Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 10
10 Monitor MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 SÁRSAUKI ER EKKI TILTÖKUMÁL FYRIR ÁRNA M yn d/ Si gu rg ei r Hvernig tókst þér að vin na síðasta bardaga með brotinn þu mal? Ég fann eiginlega ekkert fy rir þessu í bardaganum því þá var svo mikið adrenalín flæðandi um líkamann. Ég kláraði gaurinn líka s tuttu eftir að þumallinn brotnaði s em var fínt þó ég myndi aldrei hætt a í miðjum bardaga út af einhverju svona. Þegar maður er í bardaganum skiptir sársauki engu máli. Ertu orðinn góður af me iðslunum? Ég var í fimm vikur í gifs i og var einmitt að losna úr því í síðustu viku. Núna er ég í endur hæfingu og að vinna í að styrkja þu malinn. Ég er reyndar búinn að æfa stíft meðan ég var í gifsinu og hef æ ft í kringum meiðslin. Ég myndi bara klikkast ef ég gæti ekki æft í einhve rn tíma. Það er svo gott við þessa íþr ótt að ég get æft ýmislegt þó ég sé m eiddur og er í þokkalega góðu formi núna þrátt fyrir meiðslin. Hvenær er næsti stóri ba rdagi hjá þér? Í júní. Ég má ekki ge fa upp hvern ég berst við en ég get sagt að hann er rosalega góður bardaga- maður sem hefur verið á topp tíu í Evrópu svo hann er ekk ert djók. Ég er ekki heldur neitt djók svo þetta verður frábær bardagi a ð horfa á. Um hvað fjallar þátturin n þinn í Mbl sjónvarpi? Undirbún inginn minn fyrir þennan bard aga. Við sýnum hvað ég geri til a ð undirbúa mig, hvað ég borða og h vernig ég æfi. Ég held að fólk mun i hafa gaman af að sjá hvað þe tta snýst um og að við séum ekki bara gaurar sem fara í búr og slást. Við erum atvinnuíþróttame nn sem hugsa vel um heilsuna o g erum ekki að djamma um hel gar. Hvað myndir þú segja a ð það tæki langan tíma fyrir u ngan mann að koma sér af só fanum og í form fyrir blandaða r bardagalistir? Hann myn di vera tilbúinn til að keppa í by rjenda- flokki með hjálm og svo na eftir eitt ár ef hann er fljótur að læra, annars tvö ár. Árni „úr járni“ Ísak sson þumalbrotnaði í mið jum bardaga fyrr í vetur en sigraði engu að síður. H ann er að undirbúa sig fy rir stóran bardaga í sumar um þessar mundi r og byrjar brátt með þátt í Mbl sjónvarpi Hætti aldrei í miðjum bardaga HRAÐASPURNINGAR Uppáhaldsmatur? Nautasteik með bernaise. Uppáhaldshljómsveit? Beastie Boys, Wu-Tang, Public Enemies og allir þessir. Sérstaklega í gamla daga. Uppáhaldskvikmynd? Braveheart. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Californication. Uppáhaldsbardagakappi? Bernard Hopkins. Uppáhaldshögg? Bodyshot. Uppáhaldsvöðvi? Innri bicep. ÆFÐU EINS OG ÁRNI 5-6 daga í viku, 2-3 á dag „Ég reyni að æfa þrisvar sinnum á dag en stundum æfi ég tvisvar. Sunnudagar eru heilagir hvíldardagar hjá mér.“ Upphífingar og chin-ups „Ég nota þær mikið til að fá kraft í bakið og hendurnar. Þá get ég kýlt fastar og choke-að fólk út.“ Ólympískar stangir og ketilbjöllur „Ég nota engin tæki heldur bara alhliðaæfingar. Ketilbjöllur eru sniðugt fyrirbæri og líka ólympískar stangir. Með slíkum lyftingum kemur maður í veg fyrir eymsli í bakinu og meiðsli.“ Sprettir upp brekkur og stiga „Frábærir til að bæta þolið, sprengi- kraftinn og styrkinn. Það þýðir ekkert að vera í langhlaupum í minni íþrótt.“ BORÐAÐU EINS OG ÁRNI Hvítt kjöt „Ég borða mikinn fisk, kjúklingabringur, túnfisk og kalkún. Mér finnst ég léttari á mér þegar ég borða hvítt kjöt.“ Mikið grænt „Ég borða alltaf grænmeti með máltíðum og mikið af grænu grænmeti eins og spínati og brokkólí.“ Holl fita „Fitan er mjög mikilvæg og ég borða mikið af hollri fitu. Ég tek alltaf lýsi og omega 3 á morgnana og borða möndlur, kasjúwhnetur og ólífuolíu. Fitan lætur mig brenna hraðar og minnkar hættu á meiðslum.“ Ávextir „Ég borða mikið af ávöxtum eins og kíví, eplum og banönum.“ Sterkja eftir æfingar „Eftir æfingar þarf líkaminn sterkju en annars ekki svo þá eru einu skiptin sem ég fæ mér kolvetni.“ Prótein, glútamín og aminósýrur „Ég fæ mér alltaf prótein, glútamín og aminósýrur frá Sportlíf eftir æfingar. Mér finnst það hjálpa svakalega mikið.“ Nammidagur „Ég er með ógeðslega sæta tungu og verð að fá mitt nammi. Annars klikkast ég, þetta er mitt dóp.“ KLASSÍSK MATARDAG- BÓK ÁRNA Morgunmatur: Sex egg, spínat, hafragrautur, kíví, lýsi, glútamín og fjölvítamín. Hádegismatur: Ýsa eða þorskur og brokkólí. Eftir æfingu: Smá heilhveitipasta og hnetur, ávöxtur, prótein, glútamín og aminósýrur. Kvöldmatur: Kjúklinga- bringur og grænmeti.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.