Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Hverjar eru fyrstu minningar þínar tengdar leiklist? Það er þegar ég var í barnaskóla og átti að leika í bekkj- arskemmtun. Það var búið að „kasta“ mér í aðalhlutverk- ið en ég gugnaði á seinustu stundu. Ég endaði á að skipta við besta vin minn, hann fékk aðalhlutverk og ég fékk hlutverk varðmanns prinsessunnar. Ætlaðir þú snemma að verða leikari? Nei, ég hafði kannski ákveðna drauma sem krakki en ég gat ekki ímyndað mér að ég myndi nokkurn tímann þora því eða geta staðið í því. Þú gekkst í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og á Akra- nesi. Hvernig týpa varst þú í menntaskóla? Ég var bara eins og ég er, svona frekar laus við mikil læti. Ég var örlítið farinn að fikta við leiklist þá og lék á svona einhverjum skólaskemmtunum, var með gaman- vísur um kennarana. Þú ert fastagestur í Vesturbæjarlauginni. Hvað laðar þig sífellt að þessari laug og sundi almennt? Ég hef alltaf farið mikið í sund, alveg frá því ég var lítill. Ég fór mikið í sund með pabba mínum og maður getur orðið háður hlutum eins og að fara í vatn. Þótt ég syndi ekki mikið þá fer ég mikið í sund, til dæmis til þess að verða meðvitaðri líkamlega. Maður gerir teygjur og þjálf- ar smá þrek og þá er gott að vera í pottinum og gufunni. Þú hefur daðrað við Hollywood, til dæmis þegar þú lékst í myndinni K-19: The Widowmaker. Hefur það einhvern tímann verið markmið að komast inn í heim stórmyndanna? Ég get svo sem alveg hugsað mér að gera meira af því en ekki eingöngu. Þetta dæmi með K-19 gerðist bara ósjálfrátt, ég stefndi ekki þangað heldur kom það til mín. Eftir það fékk ég mér umboðsmann sem gaukar að mér alls konar hlutum sem ég fer í prufur fyrir en í sjálfu sér væri ég löngu fluttur út ef ég hefði það virkilega sem markmið. Hvernig kunnir þú við þig í félagsskap Harrison Ford og Liam Neeson? Mjög vel bara, þetta eru ágætismenn en þeir eru reynd- ar mjög ólíkir. Ég kynntist þeim nú ekkert mjög persónu- lega þótt ég hafi spjallað aðeins við þá. Liam Neeson er Íri, hann er þannig nær manni og er þannig karakter að maður gat miklu frekar spurt hann hvernig hann hefði það. Maður var ekkert að spjalla um fjölskyldumálin við þá og sérstaklega ekki Harrison Ford enda stóð hann í skilnaði á þessum tíma. Var það öðruvísi að leika á móti einhverri stórstjörnu sem þú hafðir væntanlega séð í stórmyndum heldur en bara vini þínum úr leiklistarskólanum hér á Íslandi? Það þarf auðvitað alltaf að byrja á að brjóta smá ís, en það er ekkert endilega frekar mín megin heldur en hans megin. Það tekur smá tíma að brjóta þennan ís, maður finnur það alltaf en fyrir vana menn er það ekkert mál samt. Hver er frægasti einstaklingurinn sem þú hefur hitt? Ég hef svo sem hitt helling af frægu fólki en aldrei verið eitthvað sérstaklega upptekinn af því nema þegar ég hitti Cate Blanchett í fyrsta og eina skiptið. Hún hafði sem sagt séð mig á sviði og þekkti mig og þá varð maður svona alveg „starstruck“ í fyrsta skipti, enda hef ég alltaf haft miklar mætur á henni sem leikkonu. Á sínum tíma var greint frá því að þú hefðir farið út í prufu fyrir Darth Maul í Star Wars. Var það alveg rétt sagt frá? Já, ég fór út að vinna með svona „stunt director“ og svo hitti ég George Lucas aðeins svo hann gæti séð mig. Á endanum réðu þeir „stunt artist“ í þetta hlutverk. Svo lék nú reyndar Liam Neeson í myndinni og ég sagði honum að ég hefði farið í prufur og hann sagðist nú ekki ánægður með þennan Darth Maul, sagði að ég hefði miklu frekar átt að gera þetta (hlær). Heldur þú sem sagt sambandi við Liam Neeson? Hann lét mig hafa númerið sitt á sínum tíma og ég hef tvisvar sinnum reynt að hringja í hann. Reyndar svaraði hann í hvorugt skiptið (hlær). Hann hringdi hins vegar í mig þegar hann var að leika hérlendis. Að sama skapi heyrði maður að þú hefðir verið nálægt því að landa hlutverki hins illa Silas í stórmyndinni Da Vinci Code. Hvernig vildi það til? Ég fór sem sagt fyrst í tvær prufur, fyrri var einhvers konar sía sem ég komst í gegnum, og eftir þær komst ég í það að vinna alveg í senunum með leikstjóranum, Ron Howard. Það var rosalega fínt, við áttum mikið spjall, en svo völdu þeir einhvern frægari í hlutverkið. Horfir maður eftir svona hlutverki með pirringi eða eftirsjá? Nei, nei, auðvitað sér maður kannski pínu eftir þessu bara um leið og maður fær svarið, þú veist: „Því miður, þú fékkst ekki hlutverkið, við völdum áhættuleikara í staðinn“. Það er kannski pínu leiðinlegra þegar maður er kominn svona langt, eins og í tilfellinu með Silas. Það er samt ekki eitthvað þannig að það sitji lengi í mér, ég hef líka alltaf haft nóg að gera. Í augum margra er Englar alheimsins besta íslenska kvikmyndin sem gerð hefur verið. Hvenær horfðir þú síðast á þá mynd? Það var um einhver jól, fyrir nokkuð löngu síðan, þegar hún var sýnd í sjónvarpinu. Ég ætlaði ekkert að horfa á hana en svo var einhvern veginn öll fjölskyldan mætt inn í stofu að horfa á hana. Horfir þú oft á myndir með sjálfum þér? Ég horfi aldrei á neitt með mér. Það kemur kannski fyrir að ég fái til dæmis senda stuttmynd á DVD sem ég hef leikið í og þá horfi ég á hana til að sjá útkomuna en að horfa á eitthvað með sjálfum mér aftur og aftur er eitthvað sem ég hef engan áhuga á. Þú hrepptir hlutverk Erlends í Mýrinni. Hvernig undirbýr maður sig fyrir að leika karakter sem svo margir þekkja fyrir úr bókunum hans Arnalds Indriðasonar? Það er bara að lesa allar bækurnar og skoða karakterinn frá öllum hliðum. Það er oft mjög áríðandi að skoða forsögu persónunnar og Arnaldur var sem betur fer búinn að skrifa mikið af henni. Ég hitti Arnald sjálfan ekki neitt fyrr en löngu eftir að myndin var frumsýnd. Það hvarflaði nú að mér að bera einhvern tímann eitthvað undir hann en síðan gerði ég það aldrei. Fannst þú fyrir mikilli pressu fyrir að leika þetta tiltekna hlutverk? Já, ég fann fyrir pressu fyrir Mýrina en mér leið ekki illa að vinna þetta af því að ég var eitthvað óöruggur eða neitt þannig. Ég las þessar bækur, og þá sérstaklega Mýrina, og fann þráð í Erlendi sem mér fannst ég geta ráðið við og þá var ekkert að óttast lengur. Ef þú værir ekki leikari, við hvað myndir þú starfa? Það er nú ekki vinsælt að segja Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is Myndir: Golli golli@mbl.is Stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson segist lukkunnar pamfíll sem hafi aldrei þurft að öfundast út í aðra sem gengur vel. Hann sagði Monitor frá Hollywood-leikurunum, listinni að lesa inn á hljóðbækur og nýjasta íslenska hasartryllinum. Getur ekki leikið steríótýpur HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 221163. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt. Uppáhaldshlutverk hingað til: Ég get ekki gert upp á milli hlutverka. Uppáhaldsstaður í heiminum: Ísland. INGVAR Í EKKJUGERÐINNI Stórmyndin K-19: The Widowmaker kom út árið 2002 þar sem Ingvar fór með hlutverk Chief Engineer Gorelov. Í aðalhlut- verkum myndarinnar voru stjörnurnar Harrison Ford og Liam Neeson en myndin var byggð á sannsögulegri atburðarás um rússneskan kjarnorkukafbát í upphafi sjöunda áratugarins. Á meðal framleiðenda myndarinnar var Sigurjón Sighvatsson. MJÓRÓMA ILLMENNI Árið 1999 kom Star Wars: Episode I – The Phantom Menace út sem þó var fjórða myndin úr þessari goðsagnakenndu seríu sem gefin var út. Eins og fram kemur í viðtalinu var okkar maður, Ingvar E. Sigurðsson, sendur út í prufu fyrir hlutverk hins illa Darth Maul en að lokum var það bardagakappinn og áhættuleikarinn Ray Park sem hlaut hlutverkið. Skemmst er frá því að segja að Park þótti svo mjó- róma að hann var að endingu talsettur af öðrum leikara. Eftir Darth Maul hefur hann ekki verið ýkja áberandi í Hollywood þótt hann hafi að vísu leikið Toad í X-Men.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.