Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 11

Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 11
11FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Monitor Lea Michele Glee-söngfuglinn klæddist þessum Asos-míníkjól á frum- sýningu þáttarins American Horror Story í síðustu viku. Þetta er hálfmisheppnað fataval hjá dívunni. Kjóllinn er of stuttur, efri parturinn hálfasnalegur og heildarlúkkið einfaldlega kjánalegt. Jennifer Hudson Söng- og leikkonan flotta lítur alveg fáránlega vel út þessa dagana. Það geislaði af henni hamingja og þokki þegar hún klæddist þessum flotta sígilda svarta kjól á opnunarhátíð í Chicago á dögunum. Hún er gjörsamlega með‘etta, vel gert! Sarah Jessica Parker Sex And The City-stjarnan er langoftast með tískuna á hreinu og veit hvað virkar. Hún virðist þó hafa misskilið eitthvað þegar hún valdi þetta dress fyrir viðburð í New York á dögunum. Þetta er engan veg- inn að virka og veldur stjarnan Stílnum miklum vonbrigðum. Nicole Richie Þessi sykursæta tískudrottning klikkar sjaldnast þegar kemur að fatavali og er þetta engin undantekning. Hún var svaka sæt og flott í stílhreinum kjól og flottum svörtum lágum stígvélum á Disney-viðburði í London á dögunum. Hún er alveg með‘etta. Kim Kardashian Þokkadísin klæddist þessu furðulega dressi á viðburði í Hollywood á dögunum. Það er sjaldan sem snákamynstrið kemur flott út og er beltið og háu stígvélin ekki að hjálpa til. Stíllinn er því ekki hrifinn af dressinu hjá dramadrottning- unni í þetta skiptið. Emma Stone Þessi rauðhærða bomba hefur slegið rækilega í gegn upp á síðkastið og kemur hún manni sífellt á óvart. Hérna er hún í gullfallegum grábláum Lanvin- kjól sem stjarnan klæddist á frumsýningu myndarinnar The Help í Þýskalandi á dögunum. Emma er klárlega með‘etta. Stjörnurnar í Hollywood þurfa sífellt að vera að klæða sig upp fyrir hina ýmsu viðburði. Stíllinn fór á stúfana og kíkti á hvaða stjörnur eru með‘etta og hverjar ekki. Klassískir kjólar sigra snákamynstur Litríkar varir hafa komið sterkar inn upp á síðkastið og er engin breyting á núna í haust. Dökkir, ljósir, skær- ir og dimmir vara- litir eru allir til- valdir til að poppa upp hina hvers- dagslegu förðun. FYRIR ÞÆR SEM ÞORA Appelsínugulur Appelsínugulu varirnar voru gríðarlega heitar í sumar og er um að gera að detta af og til í appelsínugula litinn til að poppa upp haustið og kuldann. Fyrir þær sem þora ekki alla leið er sniðugt að prófa kórallitinn, hann er með bleiku ívafi og gríðarlega flottur. Skærbleikur Skærbleikir varalitir eru ótrúlega flottir við látlausa augnförðun. Það virðist þó vera mat margra að bleiki liturinn fari ljóshærðum konum betur en dökkhærðum, en það dæmir hver fyrir sig. Stíllinn fílar bleikar varir á öllum. Dökkfjólublár Það er eins með þennan lit og þann dökkrauða, hann gefur dramatískt og seiðandi útlit en er þó örlítið djarfari en rauði liturinn. Dökkfjólublái liturinn er algjör töffaravaralitur og manar stíllinn þær sem þora að prófa. Skærrauður Skærrauði liturinn er mjög skemmti- legur og getur gert kraftaverk með látlausum klæðnaði eða farða. Það sem er einnig svo frábært við rauða varalit- inn er að hann fer nánast öllum og gefur kvenlegt og þokkafullt útlit. Dökkrauður Dökkrauðar varir eru einstaklega heitar í haust. Dökki liturinn er dramatískur og seiðandi og ætti að heilla margan karlpeninginn. Dökkrauði liturinn gerir þó það að verkum að varirnar minnka, svo konur með smáar varir ættu að halda sig frá litnum.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.