Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 7

Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 7
honum líka að gera það gott úti í hinum stóra heimi. Það hefur ræst vel úr öllum þessum krökkum sem ég hef unnið með. Krakkarnir úti í Danmörku eru líka að gera góða hluti svo að ég er eins og stoltur faðir. Það er gaman þegar góðu fólki gengur vel og þau eiga þetta öll skilið. Eldfjall er fyrsta myndin þín í fullri lengd. Ertu stoltari af henni af því að þetta er stærra verkefni? Það er sama þó þetta sé lengsta barnið í sentímetrum talið, mér þykir vænt um allar þessar myndir á sinn hátt. Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna en kannski af stuttmyndunum þykir mér vænst um Önnu. Það er kannski af því að fólki finnst hún síst af myndunum og þá vil ég verja hana. Hún er líka bastarður í lengd, enda 35 mínútur. Hentugast er að vera með stuttmynd sem er 15 mínútur. Hún er framlag Íslands til Óskarsverðlaun- anna. Ertu bjartsýnn? Heldur þú að þú getir hlotið styttuna gylltu? Ég ætla að byrja á því að vera tilnefndur en við eigum ágætismöguleika á því. Það eru einhverjar 60 myndir og þeir sem kjósa þurfa að horfa á allar myndirnar. Það er bara fólk sem er komið á eftirlaun sem hefur tíma til að gera það og það fólk er á sama aldri og aðalsöguhetjur myndarinnar svo það vinnur ekki á móti okkur. Viðbrögðin hafa líka verið mjög góð í Norður-Ameríku. En væri ekki gaman að vinna og allir Íslend- ingar myndu kalla þig „Strákurinn okkar?“ Það er alltaf gaman þegar einhverjum geng- ur vel að kalla einhverja „strákarnir okkar“ og Íslendingum þætti eflaust gaman að hafa tækifæri á því að kalla einhvern strákinn sinn. Mér sjálfum finnst aftur á móti ekki gaman að vera kannski í ísbúðinni og fá athygli svo það er kannski þess vegna sem ég er hinum megin við myndavélina. En þetta hljómar eins og mesta þversögn þegar ég er í miðju viðtali en þetta er jú partur af vinnunni minni. Ég þarf að láta vita að ég sé til svo ég fái áfram- haldandi fjármagn og svo að fólk komi og sjái myndirnar mínar. En þetta er kannski sá hluti vinnunnar sem mér finnst sístur. Er hún ekki upplögð fyrir stefnumót? Myndin fjallar um þrjár mismunandi kynslóðir svo hún hentar til dæmis ef þú vilt taka ömmu þína í bíó. Oft og tíðum fara strákar með stelpur á hryllingsmyndir til að fá þær í fangið en það er líka hægt að fara á mynd sem lætur meira að segja karlmenn fara að gráta. Ég hef heyrt af alla vega einum sem náði sér í kærustu með því að fara með hana á myndina svo að myndin er kjörin fyrir stefnumót. Þú hefur farið í skóla og kynnt nemendur fyrir kvikmyndagerð. Er þér mikið í mun að smita þinni ástríðu til sem flestra? Við lesum bækur í menntakerfinu og greinum þær og greinum sögur. En fólk er ekki alið upp við það að horfa á bíómyndir og skilja nákvæmlega á hvað það er að horfa og hvernig er verið að komast inn í hausinn á fólki. Þannig að mér finnst ósköp gaman að tala um bíómyndir við fólk og ég vona að það verði meira af því að aðrir geri slíkt hið sama. Hvert er svo framhaldið hjá þér? Ég er voðalega mikið í ferðatösku þessa dag- ana að þvælast með myndinni. Svo er ég að skrifa líka. Ég stefni að því að gera stuttmynd áður en ég geri næstu mynd í fullri lengd. Ég er nú reyndar kominn lengra með handritið fyrir myndina í fullri lengd heldur en stutt- myndahandritið. En maður þarf að halda því áfram sem manni finnst skemmtilegt að gera fyrst manni gefst kostur á því að gera það. jrj 7FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Monitor Svo ef maður er í lauginni og hittir kannski Robert De Niro eða eitthvað þá getur maður sagt: „Hey, fellow nominee” Mynd/Sigurgeir

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.