Monitor - 20.10.2011, Blaðsíða 7

Monitor - 20.10.2011, Blaðsíða 7
Heystack salat Heimsborgara máltíð Naanlokumáltíð Tandoori 989KR M Á L T Í Ð I N Jordan Sparks vs. Kim Kardashian Dökkhærðu dívurnar er báðar glæsilegar í þessum kremlitaða Alexander McQueen-kjól. Hin nýgifta Kim sigrar hinsvegar viðureign- ina. Liðaða hárið fær að njóta sín og flottu platform-hælarnir setja punktinn yfir i-ið. Ciara Harris vs. Kylie Minogue Skutlurnar klæddust báðar þessum Emilio Pucci-míníkjól á dögunum. Ciara virðist hins vegar hafa misskilið eitthvað og reimar frá kjólnum sem gerir hana glyðrulega og það fílum við ekki. Kylie er því augljós sigurvegari. Leighton Meester vs. Beyoncé Knowles Tilvonandi mamman er alltaf jafn heit, sama í hverju hún er. En að þessu sinni þarf hún að játa sig sigraða því Gossip-stjarnan er þrusu- flott í Michael Kors-kjólnum. Slétta hárið og látlausa lúkkið er algjörlega að meika það. Freida Pinto vs. Emily Browning Slumdog millioner-stjarnan er ruglað flott í þessu Louis Vuitton-dressi. Hún fullkomnar lúkkið með að taka hárið frá andlitinu og eld- rauðum varalit. Sú ástralska var ekki alveg jafn flott í hnéháu sokkunum. Freida fær vinninginn. Stjörnustríð HEITT Stórar kósí peysur í öllum regnbog- ans litum. Heklaðar eða prjónaðar kósí peysur eru tilvaldar í kuldanum og verða mjög áberandi í vetur. HEITT Pelsarnir verða sjóðheitir í vetur. Flott mynstur og skemmti- legir litir á pelsunum verða mikið inn og er um að gera að skella sér í vintage-búðirnar og fjárfesta í einum hlýjum og flottum pels. HEITT Fiskifléttur eru algjörlega málið í vetur. Úfnar hliðar- fiskifléttur eru sjúklega flottar og hvetjum við allar stelpur til að læra að gera fiskifléttu, það er ekki svo auðvelt. KALT Tími galla- pilsanna er liðinn. Þau voru mjög vinsæl fyrir um 5 árum þegar allir voru að kaupa sér Levi‘s gallabuxnapilsin í Spúútnik en sá tími er liðinn. Nú kveðjum við stuttu gallapilsin, í bili. KALT Leggings eiga eingöngu að vera notaðar við síða boli eða kjóla, stuttir bolir við leggings eru alveg bannaðir. Rassinn verður einstaklega óaðl- aðandi og svo verður annað hvort kameltó eða lafandi leggings-klof að framan. Þetta er eitt stórt NEI. HEITT OG KALT Stólað’á Stílinn

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.