Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 3
FYRIR SMEKKFÓLK Heimasíðan Hugmyndir fyrir heim- ilið sló í gegn á Facebook enda er þar allt stútfullt af góðum lausnum og öðrum hug- myndum fyrir heimilishald. Síðan hefur nú verið endurbætt og er þá útgáfu af síðunni að fi nna á www. hugmyndirfyrir- heimilid.com. UM HELGINA Þótt hrekkjavaka eða Halloween sé kannski ekki íslensk- asta hátíðin sem um getur þá er alltaf gaman að klæða sig í grímubúning. Því er um að gera að blása til hrekkjuvökupartía úti um allan bæ um helgina með búning- um, skreytingum og öllu tilheyrandi. Í GOGGINN Nýlega opnaði Forréttabarinn við Nýlendugötu 14 í húsinu þar sem áður var að fi nna búðina Liborius. Á matseðlinum er fjöldinn allur af ferskum forréttum, stórum sem smáum og heitum sem köldum. Monitor mælir með Halldór Eldjárn Hvað á maður að gefa ef voffi borðaði stóra plötu af Lindt súkkulaði? Segja henni að velja ódýrara merki næst? 22. október kl. 18:55 Asdis Ran “When a dream takes hold of you, what can you do? you can run with it, let it run your life, or let it go and think for the rest of our life about what might have been” 23. október kl. 18:44 Vikan á... Rurik Gislason Mig vantar að komast i samband vid frabæran innan- hussarkitekt a Islandi. Bendid mer a thann retta. Takk takk. 24. október kl. 15:34 Gunnleifur Gunnleifsson er í City treyjunni:) 23. október kl. 18:58 3 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Monitor Feitast í blaðinu Einar Mikael er ungur töframaður sem kann meðal annars að láta borð fl júga. Katrín Þóra Bragadóttir gæti ekki verið án rauða varalitarins síns. Coldplay hitaði einu sinni upp fyrir íslensku hljómsveit- ina Bella- trix. 8 Ástarguðinn á það til að para saman íþróttafólk og þekktar stjörnur. 18 Ingólfur Þórar- insson eða Ingó sendir frá sér sólóplötu á mánudag. 12 Bensínstöðvakeðjan N1 var áður þekkt sem Esso. Það var fyrir tíma appsins. 4 fyrst&fremst „Á miðvikudaginn erum við að fara aftur í klúbbinn okkar í Þjóðleikhúskjallaranum eftir sumarfrí. Við erum búnir að segja skilið við hefðbundið grín og ætlum ekki að gera grín að fólki og atburðum og núna tölum við bara um form, lögun og áferð,“ segir Bergur Ebbi í gríni en tekur fram að þetta verði með samskonar sniði og áður en helsta breytingin verði sú að nú fái þeir til liðs við sig þekkta erlenda gesti. „Við erum ekkert að tala um fyndnasta mann Njarðvíkur eða eitthvað. Reyndar má það vel vera að fyndnasti maður Njarðvíkur sé í toppklassa í fyndni á Norðurlöndunum en við ætlum samt að fá til okkar atvinnuuppistandara.“ Í næstu viku verður Norðmaðurinn Dag Sörås gestur en í desember mun Andre Wickström frá Finnlandi líta við. „Við fáum tvo fyrir einn í Andre því hann er sænskumælandi Finni. Hann hefur líka góða reynslu af Íslandi eftir að hafa troðið upp í Háskólabíó með Frímanni Gunnarssyni. Það er náttúrulega svo erfi tt að mæla það hver er fyndnastur og því erfi tt að segja til dæmis að Dag sé fyndnastur í Noregi. Ef maður væri að fl ytja inn plötusnúð myndi maður örugglega segja: „Þetta er heitasti plötusnúðurinn í Hollandi í dag,“ en það þýðir ekkert að segja það. En hann er mjög stór í geiranum og er eftirsóttur. Hann er svona eins og Pétur Jóhann hér.“ Stækkandi sena Pétur Jóhann tróð einmitt upp með Mið-Íslandi síðasta vetur en hann heldur núna sína eigin sýningu með Þorsteini Guðmundssyni og gaur á trommu. Óttast Mið-Ísland drengirnir þessa sam- keppni? „Þeir hafa báðir verið gestauppistandarar hjá okkur og hafa báðir verið mikið með okkur í liði. Þetta sýnir bara hvað uppistandssenan er að stækka. Það eru allir að pæla í uppistandi. Maður sér til dæmis að Alvöru menn er kynnt sem blanda af söng og uppistandi og það virðist kveikja í fólki. Núna vilja líka öll fyrirtæki vera með uppistand þegar eitthvað er um að vera og það er skemmtileg þróun.“ Strákarnir eru um þessar mundir að klára tökur á þáttaröð sinni en Bergur segir það ekki hafa áhrif á uppistandið. „Við erum búnir að vera í fríi í allt sumar frá uppistandskvöldunum og því fi nnst okkur sjálfsagt að vera komnir með nýtt efni og sýna að það sé metnaður á bak við þetta. Svo verður Agent Esso á sínum stað sem kynnir með uppistandsívafi .“ jrj 6 Fyndnir gaurar FINNDU TVO AÐILA SEM HAFA LEIKIÐ Í AUGLÝSINGUM FYRIR OLÍUFÉLÖG MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Lísa Hafl iðadóttir (lisa@monitor.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Sigurgeir Sigurðsson (sigurgeir@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Efst í huga Monitor Verum á orðbergi Síðasta fi mmtudag, skömmu eftir að Monitor var dreift víðsvegar um landið, hringdi í mig eldri maður. Þessi maður kom vel fyrir, kynnti sig og sagðist vera íslenskufræðingur að mennt. Hann var á vingjarnlegan máta að benda mér á að talsmáti ungra Íslendinga stefnir í ranga átt. Þar sem Monitor er miðill fyrir ungt fólk er hlutverk okk- ar meðal annars að gæta þess að fara rétt með tungumálið okkar fagra og smita ekki ungviðið af frösum og orðum sem ekkert eiga skylt við íslenska tungu. En það er samt sem áður vandasamt af því að unga kynslóðin í dag er nú þegar farin að tileinka sér orð, í fl estum tilfellum úr enskri tungu, sem þau læra í tölvuleikjum, á netinu og í sjónvarpinu. Margir viðmælendur Monitor hafa tamið sér alls kyns slettur sem oftar en ekki eru einkennandi fyrir viðkomandi einstakling og því getur það stundum tekið of mikinn lit úr persónueinkennum þegar blaðamaður snarar öllum enskum orðum yfi r á íslensku. Maðurinn taldi upp margar staðreyndir þar sem íslensk fyrirbæri bera enska titla og er Monitor að sjálfsögðu eitt þeirra. Við erum meira að segja með lið í blaðinu okkar sem heitir „LOL-mail“ en sá liður hefði hæglega getað borið titilinn „grín-pósturinn“. En það er samt eitthvað skemmtilegt og spennandi við það að nota orðið „LOL“ sem öll ungmenni kannast við eftir að hafa notað spjallrásir í áranna raðir, allt frá ircinu til MSN og svo auðvitað á Fésbókinni undanfarin misseri. Eins gæti þetta ágæta blað borið nafnið Vaktari eða Mænir, nú eða Skjár, en Monitor er þjált í munni og er orðið þekkt vörumerki og því er hægara sagt en gert að fara að breyta því. En hvað er þá til ráða? Ég kann ekki bestu svörin við því en mér fannst upplagt að deila þessu með ykkur og vekja ykkur til umhugsunar. Íslenskan er fallegt tungumál með langa sögu og því verðum við að standa saman vörð um hana. Þó það sé fl ott að geta slegið um sig á enskri tungu þá getur það verið jafnvel enn svalara að kunna fallega íslensku. Það eina sem ég get því gert í stöðunni er að halda áfram að reyna að hafa fallegt málfar í blaðinu en þó lífl egt með einstaka slettum. Eins bið ég ykkur um að vera meðvituð um hvaðan orðin sem þið notið dagsdag- lega eru upprunnin og hjálpast að við að tala rétt. Bestu kveðjur, ritstjóri Mænis. M yn d/ G ol li Nú snúa félagarnir í Mið-Íslandi úr sumarfríi og hyggjast skemmta landan- um með góðu glensi. Bergur Ebbi Benediktsson er talsmaður samtakanna. og Agent Esso Agent Esso Sá Steingrím Njálsson í Adidas-galla úti á götu. 26. október kl. 15:59 Íris Hólm heilaþvær sig með Freddie Mercury rödd- um... en af öllum heilaþvottum þá er þessi hvað skástur held ég bara! 24. október kl. 11:45

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.