Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 9

Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 9
FLINKUR Í AÐ FAN GA M yn d/ G ol li Árni Sveinsson, leikstjóri, var fremur ruglaður í rími nu sem krakki af því að amma hans heit ir Ragna Bjarnadóttir en v ar alltaf kölluð Lóa. Myndin þín Backyard he fur fengið alveg ótrúlega góðar viðtökur víðsvegar um heiminn. Ertu svona fáránlega góð ur leikstjóri? Það er góður andi og tilfi nning í henni og jákvæðar hliðar svona l ítils samfélags koma mjög berlega í ljós. Hlut ir eru gerðir án mikillar fyrirhafnar, látið vaða, a llir taka saman á því á endanum og hlutirnir b ara reddast. Svo er bara fólkið skemmtilegt og tó nlistin góð. Hver er besta leiðin til a ð ná svona andrúms- lofti á filmu? Það er pínu aðferðarfræ ði sem snýst um að fólkið sem tók þátt í þes su var ekkert meðvitað um að við Árni Rúnar vo rum að gera mynd í alvöru. Við töluðum þet ta bara mikið niður og fólk var ekkert að pæla í myndavélinni heldur var það bara það sjálft o g leið ekki óþægilega. Þú gerðir heimildarmyn dina Í skóm drekans árið 2002 með systur þin ni, Hrönn Sveinsdótt- ur. Var myndin ádeila á fegurðarsamkeppnir? Hún var vissulega ádeila en við erum bara að fylgjast með manneskju sem er að reyna sitt besta og er að leika leiki nn sem lagður er fyrir hana. Svo er hún ekkert sátt við hvernig leikur- inn er fram settur og hv ernig hún er orðin. Þetta er því góð rannsókn á v issri skapgerð, sérstak- lega á sjálfsmynd ungra kvenna. Þær geta gleym t sér í leiknum en gleyma hluta af sjálfri sér um leið. Hrönn setur sig að veði og við erum ekki á einhverjum háhesti að benda. Ég hef mestan áhuga á að gera heimild armyndir sem leyfa þér bara að upplifa og draga þínar ályktanir. Þú fylgdir Ragga Bjarna eftir í tvö ár þegar þú gerðir um hann heim ildarmyndina Með hangandi hendi. Var það ekki ljúft? Jú, það var yndislegt. Við kynntumst rosa vel á þessum tíma og gerðum ýmislegt. Ég hafði alltaf haft það á tilfinningunn i að ég myndi kynnast honum einhvern veginn . Það var svo skrýtið að amma mín heitir Ragna Bjarnadóttir en hún er alltaf kölluð Lóa. Það va r mjög flókið fyrir mér og svo var þessi gaur se m hét sama nafni og hún. Svo í þokkabót þek kjast þau. Þannig að þegar mér bauðst að ger a þetta verkefni þá leit ég á þetta, eins og Mara dona myndi segja, sem „hendi guðs.“ Svo gerðir þú þættina Ís lensk kjötsúpa þar sem Erpur Eyvindar var í hlu tverki Johnny National. Varstu aldrei við það að missa „feisið“ þegar hann var að bulla í viðm ælendunum? Jú, blessaður vertu. Við v orum komnir með svona tækni að kyrkja ú r okkur hláturinn og við lágum oft í jörðinni fyrir aftan myndavélina . Þegar fólk var undirbúið þá hitti það bara Hrönn og allt leit út eins og að Kastljósið væri mætt. Síðan þegar allt var klár t gekk Johnny National inn og þá var þetta bara spurning um einhverjar 10 mínútur, korter í mes ta lagi og það er ekkert tekið aftur. Fólk var nátt úrulega bara: „hvað er í gangi?” og þess vegna þ urftum við bara að vera svolítið í því að kyrkja úr okkur hláturin n. Raggi og Erpur gerðu sei nna saman lagið Allir eru að fá sér. Hugsaðir þú: „Ég hef un nið með þessum snillingum “? Þetta eru bara tveir mjö g góðir vinir mínir. Erpur var bú inn að tala um þetta áður og mér fannst þetta meika fullk omið sens. Raggi er þannig að þó hann sé orðinn „grand o ld man” þá er hann ennþá Raggi grallari. Hann skilur alv eg púkalætin í Erpi og fatta r alveg þegar Erpur er með einhverja dónatext a og finnst það alveg kú l. Hver eru svo framtíðará formin? Það er bara að halda áfr am í góðum fíling og gera geðtruflaða hluti. V inna að skemmtilegum hugmyndum með fullt a f frábæru fólki, fram- kvæma og loks uppsker a. Það er best, ískalt. jrj ÁRNI SVEINS Fyrstu sex: 090576. Uppáhaldsleikstjóri: Russ Meyer. Uppáhalds erlend kvikmynd: Star Wars 2: Empire Strikes Back. Hin fullkomna mynd, án upphafs og endis. Bara ein löng geðveik miðja. Uppáhalds íslensk kvikmynd: Útlaginn. Uppáhaldsleikari: Peter Stormare. GÓÐUR AÐ FANGA & GÓÐUR AÐ FAGNA AUGNABLIKIÐ 9FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Monitor

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.