Monitor - 20.10.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 20.10.2011, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2011 Monitor Það er klassískur siður á íslenskum heimilum að fásér bland í poka á laugardögum. Hvaðan sá siður eðaþessi nammimenning er upprunnin er mér hulin ráðgáta. Hjá sumum börnum er þetta laugardagsnammi fastur liður í tilverunni og jafnvel sjálfur toppurinn. Það er gott og gaman að eignast sinn eigin nammipoka. Sjálfur á ég fjöldann allanaf æskuminningumtengdum blandi í poka. Ég minnist glæstra nammidaga í æsku sem voru uppfullir spenningi sem fylgdi því að rölta út á næstu vídjóleigu með einn góðan „gullpening“ í vasanum. Spennan jókst síðan þegar maður tilkynnti afgreiðslumanninum að maður ætlaði að fá bland í poka fyrir peninginn. Bland í poka fyrir hundraðkall var nefnilega ekki það sama og bland í poka fyrir hundraðkall. Það fór allt eftir skapgerð og dagsformi afgreiðslumannsins hve mikið fékkst fyrir þessa tilsettu upphæð, í því var aðalspennan fólgin. Jafnframt var sjarmi yfir hinum sígildu nammiplastpokum. Oftast voru þeir grænir, rauðir eða jafnvel glærir en alltaf þó af hinum sama toga, eins og nammipokar eiga að vera. Þunnir plastpokar sem skrjáfaði svo skemmtilega í. Síðastliðinn laugardag rann uppfyrir mér að gullöld blandsins ípoka væri liðin undir lok. Algjör kaflaskil í bland í poka-menningu lands og þjóðar hafa átt sér stað og segja má að við sé tekin ný öld, iðnaðaröld. Íslenskt barn sem komst til vits eftir umrædd aldaskil man sennilega ekki einu sinni eftir fyrrnefndum bland í poka-pokum og þekkir þess í stað aðeins iðnvæddu útgáfu þessa merka fyrirbæris sem laugardagsnammið er. Barnið þekkir aðeins nammipokann sem fáanlegur er á nammibar næsta súpermarkaðar eða bensínstöðvar. Áhverjum laugardegiflykkjast landsmenní matvöruverslanirnar sem bjóða upp á 50% afslátt á nammibar og hrúga í poka sem líkjast ekkert nammipokum gullaldar- innar. Græðgin er allsráðandi, fólk berst nánast um skeiðarnar sem notaðar eru í stútfullar nammi- skúffurnar. Ég vildi að ég væri að skrökva og ýkja þegar ég segi að einu sinni var mér ýtt til hliðar af fullvaxta karlmanni við einn svona nammibar því manninum lá einfaldlega á að komast í nammið sitt. Sagan er hins vegar sönn. Þótt sorglegt það sé er spennan sem fólstí því að fá nammið skammtað, í staðþess að skammta sér sjálfur, gjörsam- lega horfin og sjarminn yfir blandi í poka er týndur og tröllum gefinn fyrir mitt leyti. Þangað til verð ég bara að bíða eftir endurreisn blandsins milli þess sem ég glími við menn um bestu nammibitana á nammibörum landsins. Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is ORÐ Í BELG Baráttan um blandið

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.