Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 20
kvikmyndir Andy Serkis Hæð: 173 sentímetrar. Besta hlutverk: Gollrir í Hringa- dróttinssögu. Staðreynd: Serkis heldur með enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Eitruð tilvitnun: Mér fi nnst ég í rauninni ótrúlega frjáls í annars manns skinni. 1964 Fæðist þann 20. apríl í Ruislip Manor í Vestur-London. 1983 Eftir að hafa hannað sviðs- myndir fyrir skólaleikritin í Lancaster-háskóla hlýtur hann aðalhlutverkið í Gotcha. Sú reynsla verður til þess að hann breytir aðalfaginu sínu í leiklist. 1990 Eftir að hafa ferðast mikið sem leikari sest Serkis að í London þar sem hann ver næsta áratug og tekur þátt í fjölda uppfærslna. 1999 Leikur Albert Ein-stein í sjónvarps- þáttaröð á BBC sem ber heitið Einstein and Eddington. 2001 Hringadróttins-saga er frumsýnd og Serkis fer með hlutverk Gollris undir leikstjórn Peter Jackson. Þó að sögupersónan sé tölvuteiknuð þá á Serkis röddina, hreyfi ngarnar og svipbrigðin. 2002 Gengur í það heilaga með ensku leikkonunni Lorraine Ashbourne. Sama ár er önnur mynd Hringadróttinsþríleiksins frumsýnd. 2005 Aftur styðst Peter Jackson við krafta Serkis. Í þetta sinn glæðir Serkis King Kong lífi með rödd sinni, hreyfi ngum og svipbrigðum. 2006 Leikur Mr. Alley í kvikmyndinni The Prestige þar sem Hugh Jackman, Christian Bale, Scarlett Johansson og Michael Caine leika aðalhlutverkin. 2010 Leikur gáfaða simpansann Ceasar í Rise of the Planet of the Apes. 2011 Í janúar er það staðfest að Serkis muni aftur bregða sér í hlutverk Gollris í The Hobbit sem verður sýnd í tveimur hlutum árið 2012 og 2013. Fer með hlutverk Kolbeins kafteins í mynd Steven Spieldberg um Tinna. FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Kolbeinn kapteinn: „Veist þú hvað þú ert að gera?“ Tinni: „Rólegur, ég tók einu sinni viðtal við fl ugmann.“ Myndin fjallar um hinn unga og ákafa blaðamann Tinna sem gerir nánast hvað sem er fyrir góða frétt. Ákefð Tinna kemur honum oftar en ekki í ýmis vandræði og það stefnir svo sannarlega í slíkt þegar hann fer að grennslast fyrir um skipið goðsagnakennda, Einhyrn- inginn. Tinni uppgötvar vísbendingar eins og honum einum er lagið og í fram- haldinu kynnist hann hinum skrautlega og skapstóra Kolbeini kaptein. Í ljós kemur að forfaðir Kolbeins, Rögnvaldur rauði, var skipstjóri Einhyrningsins þar til skipinu var sökkt á mjög dularfullan máta. Ákveða þeir félagar að komast til botns í málinu, enda hermir sagan að fjársjóður einn mikill hafi fylgt Einhyrningnum niður á hafsbotn. Með í för slást tvíburarnir og leynilöggurnar léttgeggjuðu Skapti og Skafti, sem gera að sjálfsögðu hvert axarskaftið á fætur öðru. Vandamálið er að okkar menn eru ekki þeir einu sem leita fjársjóðsins. facebook.com/monitorbladidVILTU MIÐA? Monitor ætlar að gefa miða á Ævintýri Tinna, fylgstu með... FRUMSÝNING HELGARINNAR K V I K M Y N D ÆVINTÝRI TINNA Tómas Leifsson Aðrar frumsýningar: Human Centepide 2 – The Help FRUMSÝND FÖSTUDAGINN 28. OKTÓBER Ævintýri Tinna Leikstjórn: Steven Spieldberg. Aðalhlutverk: Cary Elwes, Daniel Craig, Tony Curran, Jamie Bell, Andy Serkis, Daniel Mays, Simon Pegg og Nick Frost. Lengd: 107 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó og Sambíóin Egilshöll. Hreistraðir hrúðurkarlar Allir þekkja sögurnar um blaðamanninn Tinna og hans félaga. Sögurnar eru fyrir löngu orðnar klassískar og var það ekki spurning um hvort heldur hvenær Hollywood myndi notfæra sér þær. Það voru síðan engar smá sleggjur sem tóku þetta verkefni að sér, Steven Spielberg og Peter Jackson. Þarna mætast tveir turnar í kvikmynda- gerð og úr verður ótrúlega vel gerð kvik- mynd sem stendur undir öllum væntingum. Ég var virkilega ánægður með að þeir standa vörð um sögurnar og eru ekkert að breyta því sem Hergé gerði svo meistaralega á sínum tíma. Andrúmsloft bókanna kemst mjög vel á hvíta tjaldið og ég er ekki frá því að Hergé sjálfur hefði verið nokkuð sáttur með þetta allt saman. Sagan er unnin upp úr þremur bókum og tekst það einstaklega vel. Atburðarásin er hröð og heldur fínum dampi. Húmorinn er einnig aldrei langt undan og þá sérstaklega aulahúmorinn sem er svo áberandi í bókunum. Óskarinn ekki langt undan Ég á varla til lýsingarorð yfi r það hvað þessi mynd er fl ott. Hún hlýtur að setja ný viðmið í allri tæknivinnslu. Nákvæmnin er mögnuð og voru ótrúlegustu smáatriði útpæld. Eltingarleik- irnir eru hreinlega fáránlegir og þurfti ég oft að minna mig á það að ég var að horfa á tölvuteiknaða kvikmynd. Kvik- myndatakan er einnig mjög vel gerð og fær Spielberg mikið hrós fyrir góða leikstjórn. Þeir Nick Frost og Simon Pegg fóru á kostum sem hinir skemmtilegu Skapti og Skafti. Þeir áttu að fá meiri tíma fyrir framan kameruna ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Aðrar raddir eru einnig góðar og segja má að allt val í raddsetn- ingunni sé fullkomið. Niðurstaðan er því meistaralega vel gerð mynd sem á fullt erindi í bestu myndir ársins. Það er alltaf viðburður þegar idSoft gefur út tölvu- leiki, en þeir hafa staðið að baki tímamótaleikjum á borð við Doom, Quake, Wolfenstein og fl eirum. Síðustu sex árin hefur fyrirtækið verið að vinna að leiknum Rage sem kom út fyrir stuttu síðan. John Carmack, einn aðalmaðurinn hjá idSoft lét hafa eftir sér að söguþráður í tölvuleikjum væri eins og sögurþráður í klámmynd. Það búast allir við að hann sé til staðar, en hann skiptir engu máli. Þessi orð bergmála í höfði manns þegar maður spilar Rage, en leikurinn einkennist af mjög rýrum söguþræði. Jörðin var nálægt gjöreyðingu eftir árekstur við loftstein og fl úði mannkynið neðanjarðar í litlum hylkjum sem kölluð eru arkir. Í upphafi leiksins ranka leikmenn við sér í einni slíkri örk og við þeim blasir nýr og breyttur heimur. Rage er fyrst og fremst fyrstu persónu skotleikur, en inn í það blandast bílaatriði, mini-leikir, opinn heimur og kerfi þar sem leikmenn geta djúsað per- sónu sína upp. Leikmenn vaða á milli bæja á hinum ýmsu farartækjum, en í hverjum bæ er haugur af undarlegum persónum sem freista leikmanna með allskyns verkefnum, einnig eru í bæjunum búðir sem kaupa drasl og selja vopn og aukahluti. Spilunin gengur út á að leysa verkefnin, bæta við vopnin og lifa af í von um betri tíma. Spilunin er tiltölulega opin og geta leikmenn ráðið hvernig þeir tækla leik- inn, en spilunin minnir oft á leiki á borð við Fallout 3 og Borderlands. Þegar „söguþræðinum“ sleppir geta leikmenn dundað sér í netspilun sem einblínir nær eingöngu á bílaatriði. Verkefnin eru af ýmsum toga, en öll krefjast þau að láta vopnin tala eða að keyra um og talandi um vopn, þá eru í leiknum ansi mörg skemmtileg og eftir- minnileg vopn á borð við haglabyssur (ala idSoft), sniper-riffi ll og svo hringlaga kastvopn sem getur fjarlægt útlimi óvinanna á tiltölulega einfaldan máta. Einnig eru í leiknum vopn sem geta yfi rtekið huga óvinanna með skemmtilegum afl eiðingum. Grafíkin í Rage er mjög fl ott og hafa idSoft-menn náð að skapa heillandi framtíðarheim með öfl ugum persónum og óvinum sem hafa tölu- vert til brunns að bera þegar kemur að gervigreind. Talsetning og tónlist er með ágætum, ekkert stórkostlegt, en mjög vel viðunandi. Það er klárt að idSoft er ekki runnin reiðin þegar kemur að gerð tölvuleikja og mæli ég glaður með þessum stórgóða leik sem tekur nokkra tugi klukkutíma af lífi manns. Ólafur Þór Jóelsson Reiður, reiðari, reiðastur Tegund: Skotleikur PEGI merking: 18+ Útgefandi: Bethesda Dómar: Gamespot 8 af 10 / IGN 8,5 af 10 / Eurogamer 8 af 10 Rage TÖ LV U L E I K U R

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.