Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 það núna en ég ætlaði alltaf að verða prestur þegar ég var yngri. Ég hef alltaf haft svakalegan áhuga á mannskepnunni og því að rannsaka hana þannig að það er alveg hugsanlegt að maður væri í einhverju á því sviði. Það hefur alltaf heillað mig að velta fyrir mér af hverju maðurinn er eins og hann er og þá til dæmis mannfræði, fornleifafræði, sálfræði og sagnfræði. Leikhópurinn Vesturport, sem þú ert stofnmeðlimur í, hefur skapað sér nafn á heimsvísu á undanförnum árum. Hver er galdurinn á bak við velgengni hópsins? Ég held að galdurinn sé að gleyma ekki að hugsa um hvort annað af virðingu og meta hæfileika hvers annars og það er fyrst og fremst það sem hefur haldið þessum hópi gangandi. Í rauninni erum við mjög ólíkir einstaklingar og það er voðalega auðvelt að gera bara eitt verkefni og svo sundra hópnum af því að það verða kannski margir árekstrar á leiðinni. Ef maður hefur hins vegar í huga að gæta hvers annars, ekki bara að hugsa um sjálfan sig, þá verður ferlið miklu sterkara og þá er grundvöllurinn til einhvers framhalds og það er það sem hefur gert Vesturport að því sem það er. Í myndinni Borgríki, sem er frumsýnd um helgina, leikur þú gallharðan glæpaforingja. Hvort finnst þér skemmtilegra að leika vonda karla eða góða karla? Þegar ég er að leika þá leik ég helst ekki steríótýpur, ég bara get það ekki. Ég skoða hlutverk ekki með því hugarfari að einhver sé vondur eða góður. Ef ég gerði það þá myndi hlutverkið bara deyja í höndunum á mér því það er ekkert spennandi að horfa á karakter sem er í einhverju einu vondu ástandi. Hins vegar er manneskjan svo breysk að það er enginn algóður eða alvondur. Þótt það sé hægt að finna einhverjar algjörar skepnur, þá trúi ég að í þeim megi alltaf finna einhverja sam- kennd. Ef þú ert að leika svona skepnu, þá þarftu að hugsa við hvaða mögulegar aðstæður gæti þessi manneskja verið bara „nice guy“ og síðan öfugt. Gunnar Gunnarsson, sem ég leik í Borgríki, er að vissu leyti vondur maður en ég leik hann ekki þannig. Hann er þannig skrifaður og í myndinni sérðu vondu hliðina á honum en ég hugsa hann ekki þannig. Myndin fjallar um undirheima og skuggahliðar Reykjavíkurborgar. Þarf maður að kynna sér undir- heimana áður en maður leikur svona glæpaforingja og fara á einhvern vettvang? Ég gerði það ekki að þessu sinni og hafði engan áhuga á að kafa djúpt í það með því að fara inn í þann heim raunverulega. Hins vegar græðir maður heilmikið á því að hlusta á sögur frá þeim sem hafa verið „neðanjarð- ar“ og það var eiginlega minn helsti undirbúningur. Það eru margir sem maður hefur kynnst á lífsleiðinni sem hafa lent í ýmsu og að þessari mynd vann meira að segja fólk sem hefur verið á grensunni og það var ófeimið við að hjálpa með því að segja sína sögu. Þú hefur lagt stund á karate og víkingaþrek í Mjölni. Nýtist það við gerð svona myndar? Já, já, karate nýtist alltaf, hvað sem ég er að leika. Það er svo mikill agi í því og það smitast í rauninni inn í bara allt sem maður gerir. Þú leikur ekki bara aðalhlutverk í Borgríki heldur ert líka framleiðandi myndarinnar. Hvað felur það í sér? Það eru til alls konar framleiðendur. Við erum með einn aðalframleiðanda sem heitir Kristín Andrea Þórðardóttir og ég er svona hliðarframleiðandi. Mitt hlutverk var aðallega að afla fjár fyrir verkefnið og að ráða erlenda leikara til starfa í myndina, bara af því að maður hafði ágætissambönd við hina og þessa. Undanfarið hefur þú einnig verið að lesa sögur Arn- alds Indriðasonar inn á upptökur fyrir hljóðbækur. Er það ekki þægilegasta vinna í heimi, að fá borgað fyrir að tala? Það er erfiðara en fólk grunar. Í fyrsta lagi þarf lestr- artæknin að vera þess eðlis að maður sé lifandi, þannig að fólk missi ekki þráðinn, en þó má maður ekki vera tilgerðarlegur. Svo þarf maður að passa upp á að það sé jöfn munnvatnsframleiðsla svo maður þorni ekki fljótt í munninum eða að framleiðslan sé of mikil því annars er maður alltaf að stoppa. Síðan þarf maður að huga að því að vera búinn að borða vel áður en maður les, en samt ekki of mikið né of lítið því míkrófónninn nemur allt garnagaul. Míkrófónninn er svo svakalega næmur að maður þarf meira að segja að vera rétt klæddur í stúdíóinu, það er bannað að vera í skyrtu sem skrjáfar í. Hann nemur það meira að segja þegar þú sjálfur ert hættur að hugsa um hvað þú ert að lesa, þú verður að vera alveg rosalega einbeittur. Að lokum þarf að passa upp á að það skrjáfi ekki í pappírnum, þess vegna þykir best í dag að geta lesið sögurnar af iPad. Þið Baltasar Kormákur og Hilmir Snær leikið saman í Listaverkinu í Þjóðleikhúsinu. Þið settuð upp nákvæmlega sama verk þrír saman fyrir fjórtán árum. Hefur eitthvað breyst? Við erum að gera þetta á svipuðum nótum nema að við erum allir þroskaðri og vonandi betri. Við höldum að við höfum þroskast í rétta átt. Þetta vakti mikla lukku fyrir fjórtán árum og við töluðum oft um að við gætum endurtekið þetta af því að þessir menn, persónurnar, geta verið frá þrítugu og alveg upp í sextugt, jafnvel eldri. Síðan varð það úr að Þjóðleikhúsið kom með þessa hugmynd. Þið Hilmir Snær eruð stundum nefndir til leiks sem stærstu nöfnin í leikara- bransanum á Íslandi. Er enginn rígur ykkar á milli? Nei (hlær), ég get fullyrt að svo er ekki. Í algjörri hreinskilni erum við miklir mátar. Hvorugur okkar hefur þurft að kvarta undan verkefnaleysi. Það er kannski vegna þess að maður hefur verið þannig lukkunnar pamfíll að maður öfundast ekki út í nokkurn mann sem gengur vel. Það er bara gleðiefni ef að öðrum gengur vel af því að það bara veit á gott, maður er ekkert einn í þessu. Í gegnum tíðina hef ég alltaf leitast eftir jafnvægi í því sem ég er að gera frekar en of miklum hagvexti. Hvað er á döfinni hjá þér? Næst á dagskrá er að ég er að fara að leika á norsku í þjóðleikhúsi Norðmanna. Þau ætla að setja þar upp Hamskiptin í uppsetningu Vesturportsins og við Gísli Örn förum þar með hlutverk ásamt norskum leikurum. ÞETTA EÐA HITT Leikhús eða bíó? Ég þarf á leikhúsinu að halda og þegar ég er búinn að slíta mér út í leikhúsi þá getur verið hvíld að fara í bíóið. Bókin Englar alheimsins eða myndin? Kjarninn er alltaf bestur. Þjóðleikhúsið eða Hollywood? Þjóðleikhúsið. Hvort myndir þú frekar vilja vinna sem sundlaugavörður í Vesturbæjarlaug eða afgreiða pylsur á Bæjarins beztu? Sund- laugavörður í Vesturbænum, það er gott að vera nálægt vatni og svo er það nær heimilinu mínu. INGVAR OG ERLENDS- DÓTTIR Árið 2006 lék Ingvar Erlend í Mýrinni og í sömu mynd fór leik- konan Ágústa Eva Erlendsdóttir með hlutverk dóttur hans, Evu Lind Erlendsdóttur. Nú liggja leiðir þeirra saman á ný í hasartryll- inum Borgríki þar sem þau fara með sitthvort aðalhlutverkið. Jafnframt má búast við því að sjá þau aftur saman á hvíta tjaldinu innan tveggja ára en gert er ráð fyrir að önnur myndin um lögreglumanninn Erlend, Grafarþögn, komi út árið 2012. Maður var ekkert að spjalla um fjölskyldumálin við þá og sérstaklega ekki Harrison Ford enda stóð hann í skilnaði á þessum tíma.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.