Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 stíllinn Nú má með sanni segja að veturinn sé skollinn á og eitt af því sem þarf þá að hafa í huga er umhirða húðar- innar. Þurrkublettir og útbrot eru algeng vandamál á veturna og mikilvægt að fjárfesta í góðum húðvörum til að koma í veg fyrir slíkt. Stíllinn fékk sérfræðinga frá Aveda snyrtivörubúðinni til að sýna okkur það helsta sem þau bjóða upp á af húðvörum og hvaða vörur eru góðar til að verja húðina fyrir kuldanum í vetur. Heilbrigð húð í vetur Hreinsar húðina Fyrir normal/þurra húð: Purifying crème cleanser Fyrir normal/feita húð: Purifying gel cleanser Þetta er andlitshreinsir fyrir daglega notkun sem fjarlægir andlits- farða og óhreinindi. Fjarlægir dauðar húðfrumur Fyrir allar húðtýpur: Tour- maline charged radiant skin refiner Djúp- hreinsandi meðferð til að fjarlægja dauðar húðfrumur, sem afeitrar svitaholur og fjarlægir dauðar yfirborðshúðfrumur til að afhjúpa geislandi húð. Gefur raka Fyrir normal/þurra og normal/feita húð: Botanical Kinetics hydrating lotion Andlitskrem til að næra húð. Þetta krem er einstaklega gott fyrir veturinn, gefur raka og viðheldur líflegri húð. Einnig er gott fyrir húð sem þarfnast enn meiri raka að nota Tourmaline charged hydrating crème til að verja húðina fyrir kuldanum. Þetta er virki- lega góður rakagjafi sem nærir og bætir ljóma við venjulega og þurra húð. Maski Fyrir allar húðtýpur: Intensive hydrating, Masque Olíulaus andlitsmaski sem nærir og sefar þurra húð sem er undir álagi. Þennan maska er gott að nota á veturna, einu sinni í viku í 5-10 mínútur í senn. Þá viðhelst rakinn í húð- inni og hún verður ekki of þurr í kuldanum. Stíllinn hjálpar þér að finna rétta hrekkjavökubúninginn. Hrekkjavöku hugmyndir Leik- og söngkonan Katerina Graham var drungaleg þegar hún mætti í þessum vampírubúningi í hrekkjavökupartí Heidi Klum. Drunga- legir búningar eru alltaf góður kostur, enda er hrekkjavaka einn drungalegasti viðburður ársins. Söngkonan Pink mætti í þessum kvenlega trúða- búningi í hrekkjavöku- partí á síðasta ári. Þetta er skemmtileg hugmynd sem er hægt að flippa svolítið með. Glamúrgellunni Kim Kardashian finnst ekki leið- inlegt í hrekkja- vökupartíum og á hún met í að klæðast þröngum og efnislitlum búningum. Í þetta skiptið bregður hún sér í gervi Wonder Woman og gerir það með stakri prýði. Sápuóperustjarn- an Lauren Wood- land klæddist þessum krúttlega dúkkubúningi þegar hún mætti í hrekkjavöku- partí Heidi Klum. Hugmyndin er skemmtileg og hnéháu sokkarnir gera dúllulúkkið örlítið glyðrulegra. Fullkomin blanda. Ofurfyrirsætan Heidi Klum heldur árlega risastórt hrekkja- vökupartí og eru öllum helstu stjörnunum boðið. Hún veldur sjaldan vonbrigðum þegar kemur að búningavali og í þetta skiptið var hún kisa, glæsileg kisa. Leikkonan Alyssa Milano var í fallegum hvítum englabúningi á hrekkjavökunni í fyrra. Það er hægt að gera örlítið meira úr englabúningnum með því að bæta við skemmtilegri málningu og snið- ugum fylgihlutum. Klassískt og einfalt. E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 19 3

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.