Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Monitor
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð,
er metnaðarfullur og hreinskilinn náungi sem hefur
troðið upp á hér um bil hverjum krók og kima landsins
frá sautján ára aldri. Hann hefur nú sagt skilið við Veð-
urguðina og gefur út sína fyrstu sólóplötu í næstu viku
sem ber einfaldlega nafnið Ingó. Hann segir plötuna, sem
er persónulegri en platan Góðar stundir með Veðurguð-
unum, ekki marka endalok hljómsveitarinnar í ljósi þess
hve þéttan hóp meðlimir hennar mynda. Með plötunni
vonast hann meðal annars til að hrista af sér Bahama-
gæjann eða Gestalista-gæjann. Ingó er líka knattspyrnu-
kappi mikill og hefur nú snúið aftur til heimaliðs síns,
Selfoss, og hyggst taka fótboltann fastari tökum næsta
sumar heldur en undanfarið enda var æskudraumurinn
að verða atvinnumaður á því sviði.
Hver er þín fyrsta minning tengd því að koma fram sem
tónlistarmaður?
Ég byrjaði að spila á gítar í sjöunda eða áttunda bekk og
stofnaði strax hljómsveit sem hét Malbik. Við spiluðum
á öllum bekkjarkvöldum, ég man sérstaklega eftir því
fyrsta. Við spiluðum Farin með Skítamóral, When I
Come Around með Greenday og Rape Me með Nirvana,
kennurunum fannst það ekki skemmtilegt lag. Dagskrá
kvöldsins var Malbik í 45 mínútur og síðan vídjóspóla og
ég held að við höfum spilað Rape Me sex sinnum og Farin
fjórum sinnum enda kunnum við bara þessi þrjú lög.
Þú ert unglingsstrákur á Selfossi þegar Skítamórall, frá
sama bæjarfélagi, trylla landann með smelli eftir smell.
Voru þeir þér vissar fyrirmyndir á þessum tíma?
Já, þeir voru það. Það var samt kannski eins gott að
maður sá þá ekki á sveitaböllunum sjálfum, ég held að
þeir hafi ekki verið eins góðar fyrirmyndir þar (hlær).
Þetta eru allt voða fínir strákar, og fyrirmyndirnar voru
Skítamórall, Á móti sól og Land og synir, þessar sveita-
ballahljómsveitir voru svona að toppa þegar ég var að
byrja að læra á gítar. Ef maður hefði verið þrettán ára í
dag þá væri maður kannski að spila eitthvað allt annað,
maður væri kannski meira retró og artí. Þetta var bara
það sem var í gangi þá og ég er voða ánægður að hafa
alist upp við þetta. Þetta gefur mér ákveðna sérstöðu
í dag, það eru voða fáir á mínum aldri í dag sem eru í
þessari popptónlist. Mér fi nnst ég oft vera hálfgerður
pönkari, svona eini ungi maðurinn sem tekur sveitaböllin
alla leið og gefur út þannig popptónlist. Að sama skapi
líður mér samt stundum eins og ég sé að selja vídjóspólur
á meðan allir eru að dánlóda. Það er náttúrlega allt
morandi í plötusnúðum, hip-hop, R‘n‘B og rappi á meðan
ég er ballfílingnum. Maður mætir kannski á ball með
hljómsveit og ætlar eitthvað að fara að rokka á meðan
aðallagið í dag er eitthvað teknó/R‘n‘B/hip-hop-lag.
Sagan segir að þú hafi r lengi vel stefnt að því að verða
atvinnumaður í knattspyrnu. Hvenær hætti það að vera
draumurinn?
Ég fór til Svíþjóðar þegar ég var sautján, þá var ég að
taka fótboltann alla leið og hafði alltaf gert, og fékk
tækifæri til að fara í unglingaakademíu hjá Örgryte. Síðan
komst ég í U-lið, sem er svona næsta lið á eftir meist-
arafl okki, og þá var mér boðinn samningur en þetta var
frekar einmanalegt líf, að vera ungur í stórborg og vera
bara búinn með eitt ár í framhaldsskóla. Ég kom heim um
jólin og þá var ég beðinn um að spila á giggi með gömlu
hljómsveitinni, það var voða gaman að koma til Íslands
og maður var búinn að sakna þess. Eina sem maður gerði
úti var að æfa tvisvar á dag og svo ekkert meir, svo mér
fannst það bara ekki nógu gaman. Þá má segja að ég
hafi snúið frá því að taka boltann alla leið og snúið út í
músíkina.
Hefur hvarfl að að þér að segja skilið við fótboltann til að
sinna tónlistinni hundrað prósent?
Já, það hefur komið upp í huga mér en svo hef ég nú
svolítið mikla trú á mér í fótbolta svo mig langar dálítið
að sýna hvað ég get í nokkur sumur á meðan ég get það
ennþá. Það er freistandi, í staðinn fyrir að vakna kannski
einn daginn, orðinn 37 ára og geta það ekki lengur.
Þú fékkst smjörþefi nn af þessu popparalífi með
þátttöku í Idol-Stjörnuleit á sínum tíma. Hvernig horfi r
þessi þátttaka við þér í dag?
Þegar ég horfi á Idol í dag þá horfi r þetta ömurlega við
mér, ég verð að segja það eins og er. Mér fi nnst þetta of
leikstýrt og of lítið verið að gefa fólki frelsi til að sýna í
hverju það er gott. Stundum er fólki settur mjög þröngur
rammi utan um hvaða lög það má velja og svo eru
dómarar að gagnrýna keppendur og aðferðir dómaranna
skrýtnar. Það er kannski hægt að syngja betur og koma
fram betur en ég held að það að einhverjir dómarar séu
alltaf að segja tónlistarmanni hvernig hann á að gera
eitthvað sé það versta sem hægt er að gera við hann,
jafnvel þótt hann sé skemmtikraftur. Þessir dómarar áttu
að vera að gefa álit til að hjálpa manni, en ég upplifði
þetta fyrst og fremst sem niðurbrot. Það hefði til dæmis
hentað mér miklu betur að fá að velja úr fl eiri lögum,
ráða hvernig þau væru spiluð í staðinn fyrir þennan
karíókí-stíl. Ef ég lít til baka þá var maður alltof ungur og
meðvirkur á þessum tíma, sagði bara „já og amen“ við
öllu sem var sagt við mann í staðinn fyrir að vera svolítið
harður eins og maður hefði kannski verið í dag. Maður
hefði sagt að allt þetta að maður ætti að brosa meira,
horfa í myndavélina og vera svona og syngja hinsegin
væri bara vitleysa. Það sem ég hef helst lært á mínum
ferli eftir þetta var að fl est sem mér var sagt á þessum
tíma var bull, að undanskildum nokkrum skemmtilegum
augnablikum.
En hvað græddir þú helst á Idolinu?
Það var kannski það að þeir sem höfðu virkilegt vit
á poppbransanum sáu eitthvað í mér, sem þeir hefðu
kannski annars ekki gert. Einar Bárðar hafði strax
samband við mig eftir keppnina og fékk mig á umboðs-
samning hjá Concert. Það gaf mér allavega það klapp á
bakið sem ég þurfti og eftir það tók ég þetta bara alla leið.
Annars er ég þannig að ef ég er gagnrýndur þá fi nnst mér
þeim mun skemmtilegra að sýna að það sem verið er að
gagnrýna sé kjaftæði. Eftir að dómararnir höfðu skotið á
mig viku eftir viku, þá fannst mér gaman að koma, gera
þetta bara sjálfur og segja í raun: „Hringið í mig eftir tíu
ár.“
Þú fórst með aðalhlutverk í söngleiknum um Buddy
Holly og hefur gefi ð út að þig langi að leika meira. Má
búast við að sjá þig á leiksviði eða jafnvel kvikmyndum
á næstunni?
Jú, ég hef trú á að ég gæti leikið meira. Ég held að það sé
þar sem margir stranda, þeir hafa ekki trú á því að þeir
geti gert hlutina, en ég hef fullt sjálfstraust sem leikari og
þess vegna langar mig dálítið að prófa án þess að þurfa
að vera að harka sem leikari í mörg ár. Ég er dálítið að
bíða eftir því að eitthvað tækifæri komi upp í hendurnar
á mér, að einhver vilji kannski prófa að nota mig sem
leikara, svipað eins og það sem gerðist með Buddy Holly
og gekk mjög vel. Hjá leikurum fi nnst mér það vera
þannig að annaðhvort eru þeir með þetta eða ekki og ég
hef sem sagt trú á því að sem leikari hafi ég þetta.
Nú hefur þú verið öfgaduglegur að troða upp úti um allt.
Fyrir hvernig hópa af fólki fi nnst þér skemmtilegast að
spila?
Í dag fi nnst mér langskemmtilegast að spila fyrir
krakka, kannski frá þriggja ára upp í þrettán ára og jafn-
vel aðeins eldri. Þeir eru móttækilegastir, eru náttúrlega
sem betur fer alltaf bláedrú, og þeir eru alltaf
einlægir. Þeir sitja og hlusta og það er auðvelt
að gleðja þau, það þarf oft svo lítið til. Annars fi nnst
mér eiginlega alltaf gaman að koma fram en sérstaklega
gaman fyrir krakkahópa.
Hyggst þú þá gefa út eitthvað sérstakt barnaefni í
náinni framtíð?
Nei, ég myndi örugglega aldrei gefa út plötu sem væri
bara með barnaefni. Mér fi nnst fólk oft vanmeta krakka
dálítið, þeir eru nefnilega dálítið klárir. Þeir vilja ekkert
endilega eitthvað átrúnaðargoð sem er einhver álfur eða
trúður, kannski fi nnst þeim bara kúl að fíla Ingó þótt
hann sé bara venjulegur strákur, eða 25 ára, sem gerir
sín eigin lög. Krakkar vilja ekkert endilega bara hlusta á
eitthvað sem er sérstaklega stílað inn á þau.
Hvert er vandræðalegasta giggið sem þú hefur spilað?
Það var þegar við bróðir minn vorum bókaðir í fi mm-
tugsafmæli í húsnæði veitingastaðar og gerðum ráð fyrir
að giggið sjálft færi fram í veislusal á efri hæð staðarins.
Við mættum þangað en þá var bara enginn þar. Við vor-
um steinhissa en leituðum áfram, enda vissir um að við
hefðum verið bókaðir þarna til að spila í 25 mínútur. Svo
fórum við á neðri hæðina til að spyrja gæjann í afgreiðsl-
unni en hann kannaðist ekki við neitt fi mmtugsafmæli.
Þá heyrði ég allt í einu kallað á mig frá veitingastaðnum
sjálfum og þá sat þar maður með konunni sinni. Þau voru
að borða forrétt saman og hann sagðist sem sagt hafa
bókað mig. Ég var svolítið undrandi en spurði hann hvort
ég væri kannski kominn of snemma. Þá sagði hann: „Nei
nei, það er bara núna. Ætlið þið ekki að byrja?“. Ég spurði
hann hvort hann vildi að við spiluðum fyrir alla sem
sætu þarna en hann sagði: „Nei, bara fyrir okkur tvö.“ Þá
áttum við sem sagt að spila bara fyrir hjón sem voru úti
að borða í tilefni af fi mmtugsafmæli konunnar. Við viss-
um aldrei hvert við ættum að horfa, hvort við ættum að
horfa á þau meðan þau borðuðu eða bara út í sal, en við
létum okkur hafa þetta og þetta er mjög eftirminnilegt.
Af hverju Bahamaeyjar?
Þetta var fyrsta lagið sem ég gaf út og ég hef einhvern
veginn alltaf haldið að guð hafi horft á hvað ég harkaði
mikið frá því að ég var sautján ára, alltaf allsgáður og
þvílíkt að standa mig, spilaði úti um allar trissur og góður
við alla og hann hafi svo bara sent mér þetta þegar ég var
21 árs. Ég man ennþá hvar ég var þegar þessi hugmynd
kom, ég var að keyra á hringtorgi við Pylsuvagninn á
Selfossi með rúðuþurrkurnar á þegar allt í einu fór þessi
„Bahama“-melódía að hljóma í hausnum á mér og ég
losnaði ekki við hana. Þetta var töfrum líkast og ég fór
heim og kláraði lagið, bjó til smá intró og fyndinn texta og
svo sagði ég við strákana að við ættum að taka þetta upp.
Veðurguðirnir voru eitthvað efi ns í byrjun, en svo tókum
við þetta upp og fórum með þetta niður á FM og svo sat
ég fyrir utan höfuðstöðvar þeirra þegar þeir spiluðu lagið
svona ellefu sinnum í röð. Þá vissi ég að eitthvað væri að
fara að gerast.
Textarnir sem þú hefur samið með Veðurguðunum
eru oftast til einfaldir en hafa margir hverjir hitt vel í
mark. Upp úr hverju leggur þú helst þegar þú semur
popptexta?
Ég er kannski ekki mjög ljóðrænn í sjálfu sér en mér
fi nnst skemmtilegast að segja eitthvað umbúðalaust.
Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is
Myndir: Sigurgeir Sigurðarson sigurgeir@mbl.is
Mér fi nnst ég oft vera
hálfgerður pönkari,
svona eini ungi maðurinn sem
tekur sveitaböllin alla leið og
gefur út þannig popptónlist.
Það eru fáar poppstjörnur hérlendis jafnduglegar að koma fram og Ingó, sem gefur senn út
sína fyrstu sólóplötu. Hann langar þó ekki einungis að starfa við tónlist á komandi árum
því hann langar líka að láta til sín taka í leiklist, fótboltaþjálfun og jafnvel stjórnmálum.
að forðast freistingar
Helsta kúnstin
HRAÐASPURNINGAR
Fyrstu sex: 310586.
Uppáhaldsmatur: Slátur með jafningi og
kartöfl um.
Uppáhaldsstaður í heiminum: Tenerife
eða Kúba, mér fi nnst gott að vera þar
sem er gott veður.
Uppáhaldstónlistarmaður: John Lennon.
Uppáhaldslag úr eigin smiðju: Hún á
mann, á nýju plötunni.