Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 19

Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 19
Körfuboltamað- urinn Tony Pa rker og leikkonan Eva Longoria kynntust í ársl ok 2004 og byrjuðu saman skömmu seinna. Þa u giftu sig sumarið 2007 en þremur árum seinna stóðu þau strax í skilnaðarferli sem var ýmist sa gt stafa af framhjáhaldi Parker með eiginkonu fyrrum samherja síns eða vegna persónulegra ágreininga. Skilnaður þeirra var staðfestur í upphafi ársins 2011. Tony Parker Eva Longoria 19 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Monitor Knattspyrnumaður- inn Gerard Pique og söngkonan Shakira kynntust í kringum vinnu við HM í knattspyrnu sum- arið 2010. Þau opinberuðu samband sitt í ársbyrjun 2011 og eru enn sögð saman þrátt fyrir o rðróma um framhjáhald Pique. Gerard Pique Shakira Það liggur trúlega enginn vafi á því að frægasta parið í þessum fl okki ástarsambanda er Beckham-hjónin. Þau byrjuðu saman árið 1997, á Spice Girls-árum Victoriu, hafa verið gift frá 1999 og eiga saman þrjá drengi og eina stelpu en Elton John er guðfaðir eldri sonanna, Brooklyn og Romeo. David Beckham Victoria Beckham Knattspyrnu- maðurinn Ashley Cole og söngkonan Cheryl Tweedy, eins og hún hét þá, byrjuðu saman í september 2004 og giftust tveimur árum seinna. Í janúar 2008 stigu fram tvær konur í slúðurpressuna og sögðust hafa átt náin kynni við Ashley eftir að hann giftist. Hjónin stóðu sögusagnirnar af sér en tveimur árum seinna stigu fi mm konur í viðbót fram í sviðsljósið með sambærilegar sögur og upp frá því fór allt í bál og brand. Hjónin skildu í maí 2010. Ashley Cole Cheryl Cole Körfuboltakappinn litríki Dennis Rodman og fyrirsætan og leikkonan Carmen Electra giftust árið 1998 í The Little Chapel of Flowers í Las Vegas en skildu ári síðar. Dennis Rodman Carmen Electra Tenniskonan Anna Kournikova og popp stjarnan Enrique Iglesias verða að teljast ansi langlíf í sambandi miðað við dæmigert stjörnupar en þau hafa verið saman síðan árið 2001. Síðan þá hefur slúðurpressan skipst á að segja þau hætt saman eða gift. Þess má geta að hún lék í tónlistarmyndbandi söngvarans við lagið Escape. Anna Kournikova Enrique Iglesias Tennisdrottningin Serena Williams og rapparinn Common sáust fyrst saman opinber-lega haustið 2007. Upp frá því sást Common af og til á leikjum Williams auk þess sem hún lék í tónlistarmyndbandi hans við lagið I Want You. Parið hætti saman vorið 2010. Serena Williams Common DAVÍÐ OG KRYDDPÍAN ANNA SPILAR TENNIS, ENRIQUE SYNGUR UM BORÐTENNIS ANNAÐ ÞEIRRA BARÐIST FYRIR ÁSTINNI, HITT GERÐI ÞAÐ EKKI ALGENGUR OG SERENA Á MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI PIQUE VEIT VEL AÐ ÞESSAR MJAÐMIR LJÚGA EKKI DENNIS OG SPÚSA VORU EKKI GIFT ÝKJA LENGI HJÓNIN PARKERA VESPUNNI

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.