Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 18

Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 18
18 Monitor MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 Það er góðviðrisdagur þegar ég stíg inn á Paradise- krána í Kensal Green-hverfinu í London. Jamie Cull- um valdi að hitta mig þarna svo hann gæti labbað á staðinn. Hann býr í nokkurra mínútna fjarlægð ásamt eiginkonu sinni, sjónvarpskonunni og fyrirsætunni Sophie Dahl og dóttur þeirra sem fæddist í mars. „Ég bar mikla virðingu fyrir konum áður, en eftir að dóttir okkar fæddist hefur hún margfaldast,“ er á meðal þess fyrsta sem Cullum segir þegar hann mætir. Ég er vopnaður brennivíni, íslensku neftóbaki og stóru páskaeggi til að færa Cullum. Það fellur vel í kramið hjá honum. „Drekka Íslendingar þetta í raun og veru eða er þetta bara fyrir túrista?“ spyr Cullum sem kann þó að meta búsið. Ein af mörgum ummæl- um hans sem gefa til kynna að hér sé bráðskarpur náungi á ferð. Hann er spenntur fyrir því að koma til Íslands í júní og spyr mikið út í land og þjóð. Cullum er söluhæsti djasslistamaður allra tíma í Bretlandi. Hann hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna, þar á meðal Golden Globe fyrir að semja tónlistina í kvikmyndinni Gran Torino. Hann hefur verið lofsamaður af Elísabetu Bretlandsdrottningu, Iron Maiden og flestum þar á milli. Ekkert í fari hans bendir þó til þess að hér sé á ferðinni heimsfrægur tónlistarmaður með svo margar skrautfjaðrir í hatt- inum. Þvert á móti kemur hann fyrir sem eðlilegur, hógvær og raunverulega nettur náungi. Gaur sem þú gætir hugsað þér að fara á krána og fá þér bjór með, nú eða brennivín og páskaegg. Þú ert búinn að mæta í þúsundir viðtala. Hvaða spurningu ertu orðinn þreyttastur á að svara? Að hverju spyrja þig allir? Ætli mér þyki ekki mest þreytandi að vera beðinn um að koma sjálfur með spurningu sem ég hef aldrei verið spurður að, því í sannleika sagt held ég að það sé ekki til sú spurning sem ég hef ekki fengið áður. Sú spurning sem ég er oftast spurður að er hvernig ég fékk áhuga á djassi þegar ég var ungur og af hverju ég hafi áhuga á „tónlist fyrir gamalt fólk“. En fólk sem spyr mig þessarar spurningar veit yfirleitt ekkert um tónlistina mína. Það telur sig vita eitthvað um mig en hefur greinilega aldrei komið á tónleika eða hlustað almennilega á plöturnar mínar. Fyrir þá sem falla undir þessa skilgreiningu, hver er Jamie Cullum? Ég er djasstónlistarmaður sem ólst upp við að hlusta á hipp hopp, Nirvana, popptónlist, raftónlist, rokktónlist og þar fram eftir götunum. Þó ég hafi alla tíð haft áhuga á djassi var ég í hljómsveitum sem tengdust djassi ekki á nokkurn hátt. Það má segja að ég sé djasstónlistarmaður sem reynir að hræra öllum þessum stefnum saman. Oft höfðar þetta til fólks sem telur sig ekki hafa gaman af djassi. Þegar þú gafst út fyrstu plötuna þína árið 1999 (Jamie Cullum Trio - Heard it All Before) voru plötur Westlife, Boyzone og Robbie Williams á meðal þeirra 10 söluhæstu í Bretlandi. Hugsaðir þú aldrei: „Til fjandans með þetta djasskjaftæði, ég ætla að finna mér strákaband og meika það“? Ætli ég hafi ekki alltaf verið hálfgert nörd og ég er ekki að þykjast vera eitthvað hógvær þegar ég segi það. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sjálfri tónlistinni og þegar ég fór á tónleika sem krakki var ég spenntastur fyrir trommaranum eða bassaleikar- anum og ég vildi sjá hvernig magnara hljómsveitin notaði. Ég fékk alltaf að hitta hetjurnar mínar því þær voru aldrei gaurarnir fremst á sviðinu. Þeir voru umkringdir þúsundum aðdáenda en ég vildi tala við bassaleikarann sem sat makindalegur fyrir aftan og reykti. Ég gerðist ekki tónlistarmaður til að fá athygli. Raunar var ég frekar feiminn og fannst eiginlega skemmtilegra að vera í bakgrunni. Ég er ekki að segja að mér finnist frægðin vera eitthvað sorp en frægðin sjálf hefur aldrei vakið áhuga minn. Ég hef reyndar gaman af því sem fylgir henni; bílunum, peningun- um og stelpunum (hlær). En tónlistin hefur alltaf verið í fyrsta sæti. Ég myndi spila þótt það mættu bara tveir að horfa á en ég álít mig heppinn að fá að gera það fyrir framan fjölda fólks. Kom það þér á óvart að þú skyldir ná svona útbreiddum vinsældum? Það kom mér mikið á óvart og gerir enn. Það sem ég geri er hvorki í tísku né ekki í tísku, þetta fellur ein- hvern veginn þarna á milli. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég fæ að spila svona víða. Í einu landi er ég kannski fenginn til að spila á MTV á meðan ég er fenginn til að spila í aðalmenningarþættinum í öðru landi. Ég held að þetta eigi við fáa tónlistarmenn. Er það rétt að þú hafir eitt sinn starfað sem píanó- leikari á Pizza Express (bresk pítsastaðakeðja)? Já. Þú myndir ekki trúa því hvaða störf ég hef unnið. Eitt árið spilaði ég í svo mörgum brúðkaupum að ég vildi aldrei mæta í annað brúðkaup, þar með talið mitt eigið. Ég hef spilað í jarðarförum, á blússtöðum, nektardansstöðum, skemmtiferðaskipi, í kafbáti... Í kafbáti? Já, ég meina ef það er píanó á staðnum og fólk býður mér að spila og borgar mér pening... En það er rétt að þegar ég flutti fyrst til London spilaði ég nær eingöngu á pítsastöðum. Þá var það vanalega þannig að ég spilaði í tvo klukkutíma og fékk fyrir það 50 pund og pítsu. Það borgar leiguna. Er það rétt að þú ákveðir aldrei fyrirfram hvaða lög þú tekur á tónleikum og að þú spinnir hverja tónleika fyrir sig. Já. Vissulega eru ákveðin munstur sem endurtaka sig milli tónleika en það er yfirleitt af slysni. Mér finnst best að stíga á svið með óttablandna tilfinn- ingu og hafa ekki hugmynd um hvað er að fara að gerast. Ég þrífst á þeirri tengingu við tónlistarmenn- ina sem spila með mér, þegar enginn veit hvað gerist næst. Í dag er svo algengt að fara á tónleika þar sem allt er undirbúið fyrirfram, allir vita hvað þeir eru að fara að spila, sólóin eru fyrirfram ákveðin og sama spjallið á milli laga. Tónleikarnir mínir eru ekkert í líkingu við það. Auðvitað þýðir það að margt fer úrskeiðis, en mér finnst það heillandi. Þannig að þú getur ekki sagt okkur við hverju við eigum að búast á tónleikunum á Íslandi? Ég vildi að ég gæti það! Þetta verða einna fyrstu tónleikarnir sem ég held á árinu. Ég er búinn að vera í fríi í kringum barnsfæðinguna og ég verð örugglega að springa af orku þegar ég stíg á svið. Við ætlum að spila öll lögin sem fólk þekkir, eitthvað af nýjum lögum, klikkaðar ábreiður og hver veit nema við tökum íslensk þjóðlög í bland. Þú ert frægur fyrir að taka upp á alls kyns óhefð- bundnum hlutum á tónleikum, allt frá því að hoppa ofan af píanóinu yfir í að halda appelsínum á lofti. Hvaðan kemur þetta? Ég er sjálfsöruggur tónlistarmaður, þó ég sé ekki endilega sjálfsörugg manneskja. Mér líður ekki eins og rokkstjörnu eða svakalega valdamiklum manni þegar ég stíg á svið. Mér finnst ég valdamikill þegar ég sit við hljóðfærið sem ég elska og er öruggur með. Þó ég eigi margt ólært á píanó finnst mér ég hafa ákveðið vald þegar ég sit við það og þess vegna þori ég að taka áhættur. Mér er sama þó mér mistakist og ég held að svoleiðis mannlegheit séu í ætt við hvern- ig tónlistin var á sjöunda og áttunda áratugnum, þeg- ar þetta snerist meira um orkuna en það að búa til eitthvað fullkomið. Sjálfstraust mitt stafar ekki síst af því að ég er með hljómsveitina með mér á sviðinu. Ef mig langar að spila eitthvað nýtt í 20 mínútur þá veit ég að hún fylgir mér og við hittumst við endalínuna. Það gefur tónleikunum ákveðna spennu. Hver eru áhugamál þín fyrir utan vinnuna? Hvernig „chillar“ Jamie Cullum? Talandi um mig í þriðju persónu (hlær)? Ég elska að lesa bækur, ég hef gaman af því að hjóla, mér finnst gaman að fara á barinn og spila billjard. Mestum tíma utan vinnu eyði ég með fjölskyldu og vinum. Þegar ég er ekki að gera eitthvað af þessu eða að spila á tónleikum getur þú yfirleitt fundið mig inni í hljóðveri að spila á trommur. Finnst þér skemmtilegra að spila á trommur en píanó? Já, yfirleitt. Þú kemur fyrir sem afar eðlilegur náungi og þú hefur áður sagt að frægðin hafi ekkert breytt þér. Er raunverulega hægt að lifa eðlilegu lífi þegar maður hefur náð eins langt og þú? Já, ég held að þetta fari algjörlega eftir því hvernig lífi þú vilt lifa. Þú tekur ákvörðun um að vera eins frægur og Brad Pitt. En þú getur líka farið á staði sem eru ekki fyrir frægt fólk og gert venjulega hluti. Ég er lifandi sönnun þess. Þú getur alveg lifað eðlilegu lífi ef þú vilt og sá sem heldur öðru fram er einhver sem vill greinilega ekki gera eðlilega hluti. Þannig að þú getur labbað um göturnar hér án þess að fólk sé að trufla þig? Alla daga. En ég reyndar þekki alla hérna þannig að ég er truflaður, en það er bara því að þetta er hverfið mitt og ég spjalla við fólkið hérna. Ég efast um að þú getir gengið um göturnar í Reykjavík án þess að fólk komi upp að þér. Ed Westwick úr Gossip Girl sagði að það hafi verið eins og Bítlaæðið að endurtaka sig þegar hann kom til Reykjavíkur á dögunum. Það er engin smá fullyrðing! En hann er jú ofur- stjarna. Ég held að fólk sem þekkir mig þekki mig út af tónlistinni minni. Oft hitti ég aðdáendur mína eftir tónleika og spjalla við þá og margir þeirra eru líka tónlistarmenn. Aðdáendur mínir eru kannski ekki beinlínis týpurnar sem fara að öskra á eftir mér. Hann er hins vegar að leika í Gossip Girl, þannig að líklega var fullyrðingin um Bítlaæðið rétt hjá honum. Ed Westwick er virkilega flott klæddur. Hvernig fannst þér að heyra Englandsdrottningu hrósa þér í hástert? Áttu við Elton John eða raunverulegu drottninguna? Drottninguna. Þú spilaðir fyrir hana einhvern tímann, ekki satt? Jú, ég hef spilað fyrir þau bæði. Báðar drottningarnar. Já. Það var vissulega magnað að spila fyrir hana. Ég er búinn að hitta hana þrisvar sinnum. Ég hef bæði hitt hana fyrir framan myndavélarnar og einnig þegar hún er „ekki á vakt“. Hún er mjög fáguð og með frábæra áru. Hún hefur séð og upplifað svo margt. Ég er mikill aðdáandi drottningarinnar, mér finnst hún frábær. Þú samdir tónlistina fyrir myndina Gran Torino og Clint Eastwood (leikstjóri Gran Torino) hefur mætt í útvarpsþáttinn þinn (Cullum er með vikulegan djassútvarpsþátt á BBC Radio 2). Eruð þið vinir? Ég get í hreinskilni sagt að ég er vinur Clint East- wood og hann yrði ekkert ósáttur við að ég segi það. Við höfum hangið saman, borðað, hlustað á tónlist og drukkið bjór. Hvernig hangir maður með Dirty Harry? Ég bauð honum bara út að borða í London. Hann hefur mjög gaman af Ég hitti Jack White og ég var eins og einn af íslensku aðdáendum Ed Westwicks í kringum hann. HVER ER MAÐURINN? Jamie Cullum er fæddur 20. ágúst 1979 í bænum Romford í norðausturhluta London. Hann var tvítugur þegar fyrsta plata hans, Jamie Cullum Trio – Heard it All Before, kom út árið 1999. Sú plata var framleidd fyrir skít og kanil og aðeins 500 eintök voru gerð. Í dag seljast þessi eintök á hátt í 100 þúsund íslenskar krónur á eBay. Árið 2002 gaf Cullum út plötuna Pointless Nostalgic sem kom honum heldur betur á kortið og er hans söluhæsta plata enn í dag. Ári síðar skrifaði hann undir milljón punda plötusamning við Universal. Síðan þá hefur hann gefið út plöturnar Twentysomething (2003), Catching Tales (2005) og The Pursuit (2009). Golden Globe fyrir Gran Torino Cullum er mikill hæfileikamaður og fáir standast honum snúning í sviðsframkomu. Hann leikur vanalega á píanó á tónleikum en þykir ekki síðri trommuleikari auk þess sem hann er slarkfær á önnur hljóðfæri. Cullum er þekktur fyrir skrautleg uppátæki á tónleikum og er ekki óalgengt að sjá hann taka upp á hlutum á borð við að bítboxa, halda appelsínum á lofti og stökkva af píanóinu. Allt í nafni þess að setja á svið frábæra sýningu. Þótt helst megi flokka tónlist Cullums undir djasspopp má finna í henni áhrif úr rokki, hipp hoppi, R&B og fleiri stefnum. Þannig hefur Cullum gert ábreiður af jafn ólík- um lögum og Don‘t Stop the Music sem Rihanna gerði vinsælt, Kanye West-slagaranum Gold Digger og High and Dry eftir Radiohead. Hann gerði líka gott mót þegar hann samdi tónlistina fyrir kvikmynd Clint Eastwood, Gran Torino, árið 2007 og hlaut Golden Globe-tilnefningu fyrir vikið. Með barnabarni Roalds Dahl Cullum er kvæntur Sophie Dahl sem er einnig fræg í Bretlandi. Afi hennar er rithöfundurinn Roald Dahl, sem skrifaði meðal annars bækurnar Kalli og sælgætisgerðin og Matthildur, og amma hennar er óskarsverðlauna- leikkonan Patricia Neal. Sophie Dahl vakti fyrst athygli sem fyrirsæta en sneri sér síðar að skrifum. Hún hefur gefið út nokkrar bækur en vorið 2010 byrjaði hún með matreiðsluþætti á BBC 2. Dahl og Cullum gengu í það heilaga í janúar 2010 og í mars á þessu ári fæddist dóttirin Lyra, þeirra fyrsta barn. Hjónin vekja athygli hvar sem þau koma, ekki síst fyrir þær sakir að Dahl er um 20 sentímetrum hærri en Cullum sem er rétt rúmlega 1,60 á hæð.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.