Monitor - 27.10.2011, Síða 21

Monitor - 27.10.2011, Síða 21
21 FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Monitor Mér hefur alltaf þótt gaman að rifja upp gamla tíma en þeir sem mig þekkja vita að ég er mikill fortíðarþrárseggur. Í þeim efnum fi nnst mér hvað skemmtilegast að rifja upp æskuminningar. Þegar ég var lítill ætlaði ég lengst af að verða atvinnumaður í knattspyrnu og jafnvel leikari í hjáverkum. Í því samhengi var ég heltekinn af fótbolta og lék mér þar af leiðandi mikið með bolta. Ég lék mér þó ekki einungis með bolta því þess á milli lék ég mér sýknt og heilagt með leikfangakarla, leikfangavopn og í tölvu- leikjum. Fyrir skemmstu varð mér hugsað út í þessa leiki sem maður lék sér í. Við kölluðum það að leika okkur með vopnin „byssó“, eins og algengast er. Þá áttum við vinirnir hinar ýmislegu skammbyssur og riffl a, jafnvel sérstakar James Bond-byss- ur, ásamt fornaldarlegri vopnum eins og víkingasverðum og öxum. Leikurinn með hasardúkkurnar var kallaður „kölló“. Þar stillti maður gjarnan upp Spiderman gegn einhverju hrottalegu illmenni eða tefl di fram strumpi á móti Batman og lét þá berjast fram í rauðan dauðann. Í tölvuleikjadeildinni byrjaði maður í Super Mario þegar maður var ennþá undir einum metra á hæð en seinna urðu leikirnir fl óknari. Þá voru spilaðir íþróttatölvu- leikir og jafnvel byssuleikir, þegar stóri bróðir leyfði manni að prófa. Í öllum þessum leikjum gat maður skemmt sér tímunum saman, jafnt með vini sínum eða bara einn með sjálfum sér. Síðast þegar ég heimsótti þessar minningar var það reyndar á merki-lega dramatískum forsendum. Það voru sorglegu fréttirnar sem manni eru færðar í sjónvarpsfréttum sem fengu mig til að pæla í þessum leikjum. Það voru fréttir frá stríðshrjáðum löndum, þar sem fólk er skotið í sundur og sprengt í tætlur. Fólkið er oftast nær blásaklaust en býr einfaldlega við þær ömurlegu aðstæður að vera fætt inn í þennan heim á stríðshrjáðum slóðum. Í ljósi þessa getur maður ekki annað en velt fyrir sér hvort það sé ekki hálfbrenglað að litlir strákar uppi á hinu friðsæla Íslandi leiki sér að því að ímynda sér að þeir séu í stríði. Bakgarður besta vinar míns varð ófáum sinnum blóðugur vígvöllur, ég skemmti mér konunglega við það að tæta vini mína í sundur með hríðskota- byssu. Ég lék mér að því að drepa. Kölló-leikurinn var líka oft og tíðum ansi ofbeldisfullur þar sem Spider- man sleit jafnvel handleggina af Batman, beitti aðferðum sem hörðustu stríðsglæpamenn létu sér ekki detta í hug. Er ekki eitthvað klikkað við það? Ég er ekki að mælast til þess að hætt verði að selja dótabyssur og Batman-karla úti í leikfangabúðum eða að sett verði á laggirnar herferð til að börn leiki sér einungis með bangsa og límmiðabækur. Ég veit líka að þetta er engin nýlunda, pabbi minn lék sér í kábojaleikjum og afi minn hefur efl aust stundum þóst vera breskur dáti í seinni heimsstyrjöldinni. Ég er einfaldlega að varpa ljósi á hvað þetta er klikkuð tilhugsun. Þegar öllu er á botninn hvolft þakkar maður bara fyrir að koma frá landi sem þekkir hvorki sverð né blóð. Á sama tíma vonar maður bara að þótt krakkar iðki svona leiki læri þeir síðar og seinna meira að vera þakklátir fyrir friðinn og geri ekki lítið úr alvarleika hörmulegra hluta eins og styrjalda. Ég hef reyndar engar áhyggjur, enda er að minnsta kosti enginn þessara vina minna né ég orðinn hryðjuverkamaður eða ófriðarsinni. Allavega ekki ennþá. Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is ORÐ Í BELG Ég drap vini mína oft FÖ Ð U R LA N D IÐ MIÐASALA Á MIDI.IS OG Í BRIM, LAUGAVEGI OG BRIM KRINGLUNNI THE ENTIRELY TOO MUCH INFORMATION TOUR HÁSKÓLABÍÓ 9. NÓVEMBER KL 21:00 Geggjaði Jackassgrínistinn Steve O mun heimsækja okkur Íslendinga í nóvember og vera með alveg brjálað uppistand í Háskólabíói. The Entirely Too Much Information Tour er að mestu leyti uppistand, þar sem Steve O fer á kostum með sprenghlægilegar sögur sínar. Þeir sem þekkja Steve O vita að það er ekki langt í Jackasssprellið og mun hann skella sér í einhver frábær áhættuatriði á sýningunni. Steve O hefur ferðast um öll Bandaríkin, Evrópu og eins Ástralíu með sýninguna The Entirely Too Much Information Tour og hefur hún alls staðar slegið í gegn enda frábær skemmtun hér að ferð.

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.