Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Hljómsveitin Coldplay gaf út sína fi mmtu breiðskífu í vikunni sem ber nafnið Mylo Xyloto. Monitor tók sam- an fánýtan fróðleik um líf og starf hljómsveitarinnar. Veit einhver um hvað Yellow er? Kenndi Chris Martin að drekka viskí Tónlistarkonan Elíza Geirsdóttir Newman getur státað sig af því ásamt fyrrum hljómsveit sinni, Bellatrix, að Coldplay hafi hitað upp fyrir hana. „Á þessum tíma vorum við í Bellatrix að fara í túr um Bretland og Simon Williams, sem átti Fierce Panda, stakk upp á því að önnur hljómsveit sem hann var líka með á sínum snærum færi með okkur. Við hlustuðum á efni með hljómsveitinni og okkur fannst þetta hljóma eins og einhverjir gamlir karlar. Þetta var mjög öðruvísi á sínum tíma að vera með píanó og eitthvað þegar allir voru bara með gítara. Þá var þetta sem sagt Coldplay. Við samþykktum þá og þeir voru sem sagt „co-headline“ með okkur, við skiptumst á að vera aðal- númer og upphitunarnúmer eftir kvöldum,“ segir Elíza Geirsdóttir Newman, tónlistarkona og fyrrum söngkona hljómsveitarinnar Bellatrix. „Þetta var mjög gaman og við urðum mjög góðir vinir á þessum túr. Þetta eru rosalega fínir og góðir strákar, við vorum algjörar grýlur við hliðina á þeim. Við kenndum Chris Martin að drekka viskí, hann var svona voða rólegur gaur sem gerði ekki neitt af sér. Á túrnum voru hljómsveitirnar tvær með svona keppni sín á milli, hvor ynni hvert tónleikakvöld fyrir sig. Maður vann sem sagt með því að fá fl eiri aðdáendur og viðbrögð frá þeim, með því að selja fl eiri boli og svoleiðis. Við unnum heildarkeppnina á endanum, sem er frekar fyndið miðað við hvernig staðan er núna,“ bætir hún við og hlær. „Þeir voru frekar óreyndir á þessum tíma. Þó svo að við höfum verið á svipuðum aldri og þeir þá höfðum við nátt- úrlega gefi ð út þrjár plötur á þessum tíma þannig að þeir voru dálítið að fá ráðleggingar frá okkur í hinu og þessu.“ En hvernig er að líta til baka og hugsa til þess að ein stærsta hljómsveit samtímans hafi verið að hita upp fyrir sig fyrir rúmum áratug? „Mér fi nnst það æðislegt, einmitt af því að ég veit hvernig gæjar þetta eru. Þeir eiga þetta alveg skilið, hafa unnið eins og vitleysingar og eru mjög metnaðargjarnir. Í mínum huga er þetta góð lífsreynsla.“ Yellow samið um Elízu? Efl aust myndu ýmsir aðdáendur um heim allan gefa ansi margt fyrir að fá að umgangast þá Chris Martin og félaga í Coldplay, en hve- nær hitti Elíza þá síðast? „Ég hitti þá síðast á einhverjum tónleikum í Leeds fyrir nokkrum árum en annars heyrir maður ekkert í þeim. Við héldum aðeins sambandi eftir túrinn en upp á síðkastið hefur þetta orðið algjört súperstjörnudót svo maður er ekki beint að hanga í pilsinu þar. Ég fylgist bara með þeim úr fjarlægð.“ Allir áhugamenn um hljómsveitina Coldplay kannast við lagið Yellow, en það er jafnan talið lagið sem þeir slógu endanlega í gegn með. Höfundur lagsins, Chris Martin, segist sjálfur ekki vita um hvað lagið sé í raun og veru. Erlendis segja menn að textinn sé innblásinn af gulu síðunum í símaskránni en hérlendis hefur sú saga gengið tónlistaráhugamanna á milli að lagið sé hvorki minna né meira en samið um Elízu. „Ég hef heyrt þessa sögu líka en get ekki staðfest hana. Það væri voða gaman ef þetta væri satt en ég segi ekki meira en það,“ segir hún í léttum tón. Hafnaði Coldplay Haraldi Frey Gíslasyni, Pollapönkara með meiru, bauðst að gerast trommuleikari Coldplay skömmu áður en sveitin skaust upp á stjörnuhimininn. Hann afþakkaði pent og þykir honum reyndar ekki mikið til tónlistar þeirra koma. „Þegar Coldplay voru ekki ennþá búnir að gefa út Parachutes, þá fékk ég sem sagt bréf frá þeim í pósti, eða umboðsmanni þeirra. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sem núna er hjá ÚTÓN, hafði verið eitthvað í tengslum við Coldplay og bent þeim á mig. Þeir höfðu nefnilega rekið trommar- ann sinn á þessu tímabili, sem varð reyndar aftur trommari bandsins síðar, svo þá vantaði trommara til að túra með þeim um Bretland þarna áður en Para- chutes kom út, þetta var árið 1999 að mig minnir. Þeir sendu mér eitthvað demó og spurðu hvort ég væri til í að taka þennan túr,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, oft kenndur við Botnleðju og Pollapönk. Hann segir að líklega hafi þeir fengið að heyra eitthvað efni sem hann hafði spilað með Botnleðju en þetta var skömmu eftir að sú hljómsveit hafði túrað um Bretland. Hann segist ekki eiga þetta sögulega bréf varðveitt neins staðar. „Þeir sendu mér demó af lögum sem fóru síðan á Parachutes. Ég sagði bara nei, mér fannst þetta ógeðslega leiðinlegt efni. Þessi demó fannst mér ekki góð en þessi lög heppnuðust reyndar töluvert betur í endanlegri útgáfu á plötunni. Mér fannst reyndar Parachutes ágætisplata en mér fi nnst restin með þeim bara drasl og fi nnst Coldplay mjög leiðinleg hljómsveit.“ Er það að hafa verið boðið að tromma með sveit sem er eitt stærsta nafnið í poppbransanum í dag sem sagt ekki eitthvað sem maður montar sig af? „Ég hvorki monta mig af þessu né neita þessu, þetta er bara eitthvað sem kom upp. Ég væri ekki til í að vera trommuleikari Coldplay í dag og hefði ekki viljað taka þátt í þessu. Þetta er ekki tónlist sem höfðar til mín en samt sem áður fannst mér Parachutes fín plata, eins og ég segi.“ elg Parachutes Útgáfudagur: 10. júlí 2000 Seld eintök: 7,5 milljónir. Smáskífur af plötunni: Shiver, Yellow, Trouble og Don‘t Panic. - Útnefnd plata ársins á Brit-verðlaununum árið 2001. - Útnefnd plata ársins í fl okki „alternative albums“ á Grammy-verðlaununum árið 2003. A Rush of Blood to the Head Útgáfudagur: 26. ágúst 2002 Seld eintök: Rúmlega 12 milljónir. Smáskífur af plötunni: In My Place, The Scientist, Clocks, God Put a Smile upon Your Face. - Útnefnd plata ársins í fl okki „alternative albums“ á Grammy-verðlaununum árið 2003. - Inniheldur lagið Clocks sem var útnefnd lag ársins á Grammy-verðlaununum 2004. (Sölutölur eru fengnar af Wikipedia.) Meðlimir hljómsveitarinnar kynntust allir í University College London. Þar var Chris Martin í fornaldarsögu, gítarleikarinn Johnny Buckland var í stærð- og stjörnufræði, trommarinn Willy Champion lærði mannfræði og Guy Berryman var í verkfræðinámi. Bassaleikari Coldplay, Guy Berryman, er örvhentur en spilar á bassann sem rétthentur. Chris Martin hefur aldrei gefi ð út um hvað lagið Yellow er. Í viðtölum hefur hann alltaf sagst ekki hafa hugmynd en sumir hérlendis hafa sagt lagið samið um Elízu í Bellatrix (sjá viðtal við Elízu). Hljómsveitin hefur skrásett sérstakar hljómsveitarreglur sem hún verður að fara eftir. Þar stendur meðal annars að plötur megi ekki vera lengri en 42 mínútur og innihalda í mesta lagi níu lög. Þar stendur líka að tölvur séu hljóðfæri, ekki upptökutæki, að þeir skulu alltaf halda ákveðinni dulúð og fara því ekki í of mörg viðtöl og að bannað sé að neyta fíkniefna. Neyti einhver fíkniefna verður hann að hætta í hljómsveitinni, sam- kvæmt reglunum. Þegar hljómsveitin vinnur að plötu krota þeir hugmyndir sínar að textum á hvítan fl ygil í húsnæði þeirra. Þegar platan hefur verið kláruð mála þeir fl ygilinn upp á nýtt svo þeir geti byrjað aftur frá gunni fyrir næstu plötu. Trommari Coldplay, Will Champion, hafði aldrei spilað á trommur áður en hann gekk til liðs við hljómsveitina á nítján ára afmælisdaginn sinn. Hann var rekinn úr hljómsveitinni árið 1999 (sjá viðtal við Harald Frey hér til hliðar) en var síðan beðinn um að snúa aftur eftir skamma stund. Chris Martin er sagður hafa samið lagið Fix You handa Gwyneth Paltrow þegar faðir hennar féll frá. Hljómsveitin átti upphafl ega að heita Starfi sh þar til þeir fengu hugmynd- ina að nafninu Coldplay frá vini þeirra. Í myndbandinu við lagið The Scientist sést Chris Martin ferðast aftur á bak í gegnum dramatíska atburðarás. Fyrir myndbandið þurfti hann að læra að fara með texta lagsins aftur á bak, sem er sagt hafa tekið hann mánuð. Myndbandið sópaði til sín verðlaun á MTV-verðlaun- unum árið 2003, meðal annars sem myndband ársins. Gítarleikarinn Joe Satriani höfðaði frægt mál gegn Coldplay á þeim forsendum að þeir hefðu stolið melódíu hans úr laginu If I Could Fly og notað í laginu Viva la Vida. Coldplay höfnuðu því með öllu og var málið fellt niður eftir að málsaðilar komust að samkomulagi utan dómsalar. Hljómsveitin neitar að leyfa notkun á tónlist sinni til að auglýsa söluvarn- ing heldur einungis fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti eða annað slíkt efni.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.