Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 19

Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 19
17FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Monitor Steven Paul Jobs Fæddur 24. febrúar 1955 - Lést 5. október 2011 Viðbrögðin á netinu Eftir að tilkynnt var um fráfall Steve Jobs loguðu netheimar sem aldrei fyrr. Monitor tók saman viðbrögð nokkurra stórstjarna. AF TWITTER: „Our parents had JFK, we had Steve Jobs. Edison gave us electricity, Jobs gave us the Jetsons in real life. We lost an icon today. Mourn him.“ - Kevin Smith, kvikmyndaleikstjóri „For those of us lucky enough to get to work with Steve, it’s been an insanely great honor. I will miss Steve immensely.“ - Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft „Devastated 2 hear about the passing of Steve Jobs. Was blessed 2 have the opportunity to spend time w/ him on several occasions. May he RIP.“ - Lance Armstrong, hjólreiðagoð- sögn „Steve Jobs was the man.” - Tony Hawk, hjólabrettagoðsögn „As I type on my iPhone, tears spring2 my eyes4an amazingMan I never met. His genius has touched us all. Steve Jobs, you will b/with us 4ever,“ - Tyra Banks, fyrirsæta og þáttastjórnandi „RIP Steve Jobs – thanks to one of your inventions my life was changed. You will be missed but not forgotten!“ - Justin Bieber, poppstjarna „Wow Steve Jobs died! He was a brilliant man!“ - Kim Kardashian, glamúrprinsessa AF FACEBOOK: „Steve, thank you for being a mentor and a friend. Thanks for showing that what you build can change the world. I will miss you.“ - Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook Jobs vs. Gates Ásamt Steve Jobs er Bill Gates án efa sá einstaklingur sem hefur mótað þróun heimilistölva mest á síðustu áratugum. Fyrir vikið var samkeppnin milli þessara tveggja risa iðulega mikil og var þeim gjarnan stillt upp sem óvinum. Eitt af eftirminnilegum atvikum úr samkeppni þeirra tveggja var í heimildarmyndinni Triumph of the Nerds þar sem Jobs lét út úr sér að það sem færi í taugarnar á honum við Microsoft væri að þeir hefðu gjörsamlega engan smekk. Sagan segir að eftir að myndin var gefin út hafi hann hins vegar séð að sér og hringt í Bill Gates til að biðjast afsökunar. Það var hins vegar ekki svo að hann tæki þetta allt til baka, heldur baðst hann afsökunar á að hafa sagt þetta opinberlega en ítrekaði þó við Gates að honum þætti hann smekk- laus. Þótt samkeppni þeirra hafi oft og tíð- um verið hörð og grimm ríkti á milli þeirra mikil gagnkvæm virðing eins og sjá má á orðum Bill Gates þegar hann var beðinn um að nefna þann framkvæmdastjóra í viðskiptaheiminum sem hann bæri mesta virðingu fyrir í janúar 1998: „Sem hvetjandi leiðtogi er Steve Jobs sá besti sem ég hef hitt“. Árið 1999 var myndin Pirates of Silicon Valley gefin út sem er leikin mynd um upp- hafsár Microsoft og Apple. Þar fer leikarinn Noah Wyle, sem gerði garðinn frægan í E.R., með hlutverk Steve Jobs. Rúllukragi, gallabuxur og hlaupaskór Steve Jobs sneri til baka til Apple árið 1997. Um svipað leyti tók hann upp fatastíl sem hann hélt tryggð við nánast hvar sem hann kom opinberlega fram alveg til dauðadags. Stíllinn hans var einfaldur og stílhreinn, ef til vill eins og vörurnar sem Apple framleiddi, og samanstóð af svörtum rúllukragabol (nefndir „mock turtleneck“) frá merkinu St. Croix, bláum Levi‘s- gallabuxum í hinu sígilda 501 sniði og New Balance- hlaupaskóm. Um hvers vegna Jobs kaus að klæða sig alltaf í sama gallann hefur ýmislegt verið ritað en einn samstarfsmanna hans hjá Apple, Steve Chazin, lét hafa eftir sér að Jobs vildi klæða sig látlaust einfaldlega til að að áherslan væri alltaf á vörunum sem hann væri að kynna og vörumerkinu, en ekki honum sem einstaklingi. Þess má geta að peysuframleiðandinn greindi frá því í síðustu viku að sala á „mock turtlen- eck“-peysunum hefði rokið upp eftir fráfall Jobs og seldist svarta týpan sem hann var vanur að klæðast meira að segja upp á vefverslun fyrirtækisins. Fyrir hverja selda peysu, sem kostar 175 dollara, renna 20 dollarar til Ameríska krabbameinssjóðsins. TVEIR KLÁRIR OG RÍKIR Á GÓÐRI STUNDU Kynforeldrar Jobs voru Joanne Schieble,Bandaríkjamaður af þýskum og sviss- neskum uppruna, og Abdulfattah Jandali, Sýrlendingur. Faðir Joanne var andvígur sambandi þeirra og fyrir vikið urðu þau að láta Steve litla af hendi til ættleiðingar. Hann var ættleiddur fimm ára að aldri af þeim Paul og Clara Jobs sem Steve kallaði alla tíð foreldra sína. Jobs tók aðeins eina önn í háskóla, ReedCollege, árið 1972 en flosnaði upp úr námi. Árið 1974 hélt Jobs til Indlands meðtveimur félögum sínum. Þegar hann sneri til baka hafði hann rakað af sér allt hár, farið að klæðast indverskum múnder- ingum og tekið upp búddatrú. Í sömu ferð segist Jobs hafa prófað ofskynjunarlyfið LSD, sem hann sagði mjög mikilvæga lífsreynslu á þeim tíma. Steve Jobs var grænmetisæta sem þóborðaði fisk og sjávarrétti, svokallaður „pesceterian“. Steve Jobs lést af völdum krabbameinsí brisi. Hann greindist upphaflega með krabbamein árið 2004. Steve Jobs var jarðsunginn föstudaginn 7.október við litla athöfn í kirkjugarði í Palo Alto, Kaliforníu. Einu ævisögu Jobs, sem rituð var með hansleyfi, er ætlað að koma út 24. október. Stórfyrirtækið Sony hefur nú þegar keypt kvikmyndaréttinn á bókinni fyrir sjö stafa upphæð í dollurum. NAFNARNIR JOBS OG WOZNIAK UM ÞAÐ LEYTI SEM ÞEIR STOFNUÐU APPLE PIXAR STUDIOS VAR EITT AF HUGVERKUM STEVE JOBS

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.