Monitor - 20.10.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 20.10.2011, Blaðsíða 6
FLOTTASTA Af einhverjum ástæðum og fyrir algjöra tilviljun er ég búin að vera að kaupa gylltar eða silfurlitaðar flíkur mikið undanfarið. Gulllitaður vintage-kjóll með kögri úr Rokki & rósum er búinn að vera í miklu uppáhaldi frá því ég fékk hann. Algjör glamúrkjóll. 6 Monitor FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2011 stíllinn Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Þægilegur, klæðilegur, fjölbreytilegur, retró, smá rokkaður. Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? Ég hef alltaf verið rosa hrifin af Alexander Wang og svo líka The Row sem Olsen- systurnar eru með. Hversu mörg skópör átt þú? Ég er nú ekki alveg með það á hreinu, en myndi segja að það væru ca. 15 pör sem ég nota reglulega svo á ég skópör sem ég nota aldrei eða þá mjög sjaldan. Geng oftast í flatbotna eða þá í fyllt- um hæl svona dagsdaglega í skólanum. Svo frá því að ég fékk mér Jeffrey Campbell Lita-skóna verða þeir oftast fyrir valinu þegar ég kíki út, þeir eru mega háir og þægilegir. Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án? Reyni að mála mig sem minnst svona daglega, en gæti ekki verið án MAC StudioFinish hyljara og augnhárabrettara. Finnst rosa gott að setja smá hyljara áður en ég fer út og bretta upp augnhárin, bara það að bretta þau getur gert mikið þótt ég sé ekkert máluð. Ef þú yrðir að fá þér tattú, hvað myndir þú fá þér og hvar? Ég myndi aldrei fá mér tattú en ef það væri upp á líf og dauða myndi ég fá mér eitthvað mjög lítið eins og stjörnu eða millinafn- ið mitt June. Það væri líklegast á stað þar sem enginn sæi eins og undir ilina. Hvað telur þú vera „must have“ fyrir veturinn? Ég er mikið í þykkum peysum, svo finnst mér pelsarnir vera algjört möst fyrir veturinn og mjög þykkir og langir treflar er líka sjúklega flottir og góðir fyrir veturinn. Jenný June Tómasdóttir er á sínu síðasta ári í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla. Jenný hefur brennandi áhuga á tísku og leynist margt fallegt í fataskápnum hennar. Stíllinn spjallaði við hana um fatastílinn, förðun og hvað væri ómissandi fyrir veturinn. fataskápurinn Pelsarnir algjört möst ÞÆGILEGASTA Hekluð hvít, frekar þykk peysa úr Spúútnik sem ég get alltaf hent mér í. Passar við buxur og er líka nógu síð til þess að fara í sokkabuxur eða leggings við. Svona víðar peysur er eitthvað sem ég er klárlega að fara að vera mikið í í vetur. BESTA Myndi segja að besta flíkin mín væri örugglega svarti leðurjakkinn minn úr Warehouse sem ég er búin að eiga í nokkur ár. Get notað hann við öll tækifæri þar sem hann passar við allt. Það er mjög þunnt leðrið í honum sem mér finnst flottast við hann og passleg sídd. DÝRASTA Æðislegur pallíettukjóll úr All Saints sem ég fékk í tvítugsafmælisgjöf til þess að vera í við það tilefni. ELSTA Núna undanfarið er búið að vera mikið um skó með þykkum botni í staðinn fyrir hæl/fylltan hæl. Í sumar var ég að gramsa heima og leita að skópari þegar ég rakst á svoleiðis skó sem mamma mín á, sem hún er reyndar löngu hætt að nota. Brúnir með þykkum botni, 10 ára gamlir held ég. NÝJASTA Hvítur Acne-stuttermabolur og háar flauelsbuxur úr Topshop. Ég er rosa mikið fyrir að vera í hvítu, er oft í þá annaðhvort hvítum bol, skyrtu eða peysu og einmitt við svartar buxur og bæti líka stundum einhverju skarti við.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.