Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 3
FYRIR BÍLINN Nú er veturinn genginn í garð og það styttist óðfluga í að hálkan fari að gera vart við sig á götum landsins. Því er um að gera að skipta um dekk sem fyrst til að sleppa við löngu biðraðirnar sem myndast á dekkjaverkstæðunum þegar fyrstu snjókornin falla. FYRIR SÁLINA Hollt væri fyrir sálina að slaka á einn daginn og skella sér út í Viðey með góðum vinum eða sálufélaga. Þar er hægt að spóka sig um en auðvitað er mest spennandi að kíkja á Friðarsúluna sem ljómar svo skært þessa dagana og minnir okkur á að vera góð hvort við annað. FYRIR BÍÓFARA Nóg er af íslensku efni í bíóhús- unum þessa dagana. Teikni- myndin Þór, spennumynd- in Borgríki og Óskarsverðlaunafram- lagið okkar Eldfjall eru allar í bíó og svo er fjöldinn allur af íslenskum myndum í Bíó Paradís og því upplagt að skella sér á eina innlenda ræmu. Monitor mælir með Skúli Jón Friðgeirsson Hvaða snillingur ætlar að lána mér pípuhatt og staf fyrir kvöldið? 8. október kl. 14:02 Simmi Vill ég er þyngri en Sigmundur Davíð Gunn- laugsson. Held að það sé okkur báðum gleðifrétt! 10. október kl. 19:46 Vikan á... Bubbi Morthens Það er dásam- legt að vakna ástfangin. 12. október kl. 11:38 Ingólfur Þórarinsson í tilefni þess að ég á 11 gamla síma ofan í skúffu gerðu þá like á þennan status og þú kemst í pott sem verður dregið úr. sá sem vinn- ur fær að eiga Nokia símann minn 3110 og hleðslutækið 7. október kl. 00:00 3FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Monitor Feitast í blaðinu Ojba Rasta er reggíhljómsveit af guðs náð sem inni heldur fjögur systkini. Andreu Röfn lang- ar að komast út eftir menntaskóla og starfa sem fyrirsæta. Rúnar Rúnars segir það meiri áskorun að vera hreinskilinn en að vera hipp og kúl. 8 Hvers vegna klædd- ist Steve Jobs alltaf svörtum rúllukraga- bol og galla- buxum? 18 Ingvar E. Sigurðs- son varð „stars- truck“ þegar hann hitti Cate Blanchett. 12 Monitor hvetur alla lesendur sem notast við Twitter til að merkja Airwaves-tístin sín með #mblairwaves en þá birtast þau á mbl.is. Verið með í fjörinu. 4 fyrst&fremst „Í gær fór síðan í loftið og nú er það í höndum gestanna að halda henni gangandi. Við verðum á vöktum meira og minna allan sólarhringinn á meðan á hátíðinni stendur. Þetta er nánast eins og leigubílstjórarnir í Bandaríkjunum þegar einn fer og sefur í skottinu þá heldur hinn áfram,“ segir Hörður á harðahlaupum. Live Project fagnar nú eins árs afmæli því að hún fór fyrst í loftið í kringum Airwaves-hátíðina í fyrra. Síðan þá hefur hún sent út frá mörgum hátíðum eins og Propaganda í Svíþjóð og Hróars- keldu í Danmörku. „Á þessu ári sem er liðið erum við búin að læra það að það er heljarinnar púl að vera á tónlistarhátíð en við erum líka búin að læra það að internetið er ótrúlega skemmtilegur staður. Þetta er búið að vera erfitt en gaman.“ Komið til að vera Fjöldinn allur af myndböndum hefur birst á síðunni en er eitthvað eitt sem er minnisstæð- ast? „Ég myndi nú segja að maður nokkur frá Hróarskeldu sem við köllum „fyrir fimmtán árum síðan-maðurinn“ sé eftirminnilegastur. Það er gæi sem er búinn að koma á hátíðina í 15 ár og við náðum myndbandi af honum þar sem hann var fótbrotinn og var alveg á sneplunum.“ Hörður stofnaði síðuna ásamt félögum sínum þeim Daníel Frey Atlasyni, Arnari Yngvasyni og Benedikt Frey Jónssyni. „Live Project er komið til að vera og við stefnum á að vera ansi víða næstu misseri, á ansi mörgum hátíðum og skemmtun- um. Það eru svo margar tónlistarhátíðir úti um allan heim og í raun væri hægt að vera á hátíð um hverja helgi. Það er draumurinn að vera með síðuna í loftinu allar helgar en ég veit ekki hversu lengi ég myndi persónulega endast í því. En það er snilldin við þessa síðu að allir geta tekið við keflinu. Þetta er í raun síðan ykkar allra, ekki bara okkar sem stöndum að henni.“ jrj 6 Vaktavinna HÖRÐUR, ANNAR FRÁ HÆGRI, SPÓKAR SIG MEÐ LIVE PROJECT-TEYMINU HÖRÐUR Fyrstu sex: 040879. Uppáhaldstónleikar: Jenny Wilson á Popaganda-hátíðinni í Svíþjóð. Uppáhaldstónleika- hátíð: Sonar-hátíðin í Barcelona. Uppáhaldshljómsveit: Björk í augnablikinu. Hún er að gjörbylta tónlistar- landslaginu í dag. MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Lísa Hafliðadóttir (lisa@monitor.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Golli (golli@mbl.is) Grafík: Elín Esther (ee@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Efst í huga Monitor Bjóðið velkominn, vetur Velvet Underground, Maroon 5, JónÓlafsson og margir fleiri hafa sungið um sunnudagsmorgna. Melanie Fiona, Death Cab for Cutie og Fleetwood Mac hafa aftur á móti öll gert lög um mánudagsmorgna. En það var einmitt á mánudaginn að ég þurfti að skafa af bílnum í fyrsta skipti þennan veturinn. Ég sagði náttúrulega bara við sjálfan mig, „Hello, Winter King.“ Svo um leið og ég áttaði mig á því að ég hafði hugsað þetta á ensku hugsaði ég, „Góðan og blessaðan, herra Vetur konungur.“ Þó það komi alltaf jafnmikið á óvart þegar allt í einu frystir þá eiga veðurguðirnir samt hrós skilið fyrir að lauma kuldanum inn svona smám saman. Ég var alveg byrjaður að vera í úlpu í síðustu viku og farinn að setja hita í sætið í bílnum fyrir tveimur vikum. Það er margt yndislegt við veturinn en þó á fólk þaðtil að pirrast þegar það setur bíl og vetur í sömu setningu. Allt í einu þarf að skafa og skipta um dekk. En við getum þó séð ljósa punkta í þessu öllu saman. Nú er auðveldlega hægt að gleðja maka sinn eða jafnvel foreldra. Þú einfaldlega vaknar fimm mínútum fyrr, laumast út, setur bílinn í gang, skefur rúðurnar, setur hitann í botn, ferð svo inn og segir: „Hey, guess what? I just made your car ready,“ það er að segja ef þú átt foreldra eða maka af erlendum uppruna. Ef um Íslending er að ræða eða útlending sem talar íslensku þá segir þú: „Heldurðu að ég sé ekki bara búinn að skafa fyrir þig og hita bílinn.“ Svona uppátæki vekur alltaf upp mikla gleði og kátínu og styrkir samband tveggja einstaklinga svo um munar. Ef þú aftur á móti hefur engan til að gleðja þágetur verið skemmtilegt að gleðja sig sjálfan með því að ímynda sér að maður sé að skafa happaþrennu. Svo er hægt að setjast inn í bíl og lesa af hitamælinum og margfalda með -1.000.000. Þannig að ef mælirinn segir til dæmis -3 gráður þá er ímyndaði vinningurinn 3.000.000 króna. Ekki nóg með það heldur er þetta sérstök happaþrenna þar sem ekki þarf að borga skatt af henni. Það er svo skemmtilegt að skafa. jrj alla helgina M yn d/ Si gu rg ei r Þökk sé Herði Kristbjörnssyni og félögum þá geta allir fengið smjörþefinn af Airwaves-hátíðinni í ár. Þeir halda úti síðunni liveproject.me þar sem gestir hátíðarinnar geta sent inn myndir og myndbönd af sinni upplifun. Fylgstu með Monitor í beinni frá Iceland Airwaves á Mbl.is. Myndir, fréttir og allt það helsta frá hátíðinni.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.