berið ljósbláan augnskugga eins og „Nightclub“ yfir allt augnlokið. Dreifið augnskugganum með mjúkum blöndunar- bursta upp að augnbeininu. 3Notaðu dökkbláan augnblýant eins og „Deep Blue Sea“á hálft augnlokið, út í endann á efra augnlokinu. Berið blýantinn einnig undir augu en eingöngu út í enda. Dragið blýantinn aðeins út og mýkið með litlum bursta. 4Berið dekkri bláan augnskugga eins og „Varieté“ yfiraugnblýantinn. Notið hreinan augnskuggabursta og blandið litnum saman við blýantinn og ljósari bláa litinn. 5Berið síðan á svartan blautan eyeliner í örþunna línuyfir allt augnlokið. Ef það er „glamúr“ sem sóst er eftir þá er upplagt að setja rönd af nýja glitter-eyelinernum „Dancing Queen“ 6Brettið upp á augnahárin og berið á nýja maskarann fráMake Up Store, „Multi Lash“. Voila! GINNIFER GOODWIN MEÐ TVÖFALDA BLÁA UMGJÖRÐ

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.