Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 27.10.2011, Blaðsíða 22
22 Monitor FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 27. október 2011 | Allt að gerast - alla fi mmtudaga! ERT ÞÚ AÐ GERA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT? monitor@monitor.is fílófaxið fi mmtud27okt ÚTGÁFUPARTÍ SYKURS Faktorý 20:30 Hljómsveitin Sykur gaf nýverið út sína aðra breiðskífu og ber hún nafnið Mesópótamía. Hljómsveitin fagnar útgáfunni með því að hlusta á hana í heild sinni á Faktorý. Platan er föl á staðnum og frítt er inn. THE VINTAGE CARAVAN Gaukur á Stöng 21:00 Hljómsveitin The Vintage Caravan spilar rokk í anda Led Zeppelin, Deep Purple, Jimi Hendrix og Black Sabbath og sjá þeir um að trylla lýðinn eftir að hljómsveitin Murrk hefur hitað upp mannskapinn. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. 1860 Café Rosenberg 22:00 Undanfarið hafa strákarnir í 1860 haldið sig í hljóðverinu við upptökur á smáskífu fyrir Bandaríkja- markað en nú ætla þeir að spila lög sín af plötunni, Sagan, ásamt nýrri lögum. 1.000 krónur kostar föstudagu28okt Kvikmynd: Þessa dagana er Keeping Mum í DVD- spilaranum. Þetta er svört kómedía frá 2005 með Row- an Atkinson, Maggie Smith og Kristin Scott Thomas í aðalhlutverkum. Sjúklega fyndin. Get horft á hana aftur og aftur. Þáttur: Ég er að fíla allt vampíru- og varúlfatengt þessa dagana! Alcede og Eric berjast um at- hygli mína í hverjum þætti af True Blood! Of mikið af karlmennsku fyrir konu til að höndla. Úlala. Bók: Harry Pot- ter. Ef það eru ekki vampírum eða varúlfar þá eru það galdrar. Svo auðvitað uppáhaldsbók allra landsmanna, Fésbók. Plata: Mjallhvít. Eina vínil- platan sem ég á. Hæ hó, hæ hó. Hlustaði og söng með tímunum saman hjá ömmu og afa þegar ég var yngri. Vefsíða: www.hugmyndirfyrir- heimilid.com Elska þessa síðu. Eins og nafnið segir þá er hér að fi nna ógrynni af hugmyndum fyrir heimilið, uppskriftum og fl eiru. Allar konur þurfa að kíkja á þessa síðu. Staður: Hruna- mannahrepp- ur í byrjun september er uppáhaldsstað- urinn minn í heimi. Þá eru réttir í sveitinni minni Hrepphólum. Þeir sem hafa ekki upplifað réttir eru að missa af. Mæli með þessu. Síðast en ekki síst » Andrea Ida Jóns, leikari, fílar: PALLOWEEN laugardagur 29. okt. Nasa kl. 23:59 Ég er ekkert smá spenntur fyrir Halloween-ballinu þetta árið. Stemningin fyrir Halloween hefur aukist mikið en segja má að hún hafi kikkað inn á Íslandi fyrir svona þremur árum síðan. Undanfarin 10 ár hefur maður heyrt af einhverjum partíum í heimahúsum en nú er þetta orðið að alvöru djammi í bænum. Ég ætla að byrja að spila um leið og húsið opnar og ég held áfram þar til mér verður hent út,“ segir Páll Óskar sem er með doktorsgráðu í því að halda uppi stuði. „Það er engin krafa að vera frumlegur þó það sé nú oft skemmtilegt og þetta þarf alls ekki að vera dýrt. Það getur verið alveg nóg að kíkja bara inn í fataskáp og fi nna eitthvað gamalt og fl ikka upp á það.“ Húsið opnar klukkan 23:59 og er miðaverð á miði.is 2.000 krónur en reiða þarf fram 2.500 krónur sé greitt við inngang. Spila þar til mér er hent út sunnuda30okt HUGLEIKUR DAGSSON Café Rosenberg 21:00 Eins og fl estir vita þá getur Hugleikur Dagsson verið skemmtilega glettinn og klikkaður. Hann deilir hugsunum sínum og húmor með áhorfendum á Café Rosenberg á sunnudag. Miðaverð er 1.000 krónur. HALLOWEEN-BALL Square 21:00 Margir af fremstu plötusnúð-um og röppurum landsins snúa bökum saman og blanda saman rímnafl æði og skífuþeytingum. Emmsjé Gauti, Blaz Roca, President Bongo, Exos, Bent og fl eiri verða á útopnu. VALDIMAR Café Rosenberg 22:00 Valdimar Guðmundsson og félagar í hljómsveitinni Valdimar spila sína ljúfu tóna fyrir gesti. Trompet, básúna, gullbarki og almenn gleði. laugardag29okt

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.