Monitor - 27.10.2011, Side 18

Monitor - 27.10.2011, Side 18
18 Monitor FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Það er ansi algengt að íþróttamenn og stórstjörnur Hollywood pari sig saman þótt ástin sé hverful á þeim bæjum eins og annars staðar. Monitor tók út helstu íþróttamanna- og stjörnupörin. ÍÞRÓTTAMENN SK RA Ökuþórinn Lewis Hamilton og söngdívan Nicole Scherzinger hættu saman í síðustu viku eftir fjögurra ára sam- band. Orsök sambandsslitanna eru sögð vera hvað þau hafa getað varið litlum tíma hvort með öðru að undanförnu. Lewis Hamilton Nicole Scherzinger Hljólreiðameistarinn Lance Armstrong skildi við móður fyrstu þriggja barna sinna árið 2003 og hóf upp frá því að vera með söngkonunni Sheryl Crow. Í september 2005 tilkynntu þau um trúlofun sína en í febrúar á næsta ári höfðu leiðir þeirra skilið. Lífi ð tekur óvæntar beygjur hjá hjólreiðaköppum. Lance Armstrong Sheryl Crow Boxarinn Wladimir Klistchko og Ha yden Panettiere úr þáttunum Heroes slitu tveggja ára sambandi sínu í m aí síðastliðnum. Panettiere sást endrum og eins á bardögum boxarans en þess má geta að hæðarmunurinn á turtildúfunum fyrrverand i er 41 sentímetri. Wladimir Klitschko Hayden Panett iereÞótt Marko Jaric hafi ekki afrekað margt á þeim sex tímabilum sem hann spilaði í NBA þá sér hann efl aust ekki eftir komunni til Banda-ríkjanna en þar nældi hann sér í eina fl ottustu fyrirsætu heims, Adriana Lima. Parið gifti sig á Valentínusardaginn árið 2009. Marko Jaric Adriana Lima Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum undanfarin ár, Tom Brady, og ofurfyr- irsætan Gisele Bündchen giftust við litla kaþólska athöfn í febrúar 2009. Tveimur mánuðum síðar héldu þau aðra og stærri athöfn í Kosta Ríka. Saman eiga hjónin einn son. Tom Brady Gisele Bündchen Glamúrdrottningin Kim Kardashian festi ráð sitt við körfuboltamanninn Kris Humphries í ágúst síðastliðnum. Trúlofunarhringur parsins er sagður hafa kostað tvær milljónir dollara, þótt hvorugt þeirra hafi þurft að borga hann. Það hefur lengi þótt gott að þekkja rétta fólkið. Kris Humphries Kim Kardashian ÞAÐ MUNAR 49 SENTÍMETRUM Á HÆÐ KRIS OG KIM TVÆR ATHAFNIR VAR ÞAÐ EINA SEM NÆGÐI JARIC ER ÓHEPPINN Í SPILUM, HEPPINN Í ÁSTUM LANCE, LANCE, LANCE OG CROW HAYDEN ER 11 ÁRUM YNGRI EN WLADIMIR

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.