Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 20
kvikmyndir Owen Wilson Hæð: 179 sentímetrar. Besta hlutverk: John Beckwith í Wedding Crashers. Staðreynd: Wilson er góður vinur Ben Stiller og saman hafa þeir leikið í tíu myndum. Eitruð tilvitnun: „Hollywood er eins og framhaldsskóli. Þeir sem leika í sjónvarpsþáttum eru á fyrsta ári, grínleikarar eru kannski á þriðja ári en dramaleikarar eru virkilega flottir lokaársnemar.“ 1968Fæðist 18. nóvem-ber í Dallas í Texas-fylki í Bandaríkjunum. 1996Leikur í sinnifyrstu kvikmynd sem Dignan í kvikmyndinni Bottle Rocket. Hann skrifaði handritið með Wes Anderson. Sama ár leikur hann í The Cable Guy. 1999Leikur á mótiSheryl Crow í myndinni The Minus Man. Skömmu síðar byrja þau saman og entist sambandið í tvö ár. 2000Landar sínustærsta hlutverki til þessa þegar hann leikur á móti Jackie Chan í grínhasarn- um Shanghai Noon. 2001Frægðarstjarnanrís hærra þegar hann leikur á móti Ben Stiller og Will Ferrell í Zoolander. Sama ár leikur hann í The Royal Tenenbaums. Hann og Wes Anderson eru tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir besta frumsamda handritið. 2004Leikur Ken Hutchí Starsky & Hutch á móti Stiller. Sama ár leikur hann í The Life Aquatic with Steve Zissou þar sem hann leikur son Bill Murray, Ned. 2005Leikur á mótiVince Vaughn í Wedding Crashers. Myndin þénar yfir 200 milljónir dollara í Bandaríkjunum. 2007Vinnur enn ogaftur með Wes Anderson, nú í myndinni The Darjeeling Limited ásamt Jason Schwartzman og Adrien Brody. Í ágústmánuði er Wilson fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun en Wilson hafði þá þjáðst af þunglyndi. 2011Eignast, ásamtkærustu sinni, Jade Duell, soninn Robert Ford Wilson í janúar. Sama ár leikur hann í mynd Woody Allen, Midnight in Paris. FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 „Tonight we dine in hell!“ (King Leonidas, 300, 2006) Mikil leynd hvílir yfir söguþræði myndarinnar en ljóst er að hér er á ferðinni nútímaglæpasaga í reykvískum raunveruleika. Myndin segir frá serbneskum bifvélavirkja sem missir ófætt barn sitt í árás þegar meðlimir íslensks glæpahrings ráðast inn á heimili hans. Í hefndaraðgerðum sínum gegn þeim tvinnast örlög hans saman við lögreglukonu sem ýtt er út á ystu nöf, spilltan yfirmann hennar í fíkni- efnadeild lögreglunnar og glæpakóng sem er að missa tökin á veldi sínu. Myndin hefur erlent yfirbragð þrátt fyrir íslenskan veruleika. facebook.com/monitorbladidVILTU MIÐA? Monitor ætlar að gefa miða áBorgríki, fylgstu með... FRUMSÝNING HELGARINNAR K V I K M Y N D Nammi- barinn í mínus Contagion fjallar um veiru sem herjar á mannkynið og drepur hún nánast alla sem komast í kynni við hana. Fylgst er með heilbrigðisstarfsfólki reyna að berjast við að finna mótefni og hemja útbreiðslu veirunnar. Myndin er ekki þessi týpíska Hollywood-mynd heldur er hún meira í svona semí heimildar- myndarstíl. Leikstjóri myndar- innar er Steven Soderbergh sem gerði hina frægu Traffic og einn- ig myndirnar um Danny Ocean og félaga. Leikaralið myndar- innar eru engar smá stjörnur og hafa þær allar einhverja reynslu af sviðinu í Kodak-höllinni. Tónlist myndarinnar er frábær enda enginn annar en Cliff Marti- nez sem sér um hana en hann einmitt gerði tónlistina fyrir hina stórgóðu Drive. Contagion er því mjög vel leikstýrð og frábærlega leikin en skemmtanagildið hefði mátt vera meira. Hún er mjög áhugaverð til að byrja með en því miður gaf hún fullmikið eftir þegar leið á. Það hefði mátt setja meiri kraft í endinn því hann var frekar máttlaus ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er hellingur af samsær- iskenningum í Contagion og eflaust er eitthvað til í því sem kemur fram í myndinni. Matt Damon virðist hafa gaman af smá ádeilu því það er ekki langt síðan hann lék í myndinni Green Zone. Ætli Damon taki ekki Reagan á þetta einn daginn og skelli sér í framboð. Ég ætla að spá því að Contagion muni láta að sér kveða í óskarnum í febrúar. Laurence Fishburne má alveg fá tilnefningu. Leikaralið myndarinnar er til fyrirmyndar en hann stóð upp úr að mínu mati. Það var einnig áhugavert að fylgjast með umferðinni á nammibarnum í hléi. Ég sá engan ná sér í poka og skella á vigtina. Greinilegt að kvikmynd sem fjallar um smithættu og bakteríur á höndum gerir ekki gott fyrir söluna á nammi- barnum. CONTAGION Tómas Leifsson Aðrar frumsýningar: Hetjur Valhallar, Þór – Winnie the Pooh – Midnight in Paris – Footloose – The Thing FRUMSÝND 14. OKT. Borgríki Leikstjórn: Ólafur Jóhannesson. Aðalhlutverk: Jonathan Pryce, Ingvar Eggert Sigurðsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Björn Hlynur Haralds- son, Björn Thors, Zlatko Krickic, Gísli Örn Garðarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Lengd: 90 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Kvikmyndahús: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og um land allt. Fimmtudagur 13.10.11 Sinfónían á Airwaves Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.