Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 6
þetta er ekki bara sjálfsævisögulegt. En það eru alltaf einhvers konar tengingar. Síðasti bærinn var einmitt tilnefnd til Óskarsverðlauna. Var það ekki mikil viðurkenning? Þetta var skemmtilegt ævintýri og er praktísk viðurkennig því það kemur sér mjög vel að hafa þetta á ferilskránni. Svo ef maður er í lauginni og hittir kannski Robert De Niro eða eitthvað þá getur maður sagt: „Hey, fellow nominee” (hlær). Þú hefur samt unnið tugi verðlauna fyrir myndirnar þínar. Er tilfinningin alltaf jafn góð? Það er alltaf gaman að fá fyrstu verðlaunin fyrir mynd en svo þegar þau verða fleiri þá hættir það að koma manni á óvart. Eins og fyrir Smáfugla þá fékk ég 67 verðlaun þannig að þegar ég fékk verðlaun númer 67 þá var ég ekki: „Ha? Hvað er að gerast? Þetta er ótrúlegt.” Í mynd þinni Smáfuglar leikur Atli Óskar Fjalarsson aðalhlutverkið en hann lék síðar í Óróa. Uppgötvaðir þú hæfileika hans? Þetta var í fyrsta skiptið sem hann var í mynd, já. Þegar ég vinn með krakka og unglinga þá er ég alltaf með stórar prufur. Ég prófaði yfir 100 stráka fyrir Smáfugla og velti við ýmsum steinum til að finna unglinga með hæfileika. Svo var það Jakob Þór Einarsson, nágranni mömmu og pabba, sem var að vinna í Sýrlandi á þessum tíma við talsetningu á barnaefni og hann benti mér á Atla Óskar. Hann er flinkur strákur hann Atli og það er gaman að sjá hvað honum vegnar vel. Svo er hún Hera Hilmarsdóttir sem lék á móti 6 Monitor FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Hvernig kviknaði áhugi þinn á kvikmyndagerð? Það var fyrir tilviljun því að ég og Grímur Hákonarson, vinur minn, vorum saman í MH og hann átti einhverja voða súper VHS- upptökuvél og tvö VHS-tæki til að klippa. Svo var það í þriggja mánaða kennaraverkfalli á fyrsta árinu okkar að við ákváðum að búa til stuttmynd. Við fórum svo með myndina á Stuttmyndadaga í Reykjavík og okkur fannst við bera skarðan hlut frá borði með því að lenda bara í 5. sæti og töldum að þarna væri samsæri í gangi. Öll myndin var tekin upp í gegnum klósett og endaði á því að skitið var á kameruna. Sjónvarpið sýndi myndirnar sem enduðu í efstu þremur sætunum og við teljum að dómnefndinni hafi ekki þótt myndin sýningarhæf og því ekki sett okkur ofar en í fimmta. En þetta styrkti okkur og við fórum að sækja um styrki og hátíðir og komumst inn á Nordic Panorama í Noregi. Við fengum póst frá þeim þar sem við áttum að staðfesta komu okkar og velja jafnframt með hvaða flugi við ætluðum og á hvaða hóteli við vildum gista og svo framvegis. Við völdum allt það besta en fengum stuttu síðar reikning heim sem var ansi hár. Við fórum því með skottið á milli lappanna niður í Kvikmyndasjóð og konunum þar fannst við svo litlir og sætir eitthvað að þær græjuðu það þannig að sjóðurinn borgaði fyrir annan okkar og þær sannfærðu nefndina úti að borga fyrir hinn. Við gistum svo hjá há- tíðarstýrunni sem gaf okkur helling af miðum á McDonald’s. En þar kviknaði áhuginn því þar sá maður stuttmyndir sem voru teknar á filmu og allt í einu opnaðist heimur. Ég var búinn að prófa að vera í hljómsveitum, taka ljósmyndir, skrifa ljóð og fleira og var lélegur í þessu öllu saman en í kvikmyndinni kom þetta allt saman í eitt. Allt í einu leið mér vel og var á heimavelli. Þú útskrifaðist frá National Film School of Denmark árið 2009. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara til Danmerkur að læra kvikmyndagerð? Þá var ég búinn að gera fjöldann allan af myndum og sækja um peninga síðan ég var sextán ára. Þannig að í því ferli áttaði ég mig á að ég þurfti að þróa mig og síðan hafði það líka áhrif að ég þurfti að hafa annan heima- völl. Ég vissi það líka að ég ætlaði ekki að steypa mér í skuldir og námið í Kaupmanna- höfn var ókeypis svo það hentaði mjög vel. Lærir þú mikið á því að sitja á skólabekk eða lærir þú allt saman á því að gera hlutina? Það sem ég lærði mest í kvikmyndaskóla var að við vorum að framleiða svo mikið. Á hverju ári gerðum við þrjár til fimm stuttmyndir sem voru 8-15 mínútur sem voru allar skotnar á filmu og öll tæki og tól notuð. Framleiðslan var svo mikil að maður lærði alltaf tökin betur. Maður lærir auðvitað heilmargt á því að lesa sér til en einhvern tímann verður maður að hoppa í djúpu laugina. Það þýðir ekki bara að lesa um sundtökin og tileinka sér einhvern fallegan „luft“ bringusundstíl fyrir framan spegilinn, maður verður að blotna líka. Það eru einungis sex leikstjórar sem komast inn og tekið er inn í skólann á tveggja ára fresti. Hvað gerðir þú til að heilla þau? Ég heillaði þau ekki í fyrra skiptið. Þá hafði ég búið í Danmörku í hálft ár og ég var svo móðgaður að ég hætti í dönskunáminu. En svo tók ég mig saman í andlitinu og gerði meðal annars Síðasta bæinn í millitíðinni og komst inn í skólann á þeirri mynd. Þú gerir Síðasta bæinn þegar þú ert 26 ára. Varstu lengi að móta þinn stíl sem kvik- myndagerðarmaður? Ég hef sem betur fer haldið áfram að þróa mig en það var heilmikið sem kom saman í kollinum á mér við að gera þessa mynd. Ég var búinn að gera klósettmyndina og geim- verumynd og fleira en þetta var í fyrsta skiptið sem ég var persónulegur á einn eða annan hátt. Ég áttaði mig á að ef ég gef hluta af hjartanu í mér í það sem ég er að gera þá næ ég betur til fólks. Það er líka stærri áskorun að vera heiðarlegur heldur en að reyna að vera hipp og kúl. Þú tekur oft og tíðum á viðkvæmum málum í myndunum þínum og tekur meðal annars fyrir eymd, fíkniefni, nauðgun, dauðann og ástina. Hvar sækir þú innblásturinn þinn? Ég reyni að skrifa um eitthvað sem ég þekki á einn eða annan hátt. Hvort ég hafi sjálfur verið í súru partíi eða einhver sem mér þykir vænt um segir mér hvernig hann hefur upplifað hlutina. En svo setur maður fullt af einhverju skrifuðu í blandarann þannig að RÚNAR RÚNARSSON Fyrstu sex: 200177. Uppáhaldskvikmyndir: Stuttmyndin Gasman eftir Lynne Ramsay og Film about Killing eftir Krzysztof Kieslowski. Uppáhalds íslenskur leikari: Theódór Júlíusson. Uppáhalds erlendur leikari: Meryl Streep. Það er líka stærri áskorun að vera heiðarlegur heldur en að reyna að vera hipp og kúl. Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Eldfjall, er framlag okkar Íslendinga til Óskarsverðlaun- anna í ár. Áður hefur hann hlotið tilnefningu til Óskarsins og er með það alveg á hreinu hvað hann myndi segja við Robert De Niro í sundi. Fær karlmenn til að gráta

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.