Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 AÐ GERA DREDDA? KANN EINHVER Þið eruð ellefu í bandinu . Var það enginn vandi að hóa í svona ma rga til að vera saman í hljómsveit? Nei, það bara gekk vel. Þ að eru mikil samskipti þarna á milli og einhver jir eru í öðrum hljóm- sveitum saman. Stærsti hluti hópsins kemur úr Vesturbænum og Arn ljótur bróðir stofnaði hljómsveitina og er lími ð í henni. Hann og Teitur voru búnir að spi la mikið saman en svo var Arnljótur líka í hljóm sveit með Danna og Snorra sem hét Danni o g Dixie-Dvergarnir. Keli, Arnljótur og Gylfi spiluð u líka saman í Berndsen . Þannig að við erum bara svona hljómsveitarfrík í rauninni. Er aldrei erfitt að ákveða hvenær allir komast á æfingu? Það getur verið svolítið maus að koma öllum saman en við reynum a ð láta það ganga upp og þó að það komist ekki a llir þá reynum við samt að æfa. Það skiptir mest u að vera með trommur , bassa og einn gítar. En á tónleikum reynum við að sjálfsögðu að vera öll . Í bandinu eru sex Sigurð arbörn. Hver ykkar eru systkini? Það er ég, Gylfi, Arnljótu r og Valgerður. M yn d/ Eg ge rt Hljómsveitin Ojba Rasta s pilaði fyrir fullu húsi á Sv ínaríinu á Faktorý síðasta föstudagskvöld. M onitor tók púlsinn á Unni Sigurðardóttur. Hafið þið verið að spila s aman frá fæðingu? Já, eiginlega. Þetta byrja ði í lúðrasveit, ég byrjaði að læra á trompe t þegar ég var níu ára og svo eltu þau öll eldri sys tur sína. Hvernig semjið þið lögin ykkar? Það er svolítið í sitt hvor u lagi. Arnljótur á megnið af efninu og sem ur það í sínu horni virðist vera. Svo kemur Teitur líka með lög en einnig fæðist eitthvað a f þeim á æfingum. Svo skrifar Arnljótur voða m ikið út brass-partana. Sólóin eru aftur á móti á ábyrgð þess sem spilar hverju sinni. Er þá ekki pressa á þeim sem er að taka sóló? Er rígur á milli brass-leik aranna? Auðvitað er smá pressa og það er gaman að gera þetta vel og betur e n síðast. En það er ekki beint rígur þó að við þrý stum auðvitað mátulega á hvort annað. Við höldu m hvert öðru á tánum. Þið senduð frá ykkur lag ið Jolly Good í sumar og það hefur fengið tölu verða spilun. Er von á meira efni frá ykkur? Já, við erum að klára næ stu smáskífu. Við erum búin með allar upptöku r fyrir það lag en eigum bara eftir að fínpússa þe tta. Svo eigum við nóg efni til að gera plötu svo hún kemur vonandi á næstu misserum. Hafið þið heimsótt Jama íka? Nei, ekkert okkar, því m iður. En einhvern daginn förum við þanga ð í pílagrímsferð. En ætlið þið ekkert að sa fna í dredda? Það var nú einhvern tím ann pæling hjá mér en svo treysti ég mér ek ki alveg í það. Ég veit líka ekki h var á Íslandi er hægt að fá dre dda. Þannig að ég auglýsi eft ir því og ef einhver er ótrúlega fl inkur að gera svoleiðis þá má hann hringja í mig. Hjálmar? Þeir eru náttúrulega bra ut- ryðjendur hér á Íslandi í þessari senu og við sækjum viss an inn- blástur til þeirra. En það er samt öðruvísi „sánd“ hjá okku r því hjá okkur er meira þetta „dub“ sem varð til út frá regga e-tónlistinni. Það er í raun og veru ósungin re ggae-tónlist með eilítið þyngri bassa og svo erum við með „dub-master“ í hljómsveitinni sem sé r um að búa til alls kyns aukahljóð úr þeim tónu m sem við spilum. Ætlið þið ykkur heimsyfi rráð? Við náttúrulega viljum g jarnan komast á spjöld sögunnar. Við gæ tum orðið hvítasta reggae-hljómsveit sögun nar. jr j OJBA RASTA Stofnuð: Desember 2008. Í febrúar 2010 komst núverandi mynd á sveitina. Í febrúar á þessu ári var skipt um trommara. Áhrifavaldar: Reggae, austur- evrópsk heimstónlist og íslensk rímnalög. Þekkt lag: Jolly Good. Framundan: Tónleikar í lok október og plötuútgáfa. SE TT U H RI N G U TA N U M SY ST KI N IN Á M YN D IN N I

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.