Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 20
kvikmyndir Taylor Lautner Hæð: 178 sentímetrar Besta hlutverk: Jacob Black Staðreynd: Æfði karate í æsku. Eitruð tilvitnun: Aðdáendur mínir eru þrenns konar: sumir öskra, sumir gráta og sumir þeirra eru eins og loftræsitæki. 1992Fæðist þann11. febrúar í Grand Rapids í Michigan-fylki í Bandaríkjunum. 1998Fer í sinn fyrstakaratetíma. 2000Fær svarta beltiðí karate eftir að hafa æft undir leiðsögn Michael Chaturantabut. Chaturantabut þessi stakk upp á því við Lautner að reyna fyrir sér í leiklistinni. 2001Fer með lítið hlut-verk í sjónvarps- myndinni Shadow Fury og talar inn á auglýsingu fyrir Rugrats Go Wild. Sama ár birtist hann á skjánum í litlum hlutverkum í The Bernie Mac Show, My Wife and Kids og Summerland. 2002Flytur ásamtfjölskyldu sinni til Santa Clarita í Kaliforníu til að vera nær leiklistarsenunni. 2005Landar sínufyrsta aðal- hlutverki í stórmynd þegar hann leikur hákarlastrákinn í myndinni The Adventures of Sharkboy and Lavagirl. Sama ár fer hann með hlutverk í Cheaper by the Dozen 2. 2008UmboðsmaðurLautner skorar á hann að fara í prufur fyrir Twilight-myndirnar og þar landar hann hlutverki Jacob Black. Myndin hefur þénað tæplega 400 milljónir dollara á heimsvísu þrátt fyrir misgóðar undirtektir gagnrýnenda. 2009Leikstjóri Twi-light-myndanna, Chris Weitz, ætlar að skipta Lautner út sem Jacob Black þar sem persónan breytist mikið líkamlega á milli fyrstu tveggja myndanna. Staðráðinn í að halda hlutverkinu bætir Lautner á sig 15 kílóum af vöðvamassa. og fær að leika Black áfram. Sama ár er Lautner verðlaun- aður sem besti nýi leikarinn í aðalhlutverki á People‘s Choice Awards. 2010Leikur í þriðjuTwilight-mynd- inni. FERILLINN LADDI EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR VICTORIA BJÖRK FERRELL HANNES ÓLI ÁGÚSTSSON ÍSAK HINRIKSSON SIGRÍÐUR BJÖRK BALDURSDÓTTIR PÉTUR EINARSSON FRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI EINSTEFNA EHF / L7 PRODUCTIONS RELL EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR ÞÓ RHALLUR SIGURÐSSON ÍSAK HINRI KSSON SIGRÍÐUR BJÖRK BALDURSD ÓTTIR HANNES ÓLI ÁGÚSTSSON JÓ HANNA JÓNAS PÉTUR EINARSSON MAGNÚS ÓLAFSSON BJARTMAR ÞÓ RÐARSON ANNA KRISTÍN ARNGRÍM SDÓTTIR SJÖFN JÓNSDÓTTIR ERIK Í A GUÐBJARGAR GYLFADÓT TIR HLJÓÐHÖNNUN RÓBERT STEINGRÍ MSSON BÚNINGAR RUT MÁSDÓTTIR PLAKAT ÓLÖF ERLA EINARSDÓTTIR BRELLUR SVERRIR JÖRSTAD SVERRISSO N BJÖRN GARÐARSSON STEINN HL ÍÐAR JÓNSSON Ó SON JÓRN JÚL ÍUS ANDRI ÞÓRÐARSON HANDRIT EY RÚN ÓSK JÓNSDÓTTIR HELGI SVER RISSON LEIKSTJÓRN HELGI SVERRISS ON & EYRÚN ÓSK JÓNSDÓTTIR Hrafnar, sóleyjar myrra Þegar önnur vop n brugðust beittu þau töfrum leikh ússins 20 Monitor FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2011 „Hvernig á ég að geta sungið lagið? Þetta er ómöguleg tóntegund, ég syng lengst upp í rassgati.“ (Harpa Sjöfn, Með allt á hreinu, 1982) Myndin, sem byggð er á samnefndri bók eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur og Helga Sverrisson, fjallar um Láru Sjöfn sem er 13 ára stelpa sem tekst á við sorgina eftir að hafa misst pabba sinn og bróður í bílslysi. Hana langar helst að loka sig af þegar sumarleyfið hefst en sú áætlun á eftir að breytast þegar hún flækist óvænt inn í dularfulla og spennandi atburðarás. Lára eignast nýja vini sem eiga í höggi við illa gefna smákrimma og slóttugan stjórn- málamann sem svífst einskis. Nýr heimur, fullur af óvæntum ævintýr- um, opnast Láru sem ákveður að taka málin í sínar hendur. facebook.com/monitorbladidVILTU MIÐA? Monitor ætlar að gefa miða áHrafna, sóleyjar..., fylgstu með... FRUMSÝNING HELGARINNAR K V I K M Y N D Fínasti bardaga- kappi Myndin fjallar um bræðurna Brendan (Joel Edgerton) og Tommy (Tom Hardy) sem hafa ekki talast við í mörg ár. Þeir ákveða síðan að skrá sig í stóra MMA-keppni (blandaðar bar- dagaíþróttir) án vitundar hvors annars. Inn í þetta blandast svo faðir þeirra sem hafði gert þeim lífið leitt á árum áður og því stefnir allt í að keppnin verði á endanum uppgjör þeirra allra við fortíðina. Sagan er nokkuð hefðbundin. Fjölskyldudramað milli þeirra feðga er pumpað allverulega upp og ljóst að mikið hefur gengið á áður en allt fór til andskotans. Við fáum lítið að vita hvað það var nákvæmlega sem gekk á en frekar auðvelt er að lesa á milli línanna. Það er sniðug nálgun á svona sögu sem búið er að segja milljón sinnum. Þannig fær áhorf- andinn að ímynda sér þetta aðeins sjálfur og því minni kröfur um frumleika. Svona svipað og þegar maður fær ekki að sjá alveg allt skrímslið í skrímslamyndum. Myndin er vel uppbyggð og tekur sér góðan tíma í að undirbúa hlutina. Formúlan er þó aldrei langt undan og fannst nokkrum bíófélögum mínum klisjurnar orðnar fullmargar á tímabili. Það truflaði mig þó aldrei að neinu ráði. Myndin náði mér alveg. Hún er átakanleg og ég fann til með þeim feðgum. Það sem mér fannst þó standa upp úr er frammistaða Nick Nolte. Hann rís svo sannarlega upp úr öskustó síns ferils og sýnir hvers megnugur hann er. Ég hef reyndar alltaf fílað Nolte sem leikara og hafði því sérstaklega gaman af því að sjá hann njóta sín hér. Nolte-aðdáendur ættu því ekki að verða fyrir vonbrigð- um. Tom Hardy er líka flottur og alveg fáránlega massaður. Þannig að þrátt fyrir að ein og ein klisja hafi verið á gráu svæði þá fannst mér mynd- in í heild sinni ganga upp. Ég fór allaveganna sáttur heim. WARRIOR Kristján Sturla Bjarnason Aðrar frumsýningar: Abduction – Contagion - Hoodwinked Too! Hood VS. Evil FRUMSÝND 30. SEPTEMBER Hrafnar, sóleyjar og myrra Leikstjórn: Helgi Sverrissonog Eyrún Ósk Jónsdóttir. Aðalhlutverk: Victoria Björk Ferrell, Ísak Hinriksson, Laddi og Edda Björgvins- dóttir. Lengd: 90 mínútur. Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll og Kringlunni. ENN MEIRI m.mbl.is - V I L T U V I T A M E I R A ? Fleiri efnisflokkar, vefsjónvarp mbl, Smartland og margt fleira er meðal nýjunga sem þú getur nálgast í símanum þínum. Nú tekurðu vinsælasta vef landsins með þér hvert sem þú ferð og ert alltaf með nýjustu fréttirnar í símanum. Fáðu fréttirnar þegar þú vilt. www.m.mbl.is m.mbl.is var valinn farsímavefur ársins fyrir árið 2010. NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ GERA ENN BETUR 2011.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.