Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 6
„Geturðu ekki bara hringt þegar það eru liðin tíu ár frekar?“ voru fyrstu viðbrögð þegar blaðamaður rifjaði upp með Magna að brátt væru liðin fimm ár frá ævintýrinu vestanhafs. „Mér finnst eiginlega eins og þetta hafi verið í öðru lífi. Þetta er svona eins og þegar maður fattar að maður sé ekki lengur menntskælingur. Lífið manns tekur ýmsum stökkbreytingum og þetta gerðist fyrir svona tveimur stökkbreytingum hjá mér,“ segir Magni um hvernig Rock Star-ævintýrið horfi við honum í dag. „Eini maðurinn sem ég held einhverju sambandi við er hann Toby. Maður tekur Facebook-ið á hann annað slagið,“ segir Magni en segist að öðru leyti hafa misst samband við hina keppendurna, enda erfitt að halda sambandi við fólk sem býr í annarri heimsálfu og öðru tímabelti. Magni segir að rokkaranafnið Magni-ficent lifi enn góðu lífi. „Ég þarf svolítið að lifa við það, þessi frasi er notaður á mig svona 40 sinnum í viku. Fyrst var það Magni á móti sól en svo tóku við Magni Rockstar, Magni okkar Ásgeirsson eða Magni-ficent. Þetta eru brandarar sem eru ódauðlegir og ég fæ aldrei leiða á,“ segir hann hress með kaldhæðnislegum tón. Hann segist hins vegar sjálfur ekki hafa rifjað upp frammistöðu sína úr þáttunum með því að horfa á þá og bætir við: „Ef það kemur einhvern tímann sá tími að ég taki upp þessa DVD-diska sem ég á frá þessu þá mun ég örugglega ekki eiga DVD-spilara lengur, það verður komið eitthvað annað format. Ég hugsa að það sé það langt í að ég horfi á þetta.“ Þegar blaðamaður náði tali af Magna var hann að láta hlúa að meiðslum sem hann hafði orðið fyrir í Hárinu en hann leikur í uppsetningu þess á vegum Silfurtunglsins sem sýnd er þessa dagana í Menningarhúsinu Hofi fyrir norðan. Áhugasamir eru hvattir til að athuga sýningatíma á www.harid.is. MAGNI Kallaður Magni-ficent 40 sinnum í viku Flestum er kunnugt að Lukas Rossi stóð uppi með pálmann í höndunum eftir þáttaröðina. Í þáttunum var hann í svo miklu uppáhaldi ofurþremenninganna að ætla mætti að þeir litu á hann sem draumason. Líkt og lesa má framar í greininni gengu verkefni Rock Star Supernova ekki sem skyldi og sagði Rossi skilið við ofurbandið. Síðan þá hefur hann gefið út sólóefni aðallega í akústískum gír ásamt því að stofna nýja hljómsveit, Stars Down. Hljómsveit- in tók upp plötu en gaf hana aldrei út að sögn Lukas Rossi vegna þess hve ósáttur hann var með útkomuna. Vesenið í kringum Supernova og félaga bar þó ávöxt fyrir ástarmál Rossi en Tommy Lee kynnti hann fyrir ofurskutlu að nafni Kendra Jade sem hann giftist árið 2007. Tommy Lee kynnti hann fyrir ástinni LUKAS ROSSI HEIMALAND: KANADA FÆÐINGARÁR: 1976 ÁRANGUR Í KEPPNINNI: 1. SÆTI DILANA Dilana þótti standa sig ótrúlega vel í þáttaröðunum og var lengst af talin sigur- stranglegust. Með silfurmedalíuna í farteskinu hélt Dilana galvösk í hljóðver til að taka upp plötuna InsideOut. Því miður fyrir hana strandaði útgáfusamningur hennar við fyrirtækið sem ætlaði að gefa hana út og að lokum var annað fyrirtæki sem keypti réttinn á plötunni en gaf hana eingöngu út á stafrænu formi. Dilana gerði það gott með Magna á tónleikum Rock Star Supernova-húsbandsins sem staldraði við í Laugardalshöll þar sem þau tóku saman kassagítarsett. Fyrir slíka frammistöðu hlutu reyndar Magni og Dilana hlustendaverðlaun FM957 árið 2007. Hún hefur einnig leikið í einni lítilli bíómynd í Bandaríkjunum en síðast spurðist til hennar hér á Fróni þegar fjölmiðlar komust á snoðir um að hún væri í hljóðveri með Þorvaldi Bjarna þar sem hún var ráðin til að syngja í íslenskri rokkóperu. HEIMALAND: SUÐUR-AFRÍKA FÆÐINGARÁR: 1972 ÁRANGUR Í KEPPNINNI: 2. SÆTI Vann Hlustenda- verðlaun FM957 TOBY RAND HEIMALAND: ÁSTRALÍA FÆÐINGARÁR: 1977 ÁRGANGUR Í KEPPNINNI: 3. SÆTI Kynlífsráðgjafi með meiru Frá því að Ástralinn Toby Rand keppti til úrslita í þáttunum hefur eitt og annað drifið á daga hans. Þessi ágæta athygli sem söngvarinn hlaut í kringum þættina kom sér vel fyrir hann og áströlsku rokk- hljómsveit hans, Juke Kurtel, en þeir höfðu nýlokið við breiðskífu um leið og þættirnir fóru í loftið. Í kjölfarið hitaði hljómsveitin upp fyrir Rock Star Supernova á sínu tónleikaferðalagi en einnig fyrir stórhljómsveitina Nickleback. Juke Kurtel hefur átt góðu gengi að fagna í heimalandinu. Toby hefur látið að sér kveða á öðrum sviðum en árið 2008 var hann valinn einn af eftirsóttustu piparsveinum heimalandsins í ástralska kvennablaðinu Cleo en einnig er hann viðmælandi í bókinni „Sex Tips from Rock Stars“ sem kom út árið 2008. STORM LARGE HEIMALAND: BANDARÍKIN FÆÐINGARÁR: 1969 ÁRANGUR Í KEPPNINNI: 5. SÆTI 8 mílna leggöng Hin hávaxna Storm Large vakti athygli fyrir kraftmikinn karakter sinn í þáttaröðinni en athygli vekur að hún var 37 ára þegar Rock Star-ævintýr- ið átti sér stað. Storm átti sennilega eftirminnilegasta frumsamda lagið í þáttunum en það var lagið Ladylike. Frá því að leiðir hennar og þáttaraðarinnar skildu hefur Storm lítið látið reyna á sólóferil í tónlist en hefur fengist við leiklist og er hún einmitt menntuð leikkona. Hún gaf þó út tónlistarmyndband árið 2009 sem var ansi sérstakt en lagið jafnvel enn athyglisverðara. Lagið heitir 8 Miles Wide þar sem aðalinntak viðlagsins er það að leggöng hennar séu 8 míl- ur á vídd. Af því litla sem annars finnst um Storm á netinu kemur fram að hún sé tvíkynhneigð en kjósi helst að kalla sig „alætu í kynhneigð“ – hvað sem það nú þýðir! 6 Monitor MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 HEIMALAND: ÍSLAND FÆÐINGARÁR: 1978 ÁRANGUR Í KEPPNINNI: 4. SÆTI

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.