Monitor - 29.09.2011, Side 22

Monitor - 29.09.2011, Side 22
22 Monitor FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2011 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 29. september 2011 | fílófaxið fimmtud29sept BUBBI MORTHENS Á AKUREYRI Græni hatturinn 20:30 Kóngurinn ferðast um landiðí haust þar sem hann leikur gamalt efni í bland við nýtt ásamt því að ræða málefni líðandi stundar við áhorfendur. Nú stoppar Bubbi á Græna hattinum. Miðaverð 2.500 kr. föstudag30sept Í MINNINGU SISSU Hof 20:00 Tónleikar til styrktar minn-ingarsjóði Sigrúnar Mjallar, sem lést af völdum ofneyslu fíkniefna aðeins sautján ára, fara fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Fjöldinn allur af tónlistar- mönnum kemur fram, þar á meðal Friðrik Dór, Eyþór Ingi, Páll Óskar og fleiri. Miðaverð er 2.900 kr. HÚSAVÍKURKVÖLD Spot 22:00 Hljómsveitin SOS frá Húsavíkblæs til dansleiks á Spot í Kópavogi með Ínu Valgerði Pétursdóttur í fararbroddi. Hljómsveitin hefur leikið á fjölmörgum böllum á norðurlandi og gerir tilraun til að trylla höfuðborgarsvæðislýðinn á föstudaginn. CAPTAIN FUFANU DJ-SET Faktorý 23:00 Rafdúettinn Captain Fufanuþeytir skífum á Smiðjustíg 6 í miðborg Reykjavíkur fram eftir nóttu. Frítt inn. laugarda1okt AFMÆLISHÁTÍÐ AUS Ráðhús Reykjavíkur 13:00 SjálfboðaliðasamtökinAlþjóðleg ungmennaskipti fagna því að 50 ár séu liðin frá því að fyrstu sjálfboðaliðarnir flugu út í hinn stóra heim á þeirra vegum. Þar fer fram fjölbreytt dagskrá og eru allir velkomnir. CHARLIE MURPHY UPPISTAND Eldborg 20:00 UppistandsgrínistinnCharlie Murphy treður upp í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Murphy er bróðir hins heimsfræga Eddie Murphy og hefur getið sér gott orð meðal annars í þáttunum Chapelle‘s Show. Miðaverð er 6.500 kr. Kvikmynd: The Court Jester frá 1956. Hún er fyndin, í henni eru stórkostlegir leikarar; Angela Lansbury, Danny Kaye, Glynis Johns og svo leikur Basil Rath- bone vonda kallinn. Tónlistin er mjög góð, þarna er orðagrín og búningarnir eru frábærir. Þáttur: Americas Next Top Mod- el er best. Nýjasta þáttaröðin er sniðug: Góðar týpur frá fyrri þáttaröðum. Uppáhaldið mitt, hún Shandi Sullivan, er samt ekki með, True Blood og Game of Thrones saman í 2.-3. sæti. Bók: Mig langar svo mikið að hafa athyglisspan og tíma til að lesa bækur. Ég fékk einu sinni að gjöf bók sem heitir 1000 Indian Recipes. Hún er líka í samræmi við kenningu frænda míns um að maður eigi að stunda hreyfingu í takt við uppáhaldsmatinn manns. Ég fíla indverskt. Þess vegna dansa ég Bollywood. Plata: Sama hvað ég reyni að þroskast dett ég alltaf í Elephant með White Stripes. Jack White skilur mig. Já, og ekki má gleyma Pocket Disco með Glass Baby! Vefsíða: www.foodgawker. com. Matarklám af bestu gerð. Þessi síða kenndi mér t.d. að búa til bjórostafondú. Staður: Þessa helgi er það Tjarnarbíó, þar sem sirkusinn minn er með sýningu bæði laugardag og sunnudag kl. 2. Einstæðar mæður húlla, blind- ir dansa, ofurhugar sýna listir á hjólaskautum. Og ég skipti 14 sinnum um kjól. Síðast en ekki síst » Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og sirkusdýr, fílar: FM BELFAST Á FAKTORÝ Fimmtudagur 29. september Faktorý kl. 21                                                                           !     " #   $   %&        ! "#$              !"#$%     & '' ()*+, #$% * -  &. '' ,/#$%    01. '' "/#$% ,2 '' 34 #$% ,  '' #$ 5)6)/% $  78 00 '' 9*:#$% 5 ; 00< '' () %  = ; && '' #$ ,/*:% (-  > „Við erum ótrúlega spennt fyrir að spila hérna heima aftur, líka á að- eins smærri stað en venjulega. Síðustu skipti sem við höfum verið að spila hérna heima höfum við oftast spilað á stærri stöðum, en bæði er náttúrlega skemmtilegt,“ segir Árni Plúseinn, einn meðlima FM Belfast. Hljómsveitin heldur tónleika hérlendis í fyrsta skipti í langan tíma á Faktorý í kvöld. Það fellur í hlut Nóló að hita upp. „Þarna verður aðeins meiri nálægð og líklega meiri sviti en venjulega.“ Húsið opnar kl. 21:00 en FM-liðar stíga á stokk kl. 23:00. Miðaverð er 1.500 kr. Meiri sviti en venjulega

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.