Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 8

Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 8
Monitor FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 stíllinn Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Klassík, 20’s, glys, rómantísk og stundum svolítið drungaleg. Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? Karl Lagerfeld, án efa. Þessi maður er ekki aðeins frábær fatahönnuður, heldur er hann líka æðislegur ljósmyndari og er alltaf flottur á því. Hversu mörg skópör átt þú? Á alls ekki mörg skópör miðað við fólk sem ég þekki. Á held ég um 10-12 skópör og á það til að eyðileggja þau jafnóðum. Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án? Fyrir þá sem þekkja mig þá er það frekar augljóst. Rauður varalitur. Ef þú yrðir að fá þér tattú, hvað myndir þú fá þér og hvar? Í fyrsta lagi myndi ég fá mér kaffibolla á ökklann í tilefni þess að eitthvað kanadískt kaffihús ætti afmæli. Svo myndi ég fá mér tölustafinn 13 á lærið. Katrín Þóra Bragadóttir er á sínu síðasta ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Katrín hefur mikinn áhuga á tísku og vinnur hún í vintage- búðinni Rokki og Rósum með skólanum. Einnig hefur Katrín mikinn áhuga á ljósmyndun og er hún dugleg að sinna því áhugamáli. Það var margt spennandi að sjá þegar Stíllinn kíkti í fataskápinn hennar Katrínar. fataskápurinn Gæti ekki verið án rauða varalitarins BESTA OG ÞÆGILEGASTA Kjóllinn minn frá Munda og peysa sem ég fékk í Rokki & Rósum. Get ekki valið á milli. Flíkurnar eiga það báðar sameig- inlegt að vera rosa þægilegar og með æðislegt munstur. NÝJASTA Gervifeldur sem ég fékk í Rauða krossinum. Finnst hann svo æðislegur og fullkominn fyrir veturinn sem er óðum að nálgast. FLOTTASTA Hvítt vesti sem ég fékk í einhverri búð á Laugaveginum sem ég hafði aldrei farið inn í áður, og samfestingur sem ég fékk í Rokk og Rósum. Ég dýrka þessar flíkur. DÝRASTA Flauelsjakki sem ég fékk í Nostalgíu. Honum fylgir mikið tilfinningalegt gildi og er ein fallegasta flík sem ég á. SKRÍTNASTA Korselett sem ég fékk í Nostalgíu fyrir svona tveimur árum. Hún er úr svörtu flaueli, alsett gullperlum og lýtur svolítið út eins og brynja. Þessi flík heillaði mig svo mikið að ég varð að kaupa hana. ELSTA Tásíður hvítur náttkjóll sem ég fékk í Kolaportinu fyrir óralöngu. Það er enginn miði á honum og hef ég grun um að hann hafi verið sérsaumaður. Þessi kjóll er algjört gull. Myndir/Kristinn 8

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.