Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 21

Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Monitor Að lifa áhyggjulausu lífi sem snýst fyrst ogfremst um hvort maður eigi að leika sérmeð bolta, fara í Nintendo eða horfa á spólu er öfundsvert líferni. Að eldast, kynnast áhyggjum og því hvað mannleg samskipti geta verið flókin, er síður öfundsvert og fer það ferli misvel með fólk. Vissulega hef ég svo sem ekki fengið að kynnast mörgum stigum þess að eldast en þó er ég farinn að upplifa það að mér finnst sífellt ómerkilegra að eiga afmæli, að undanskildu stórafmæli, og jólatilhlökkunin er orðin núll og nix samanborið við það sem áður var. Að yngjast er eitthvað semmenn hafa svo öldum skiptirkeppst um að geta. Hefur fólk í því samhengi tekið upp á ýmsu svo sem að endurnýja fatastíl sinn, fara í lýtaaðgerðir, næla sér í yngri maka og þar fram eftir götum. Í síðustu viku tókst mér að yngja mig um rúman hálfan annan áratug og það án nokkurra af fyrrnefndum aðferðum. Það eina sem ég þurfti að gera var að fara í bíó á myndina Lion King. Í síðustu viku varð ég fjögurra ára á ný. Það að rifja upp gömul kynni viðþetta meistarastykki sem LionKing er gerði annars látlausan sunnudag að langbesta degi vikunnar. Ég man varla eftir að hafa gengið svo glaður út úr kvikmyndahúsi, ég gat vart orða bundist af hrifningu. Gömlu aulabarnabrandararnir höfðuðu til mín og á sama tíma uppgötvaði ég nýja „fullorð- insbrandara“ í myndinni, húmorinn hitti beint í mark hjá fjögurra ára drengnum í mér og tvítuga unga manninum. Maður upplifði allar persónurnar, fyrir utan Skara og hýenurnar, eins og gamla vini sína, tónlistin var frábær og maður fékk sama gamla hryggðarhrollinn við það að sjá Múfasa falla frá. Það var ekki laust við að ég hefði heyrt í fólki á mínum aldri, sem eflaust var í salnum í sömu erindagjörðum og ég, snökta í laumi. Eins og flestum er kunnugtbera þó skemmtilegheitinog fegurðin í myndinni harmleikinn ofurliði og því gekk ég eins og áður sagði með bros á vör út úr salnum. Ég var þó ekki einungis brosandi yfir þessari frá- bæru mynd heldur fyrst og fremst yfir þessu magnaða nostalgíukasti sem yfir mig gekk. Mig langaði helst beinustu leið niður í geymslu heima og byrja að róta í gamla dótakassanum eftir Simba-dúkk- unni sem ég átti eða Púmba. Mig langaði að spila gamla Lion King-leikinn minn á Super Nintendo. Fjandinn hafi það ef mig langaði ekki bara að klæða mig í gömlu Lion King-náttfötin líka. Að sama skapi fékk það mig til að hugsa um allt hitt dótið mitt, alla hina tölvuleikina og gleyma stað og stund. Það er eitthvað við það að rifja uppgamla tíma sem er svo ótrúlega heill-andi, einkum þegar maður getur gert það með áþreifanlegum hlutum eins og leikföngum, ljósmyndum eða fatnaði frá æsku. Að svo mæltu er ég ekki í nokkrum vafa um hvað ég hyggst taka mér fyrir hendur næst þegar mér leiðist. Ég gref einfaldlega upp gamla dótakassann og gömlu leikja- tölvuna, skelli Forever Young á fóninn á „repeat“ og heimsæki nostalgíuheiminn. Svo bara, komið þið með mér.Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is ORÐ Í BELG Viltu yngjast um tíu ár á augabragði? Ein skærasta fjöður í hatti Marvel-fyrirtækisins eru hinir fjölbreyttu og frísku X-Men. Leikurinn X-Men Destiny gefur leikmönnum færi á að stýra þremur nýjum X-Men unglingum sem eru að átta sig á lífinu og hafa leikmenn áhrif á hvernig örlög þeirra þróast í gegnum leikinn. Leikurinn hefst í friðargöngu sem haldin er til heiðurs hinum látna Charles Xavier. Skyndilega er gangan rofin af árásum illmenna og er markmiðið að finna út úr því hver stendur þar að baki. Þó að leikmenn fái ekki að stýra þekktum X-Men persónum, koma þær við sögu og berjast með. X-Men Destiny er í grunninn slagsmála- og hasarleikur með hlutverkaleikjaívafi, en leikmenn velja sér persónu í upphafi og þurfa að þróa hana á einfaldan hátt í gegnum leikinn. Slagsmálakerfi leiksins er mjög einfalt og það sama má segja um óvini leiksins, en þeir eru ekki að fara að fá Nóbelsverðlaunin í neinu. Leikurinn er frekar einhæf- ur og gengur nánast bara út á að ýta á örfáa takka og berja á óvinum. Þegar líður á fá leikmenn sérstaka hæfileika og þurfa að safna kröftum til að nota þá og hjálpar það mikið til í stærstu bardögum leiksins. Það er lítið að gera eftir að söguþræðinum lýkur, en hann endist aðeins í ca. 5 klukkutíma og spannar 8 mismunandi borð. Grafíkin er ágæt, en fjöldi ramma á sekúndu dettur niður í hörðustu bardög- unum. Tónlistin er allt í lagi, en talsetningin er í ódýrari kantinum. Þegar öllu er á botninn hvolft er X-Men Destiny ekki alslæmur leikur, en hann hefði mátt vera dýpri og skarta meiri metnaði. Það er ljóst að Marvel og Activision hafa hent þessum með hraði í hræri- vélina og útkoman er leikur í ágætu meðaltali sem gæti hífst aðeins upp fyrir það hjá hörðustu X-Men aðdáendunum. Ólafur Þór Jóelsson Örlög kvikindanna TÖ LV U L E I K U R Tegund: Slagsmálaleikur PEGI merking: 16+ Útgefandi: Activision Dómar: Gamespot 4 af 10 / IGN 5,5 af 10 / Eurogamer 5 af 10 X-Men Desteny

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.