Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 13.10.2011, Blaðsíða 22
22 Monitor FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 13. október 2011 | fílófaxið fimmtud13okt INGÓ VEÐURGUÐ Players 22:15 Trúbadorinn Ingó, kenndurvið Veðurguðina, treður upp á Players. Dagskráin hefst með „pub quiz“ kl. 22:15 en að því loknu rífur söngfuglinn í gítarinn og kemur gestum í gírinn fyrir almenn skemmtilegheit. GRADUALE NOBILI Langholtskirkja 16:00 Stúlknakórinn GradualeNobili, sem unnið hefur til fjölda viðurkenninga á erlendri grundu sem og gert það gott í Bíófílíu Bjarkar, fagnar útgáfu nýjasta geisladisks síns. Diskurinn ber nafnið X Ten Years Graduale Nobili. Frítt inn. laugarda15okt Kvikmynd: Sá myndina The Room um daginn og hef verið heillaður af henni síðan. Hún er svo snargölluð á allan hátt að í heild sinni verður hún á ein- hvern óskiljanlegan hátt frábær. Þáttur: Horfi ekki mikið á þætti en fylgist vel með South Park. Hárbeitt og fyndin þjóðfélagsádeila í gangi þar. Svo eru Fóstbræður klárlega bestu gamanþættir sem gerðir hafa verið, held ég kunni öll atriðin utan að. Bók: Ilmurinn er örugglega frumlegasta og besta bók sem ég hef lesið. Hún á vel við mig þar sem ég hef gaman af því að þefa af öllu sem ég kem ná- lægt. Svo les ég líka í Bókinni um Veginn nánast á hverju kvöldi. Plata: Held ég verði að segja Buena Vista Social Club með samnefndri hljómsveit. Hún á alltaf við og þreytist ekki þrátt fyrir ítrekaðar hlustanir í gegnum árin. Vefsíða: Hef undanfarið eytt miklum tíma í að lesa allt á TheVenu- sProject.com. Mæli með að allir kynni sér málið hið fyrsta og verði svo í bandi. Staður: Varð alveg heill- aður af Seyðis- firði í sumar. Var þar í nokkra daga og var eftir það staðráðinn í að kaupa þar hús. Vill einhver losna við slíkt? Má vera kofi. Síðast en ekki síst » Arnar Pétursson, gítarleikari Mammút, fílar: ICELAND AIRWAVES Mið. 13. okt. – sun. 16. okt. Úti um allan miðbæ Það hefur varla farið framhjá mörgum að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram um helgina en hún hófst formlega í gærkvöldi með tónleikaveislum víðs vegar um bæinn. Segja má að aldrei iði miðborg Reykjavíkur jafnmikið af rokki og róli enda er hátíðin hrein og bein árshátíð allra hljómsveitarbraskara. Alls eru um 6.000 manns með armbönd á hátíðina en um það bil helmingur handhafa armbanda eru erlendir gestir. Tekið skal fram að það fólk sem ekki náði að verða sér úti um armband getur þrátt fyrir það tekið þátt í Airwaves-geggjuninni með því að flykkjast á „off venue-tónleika“. „Off venue-dagskrána“, ásamt almennu Airwaves-dagskránni og alls kyns fréttum um hátíðina, má finna á Airwaves-síðu Monitor inni á mbl.is. Monitor hvetur lesendur til að fylgjast grannt með gangi mála á síðunni um helgina og minnir jafnframt á síðasta tölublað sem var helgað Airwaves í einu og öllu. Gleðilega hátíð. Árshátíð tónlistarmanna 12. � 16. OKTÓBER 2011                                      !   " #  $  %&    ! "#$       !"#$%   & '' ()*+, #$% * - &. '' ,/#$%  01. '' "/#$% ,2 '' 34 #$% , '' #$ 5)6)/% $ 78 00 '' 9*:#$% 5 ; 00< '' () % = ; && '' #$ ,/*:% (- > HLUSTUNARVEISLA Bakkus 18:30 Rokkhljómsveitin Sólstafirstendur fyrir hlustunarveislu þar sem nýjasta platan þeirra, Svartir Sandar, verður spiluð í heild sinni fyrir utan eitt lag sem hljómsveitin mun spila „live“. Platan verður til sölu á staðnum og léttar veitingar í boði. OKTÓBERGLEÐI BAGGALÚTS Græni hatturinn 22:00 Baggalútsmenn halda tón-leika í tilefni af útgáfu nýrrar hljómskífu þar sem þeir lofa nýjum lögum, nýjum gíturum og gömlum bröndurum. STEINDI JR., BENT OG EMMSJÉ 800 BAR 23:00 Tvíeykið Steindi Jr. og Benthyggjast trylla Selfyssinga með helstu lögunum af plötunni Án djóks samt djók. Á sama kvöldi stígur rapparinn Emmsjé Gauti á stokk. Miðaverð er 1.000 kr.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.