Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 18

Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 18
Jobs átti sér milljónir áhangenda út um víða veröld sem hlýddu gaumgæfilega á hvert einasta orð þessa merka manns. Hér má lesa nokkrar af hans fleygustu setningum. Hvetjandi hugsjónamaður 18 Monitor FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Ferill Steve Jobs Þótt ferill Steve Jobs hafi verið farsæll var vegur hans að velgengni ekki alltaf beinn og greiður. Hér má sjá valda punkta úr ferli mannsins. 1976 Stofnar Apple Comput- er ásamt Steve Wozniak. 1984 Kynnir til leiks heimilistölvuna Macintosh 128k. 1985 Rekinn frá Apple vegna ágreinings við aðra stjórnarmenn sem hann réð til fyrirtækisins. 1986 Stofnar tölvuteiknifyr- irtækið Pixar. 1997 Snýr aftur til Apple. 2001 Apple kynnir fyrsta iPod-inn. 2003 Apple gefur út iTunes. 2004 Undirgengst aðgerð til að fjarlægja æxli úr brisinu. 2007 Apple gefur út iPhone. 2009 Tekur sér sex mánaða hlé til að undirgangast lifrarí- græðslu. 2010 Apple gefur út iPad. 2011 Hættir sem framkvæmdastjóri Apple vegna veikindanna. Dældaði alheiminn Í síðustu viku féll Steve Jobs, helsti brautryðjandinn í þróun tölva, frá. Monitor tók saman nokkrar staðreyndir um þennan hugsjónamann sem sagðist vilja dælda al- heiminn og tókst það líklega þegar öllu er á botninn hvolft. „iPod, sími og handhægt vefsamskiptatæki, þetta eru ekki þrjú aðskilin tæki. Við köllum það iPhone. Í dag mun Apple finna upp símann á nýjan leik, og hér er hann. Sagt við kynningarathöfn fyrstu útgáfu iPhone. „Ég er jafnstoltur af því sem við gerum ekki og því sem við gerum.“ Sagt í viðtali við Businessweek um fyrirtækið Apple. „Það er ekki hægt að spyrja kúnna bara hvað þá langar í og reyna að færa þeim það. Þegar sú vara er tilbúin, þá munu þeir vilja eitthvað nýtt.“ Sagt í viðtali við Inc. Magazine „Langar þig að verja restinni af ævi þinni í það að selja sykrað vatn, eða langar þig að breyta heiminum?“ Sagt við John Sculley, farsælasta markaðsstjóra í sögu PepsiCo., þegar hann var að reyna að sannfæra hann að ganga til liðs við Apple. Það tókst. „Það að muna að dag einn eigir þú eftir að deyja er besta leiðin til að forðast þá gildru að halda að þú hafir einhverju að tapa. Þú ert nú þegar nakinn. Það er engin ástæða fyrir því að þú ættir ekki að fylgja hjartanu.“ Sagt við ræðu sem Jobs flutti við útskrift Stanford-háskóla árið 2005. Ræðan er uppfull af frábærum boðskap og gæti ein og sér fyllt út heilan gullkornadálk. STEVE VAR HEPPINN AÐ VERA ALLTAF Í FÍNU DJOBBI

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.