Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Þetta er dálítið eins og málverk, ég mála mann, hús og bíl á meðan aðrir mála kannski einhverja reiti og eitthvað dót og fólk á að leggja skilning í það og túlka eftir eigin höfði. Mitt dót er bara aðgengilegt en ég reyni kannski að segja einhverjar sögur, þá er svo auðvelt að fl ytja lögin. Svo er þetta ósköp einfalt, ef þetta er eitthvað sem kemur frá þér sjálfum og þú ert ekki að reyna að herma eftir einhverjum þá virkar þetta yfi rleitt alltaf. Það er sama hvort það sé Steindi eða Björk, ef þetta kemur frá hjartarótum, þá virkar það. Ég er bara svona einfaldur gæi, sem lifi r einföldu lífi og syngur um einfalda hluti og þá skilur fólk það og tengir við. Hvað er það besta við líf tónlistarmanns á Íslandi og hvað er það sísta? Þetta er stundum of mikið frelsi og það er spurning hvernig það fer með þig, það er hellingur af tækifærum og freistingum sem er kannski það versta fyrir mann sem er eirðarlaus að eðlisfari. Það fylgir þessu lífi lítil reglufesta en það getur líka verið það besta, það er rosalega gaman að vakna einn daginn á Seyðisfi rði og svo næsta daginn á Bolungarvík, geta sofi ð út þegar þig langar. Þú ert með miklar tekjur en stuttan vinnutíma og hvort er það kostur eða galli? Það getur verið beggja blands því það kemur fyrir að manni leiðist og þá er stutt í að maður fari að spila póker eða að maður venji sig á eitthvað sem getur þess vegna verið hættulegt. Það má segja að kostirnir og gallarnir geti verið þeir sömu. Hefur þú brennt þig á einhverjum af þessum freistingum? Já já, það má alveg segja það. Ég hef gert mína skandala hér og þar en á kannski engar sögur til að segja. Svo er auðvitað hellingur af kjaftasögum sem magnast upp þegar maður gefur færi á sér. Ef maður gerir ein mistök, þá er miklu auðveldara fyrir fólk að trúa öðrum sögum um mann líka. Finnur þú mikið fyrir kjaftasögunum? Já, ég fi nn nú frekar mikið fyrir því en læt þær hafa lítil áhrif á mig. Í lok dags þá veit ég sjálfur hvað ég hef gert og hvað ég hef ekki gert. Af þessum kjaftasögum sem maður hefur heyrt þá tekur maður nú lygarnar ekki inn á sig en manni fi nnst kannski leiðinlegt að fólk hafi frétt af einhverju þegar maður var að gera eitthvað sem maður hefði betur sleppt en það fylgir þessu. Með tímanum hef ég lært að loka á alla þessa hluti og halda áfram að gera mína hluti og reyna að standa mig í því án þess að vera í einhverju rugli. Helsta kúnstin er að forðast allar freistingar. Hvers vegna ákvaðst þú að gefa út sólóplötu í stað annarrar plötu með Veðurguðun- um? Það er kannski aðallega vegna þess að þegar það eru fi mm, sex manns að vinna saman að svona plötu þá vilja allir hafa eitt- hvað um málið að segja. Allir vilja skipta sér af því hvernig trommurnar eru, hvernig bassinn er og svo framvegis. Ég er frekar meðvirkur að eðlisfari þannig að ég hef oft farið einhverj- ar leiðir sem ég hef kannski ekki verið sáttur við eftir á að hyggja, sem er dálítið vitlaust. Stundum hefur maður kannski ekki verið nógu harður á sinni skoðun þannig að það er aðallega sú ástæða, að prófa að ráða öllu á einni plötu og sjá hvernig það kemur út. Þú fórst í stjórnmálafræði í háskóla og hættir. Er planið að klára stjórnmálafræðina seinna? Ég hugsa að ég færi í eitthvað annað ef ég færi aftur í háskólann þótt þetta hafi verið allt í lagi. Ég hef mikinn áhuga á stjórnmál- um. Það er kannski af því að ég hef mikinn frítíma en ég stend mig oft að því klukkan þrjú um nótt að vera á netinu og vera búinn að lesa allar fréttir á Eyjunni, DV og öll kommentin, horfa á Silfur Egils þrisvar og Kastljósið tvisvar, þannig að maður er þokkalega vel inni í þjóðfélagsmálum. Þess vegna fannst mér heillandi að fara í stjórnmálafræði upp á að fá ákveðinn grunn ef maður færi til dæmis seinna út í stjórnmál. Er stefnan sett á að komast á þing? Ég gæti alveg hugsað mér að fara í stjórnmál seinna meir. Ég gæti kallað mig Þingó eða Alþingó, það hljómar dálítið eins og eitthvað spænskt. Ég hef mínar skoðanir og hugsjónir í hinu og þessu og þá held ég að það sé alveg eins grundvöllur fyrir mann í stjórnmálum. Heimildir Monitor herma að þú sért að sækja fótboltaþjálfara- námskeið. Ert þú að róa á önnur atvinnumið en popparabrans- ann? Já, ég held að ég hefði mjög gaman af því að þjálfa. Ég er að taka fyrstu stigin sem gefa réttindi til að þjálfa yngri fl okka en ég hefði áhuga á að þjálfa bara meistarafl okkslið. Ég gæti hugsað mér að gera það fl jótlega, ég gæti tekið við einhverju liði og verið spilandi þjálfari með einhvern góðan aðstoðarþjálfara með mér. Það er kannski eins með þetta og með leiklistina að ég hef ákveðna oftrú á sjálfum mér, mig langar mjög mikið að prófa að þjálfa fótboltalið. Af því að hafa verið með svona marga þjálfara í gegnum tíðina hefur maður lært ýmislegt í sambandi við hvernig á að þjálfa lið og hvernig á ekki að gera það. Ég er tuttugu og fi mm ára í dag og ég segi það í fullri alvöru að ef mér yrði boðið að vera meistarafl okksþjálfari hjá einhverju liði þá væri ég ekkert smeykur við það. Sérð þú fram á að vera að stússast í poppbransanum fram á elliárin? Ég sé fyrir mér að ég verði sextugur í golfferð á einhverri framandi eyju og þá verði ég kannski búinn að gefa út tólf plötur. Er síðan ekki klassískt að taka Ingó og Gospelkórinn einn daginn og Ingó og Sinfó eftir það? Maður er alltaf að semja eitthvað, ég byrjaði á því löngu áður en ég byrjaði í hljómsveit. Þá var maður byrjaður að semja lag um gangavörðinn í skólanum en þörfi n fyrir að skapa fylgir manni alltaf. ÞETTA EÐA HITT Upptroðsla sem trúbador eða með bandi á sveitaballi? Trú- bador fyrir yngri áheyrendur en ballið fyrir eldri. Pylsuvagninn á Selfossi eða Bæjarins beztu? Pylsuvagninn á Selfossi, þeir sem hafa prófað hann vita af hverju. Boltinn eða poppið? Poppið í dag og boltinn í sumar. Af tvennu slæmu, hvort myndir þú frekar vilja verða gjörsamlega laglaus eða verða útlægur frá Íslandi til æviloka? Laglaus. Þá myndi ég spila bara á gítar og láta bróður minn syngja. Svo sat ég fyrir utan höfuð- stöðvar þeirra þegar þeir spiluðu lagið svona ellefu sinnum í röð. Þá vissi ég að eitthvað væri að fara að gerast.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.