Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 stíllinn Hvenær byrjaðirðu að sitja fyrir? Ætli ég hafi ekki verið svona 13 þegar þetta byrjaði. Ég man að ég var að kaupa fyrsta maskarann minn í Smáralindinni með mömmu þegar Steinunn Þórðar make-up artist, sem vann þá á EMM-skrifstofunni, kom til mín og bað mig um að vera á skrá hjá þeim. Ég fór til þeirra í myndatöku og það er eiginlega upphafið af þessu. Hvert var fyrsta stóra verkefnið þitt? Það var auglýsing fyrir póstinn sem ég fékk í gegnum EMM-módelskrifstofuna. Á þessum tíma var ég í níunda bekk en var að leika fermingar- barn sem fékk fermingarskeyti frá póstinum. Þetta var fyrsta alvöruverkefnið mitt og líka í fyrsta sinn sem ég fékk borgað fyrir verkefni. Hjá hvaða módelskrifstofu ertu núna? Síðasta haust bauðst mér að taka þátt í Elite Model-fyrirsætukeppninni, ég gerði það og var á samning hjá Elite í kjölfarið. En svo núna í vor skipti ég yfir í Eskimo og ég er ánægð þar. Er þetta alltaf jafn gaman? Mér finnst þetta alltaf skemmtilegt en það eru viss verkefni sem geta verið meira þreytandi en önnur. Það getur til dæmis verið erfitt að sitja fyrir úti ef það er brjálað óveður og svo er líka oft erfitt að vera að sýna á óskipulögðum tískusýn- ingum eða einhverju því um líkt. Skemmtilegustu verkefnin eru hins vegar eins og RFF sem er skipulagt alveg frá A til Ö og það er virkilega gam- an að vera að sýna á þannig tískusýningum. Svo finnst mér mjög gaman þegar ég fæ tækifæri til að nota dansbakgrunninn minn í myndböndum eða myndatökum. Hvert er þitt stærsta verkefni hingað til? Það eru eflaust myndatökurnar með Nikita. Ég hef verið að ferðast svolítið með þeim til útlanda upp á síðkastið. Ég var líka í myndbandinu ONE sem Narvi-fyrirtækið gerði og frumsýndi á RFF núna í ár, það var virkilega gaman. En það var fyrir svona einu og hálfu ári þegar verkefnin fóru að hrynja inn hjá mér og þá fékk ég meðal annars boð um að taka þátt í Nikita-myndatökunum. Fyrst fór ég til Mexíkó með þeim fyrir um það bil einu og hálfu ári og svo síðasta haust fór ég til Miami með þeim aftur. Það var alveg ótrúlega gaman að fara út með svona mörgu skemmtilegu fólki og í dag lít ég á Nikita-fólkið sem hluta af fjölskyldunni minni. Maður lærir líka svo mikið af þessu, ég hafði til dæmis aldrei verið jafn lengi í útlöndum án foreldra minna svo þetta var mikil og skemmtileg reynsla. Það birtist mynd af þér í breska Vogue núna í september, fyrir hvað var það? Já, þetta er eflaust stærsti áfangi sem ég hef náð og mér finnst þetta mjög gaman. Þetta var Lookbook-myndataka fyrir Kalda-hönnunina. Þetta var mjög afslöppuð myndataka, Silja Magg ljósmyndari gerði förðunina sjálf og það voru teknar bara tvær myndir af hverju dressi og svo skipt, allt voða afslappað og einfalt. Svo eru Kalda-systurnar svo flinkar að jakkinn sem ég var í á einni myndinni var trend í breska Vogue og þess vegna birtist myndin. Mér fannst þetta mjög gaman fyrst, en svo ennþá skemmtilegra þegar ég gerði mér almennilega grein fyrir því hvað þetta var í raun stór áfangi. Hefur þú einhvern tímann unnið með einhverj- um frægum? Það eru svo margir sem ég hef unnið með sem eru stórir á sínu sviði. Ég hef gert alveg nokkrar myndatökur með bæði Sögu Sig sem er virkilega vinsæl í Bretlandi og Silju Magg sem er stór í New York og víðar í Bandaríkjunum. Ég hef líka unnið mjög oft með Berki sem tekur Nikita-myndirnar, hann er mjög flinkur og er farinn að vinna mikið með kvikmyndir. Svo var Andrea Helgadóttir make-up artist að farða mig fyrir myndatöku í sumar og hún var að segja mér að hún hafi verið að farða aðalleikarann í Social Network- myndinni, henni fannst það bara voða eðlilegt og var ekkert að gera mikið úr því. En hún býr í New York og er virkilega stór þar og hún hefur einmitt verið make-up artistinn hennar Bjarkar lengi. Þannig að það eru kannski frekar ljósmyndarar, make-up artistar og stílistar sem hafa unnið með einhverjum frægum einstaklingum, sem hafa svo líka unnið með mér heldur en einhverjir brjálað frægir sem ég hef unnið beint með. Er eitthvað stórt verkefni á döfinni hjá þér? Ég er að fara að taka þátt í annarri Nikita- myndatöku í október, hún verður tekin hérna heima á Íslandi og það verður örugglega virkilega gaman eins og alltaf. Svo er ég búin að vera með Sögu Sig og Hildi Yeoman, þær eru að undirbúa sýningu sem þær eru að fara að halda og ég verð að vinna með þeim í henni sem mér finnst mjög spennandi verkefni. Svo er draumurinn að komast eitthvað út eftir menntaskóla og reyna að fá einhver góð verkefni þar. Eitthvað að lokum? Þetta er virkilega skemmtilegur bransi og það er gaman að fá tækifæri til að gera eitthvað öðru- vísi. Ég hef ekki enn kynnst slæmu hliðunum en það hlýtur að koma að því, þangað til nýt ég bara þess góða. Það er líka mjög gaman hvað maður kynnist mörgu og ólíku fólki, ég væri til dæmis bara hin venjulegasta skólastelpa ef ég hefði ekki byrjað í þessu. Þetta byggir mann upp og hálpar til við að styrkja sjálfstraustið og maður verður ósjálfrátt meiri félagsvera af því að vera stans- laust í kringum svona skemmtilegt og ólíkt fólk. lh Andrea Röfn Jónasdóttir er 19 ára Vesturbæingur sem er að gera það virkilega gott í módelbransanum. Stíllinn settist niður með Andreu og ræddi við hana um fyrstu mód- elminninguna, fræga kollega og stærstu verkefnin. Fyrirsæta á fleygiferð Það er líka mjög gaman hvað maður kynnist mörgu og ólíku fólki, ég væri til dæmis bara hin venjulegasta skólastelpa ef ég hefði ekki byrjað í þessu. MYND SEM BIRTIST Í SÍÐASTA TÖLUBLAÐI NUDE MAGAZINE. Mynd: Vera Páls „BEHIND THE SCENES” TÖKUR Á MYNDBANDINU ONE SEM NARVI FRAM- LEIDDI FYRIR RFF Í ÁR. Mynd: Elísabet Gunnarsdóttir MYNDIN SEM VAR Á FORSÍÐU RFF PAPER SEM KOM ÚT Í KRINGUM REYKJA- VÍK FASHION FESTIVAL Í VOR. Mynd: Kjartan Már FRUMRAUN SEM BAÐFATA- FYRIRSÆTA FYRIR NIKITA Mynd: Börkur Sigþórsson NIKITA-MYNDATAKA SEM FÓR NÝVERIÐ FRAM Á ÍSLANDI Mynd: Börkur Sigþórsson LOOKBOOK-MYNDATAKA FYRIR KALDA, ÖNNUR MYND ÚR ÞESSARI TÖKU VAR NOTUÐ Í BRESKA VOGUE Í SEPTEMBER Mynd: Silja Magg

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.