Austri


Austri - 30.01.1981, Blaðsíða 1

Austri - 30.01.1981, Blaðsíða 1
AUGLÝSINGAR 26. árgangur. Egilsstöðum, 30. janúar 1981. 3. tölublað. OG ÁSKRIFT í SÍMA 1151 FYRIR HÁDEGI Um hagkvæmni stærðarinnar og byggðalínur SYEINN ÞÓRARINSSON: Orkumálin hafa löngum verið okkur Austfirðingum hugleikin, enda höfum við lengst af orðið að búa við meira öryggisleysi og hærra orkuverð en flestir aðrir landsmenn. Smám saman hefur þetta þó breytst til batn- aðar og dynur díselrokkanna er að mestu hljóðnaður. Auðvitað hefur okkur gramist að horfa upp á fossana falla ár eftir ár óbeislaða fram af fjallabrúnum og heyra tæpast fossniðinn vegna vélaskrölts frá díselraf- stöðvum. Nú eru þessar vélar reyndar allar komnar í gang á ný en vonandi gefa máttarvöldin að breyting verði á því sem fyrst. Hins vegar er því ekki að leyna í sambandi við þetta vatnsleysi núna, að mörgum hefur sýnst, að teflt sé á tæp- asta vað varðandi uppsett afl vatnsorkuvera og fyrirsjáanlegt er, að ekkert má bregða útaf til hins verra frá meðalvatnsári, svo að ekki stefni í stórfellda rafmagnsskömmtun á næstu ár- um. Með tilkomu Austurlínu hvarf díselkeyrsla að mestu á samveitusvæðinu, og sl. haust- hljóðnuðu vélamar á Vopnafirði með tilkomu línunnar þangað og unnið er að línulögn til Hafn- ar. Á síðastliðnu ári var orku- framleiðsla á samveitusvæðinu rúmlega hundrað Gwst.. Um 67 Gwst. voru framleiddar í vatns- aflsstöðvum, tæpar 2 í díselraf- stöðvum og afgangurinn kom eftir Austurlínu. Það sem meira er að við vor- um um tíma aflögufærir með rafmagn og sendum alls um 7 Gwst. norður eftir Austurlínu. Við ættum því að fara með allri gát þegar við förum niðr- andi orðum um Austurlínu og köllum hana hund, náðarspena eða eitthvað þaðan af verra. Hitt er annað mál að sú krafa hefur ætíð verið sett hér á odd- inn að séð sé fyrir nægilegu grunnafli í orkuverum innan fjórðungs. Mikið álitamál getur verið í hvaða röð framkvæmdir sem þessar eiga að vera þ.e. á lína að koma áður en búið er með sæmilegu móti að sjá fyrir grunnafli innan fjórðungs? Þegar almennur raforkuskortur er í landinu þá er hreinlega ver- ið að leiða rafmagnsleysið milli landshluta með þessum línum. Spurningin um línu annars veg- ar og virkjun hins vegar, verður auðvitað að taka mið af því, hvernig heildarástandið er í uppbyggingu raforkuvera lands- manna. Auðvitað þökkum við fyrir að hafa fengið Austurlínu en skyn- samlegra hefði samt verið að virkja innan fjórðungs og láta samtengingu bíða um sinn. Á- kvörðun um virkjun hefði auð- vitað þurft að taka tímanlega og hún hefði átt að vera á suð- ursvæðinu t.d. í Fossá eða Geit- hellnaá. Bessastaðaá var of flók- ið fyrirbæri þegar inní það kom athugun á meiriháttar virkjun- arkostum í Fljótsdal enda þótt 1. áfangi Fljótsdalsvirkjunar sé nánast ákveðið afbrigði af Bessastaðaárvirkjun. En þetta er allt búið og gert og tjóar ekki um að tala. Þó get ég ekki stillt mig um að velta því fyrir mér hvaða rekstrargrundvöllur er fyrir Austurlínu. Hún er 142 km. að lengd, hvílir á 1176 staurastæðum og liggur frá Kröfluvirkjun að Hryggstekk í Skriðdal. Kostnaður reiknaður til verðlags á miðju ári 1980 er áætlaður 4.035 M.kr. gamlar. Lína frá Hryggstekk til Hafn- ar er áætluð 4.1 miljarður gkr. Aðveitustöðvar eru þá ekki reiknaðar. Ef árlegur fjármagnskostnað- ur er áætlaður 15% af heildar- kostnaði við Austurlínu og á ár- inu 1980 voru fluttar samtals um 40 Gwst. eftir línunni, þá kostar það vart undir 20 kr að flytja hverja kílówattstund. Til glöggvunar þá má geta þess að rafmagn til húshitunar skv. taxta 4.2 kostaði áð jafn- aði um 15 kr. kílówattstundin á síðasta ári. Ennþá verr lítur dæmið út um SA-línuna til Hafnar. Lína frá Sigöldu virðist allt að því fráleit. Auðvitað er tvíeggjað að leggja þennan mælikvarða á rekstur þessara lína, en á viss- an hátt eru samfélagsleg nauð- syn. Hins vegar stöndum við líka frammi fyrir þeirri stað- reynd að við getum líka byggt virkjanir heima fyrir. Ég álít að þegar upp er staðið sé hag- kvæmni þess að virkja stórt og ætla að nýta sér ávinning þess í fjarlægum landshlutum með dýrum línum, orðin harla lítil. Auðvitað er ekkert stórkost- legt að tala fyrir því að virkja bæjarlækinn. Þá fyrst æsist leik- urinn þegar farið er að tala um virkjun upp á nokkur hundruð MW. Yfirleitt hafa menn ekki kjark til þess að taka undir nein kotungssjónarmið í þessum efnum, eins og dæmin sýna. S.á eini, sem ég veit að hefur þenn- Björn Aðalsteinsson á Borg- arfirði hringdi í undirritaðan í byi-jun vikunnar og sagðist honum svo frá að tíð hafi verið með eindæmum erfið og stirð í vetur, stöðug hvassviðri af öll- um áttum. Flugsamgöngur, þessi lífæð Borgfirðinga í sam göngumálum, hafi verið meira og minna lamaðar í vetrar- hamnum. Á síðasta ári voru 250 lend- ingar á flugvellinum á Borgar- firði og farþegar 588, póstur 5,9 tonn og fragt 48 tonn. Þar sem íbúar eru ekki nema 240 á Borgarfirði eru þetta ekki svo 'litlir flutningar. an kjark, er Jónas Pétursson, sem er meiri búmaður en svo að hann láti hagkvæmni stærðar- innar villa um fyrir sér. Satt að segja er alveg furðu- leg þversögn fólgin í því að bændur skuli geta virkjað bæj- arlækinn hjá sér á sama tíma og alls ekki er hægt að virkja fyrir stærri heild, eins og einn landsfjórðung, eða hluta úr honum. Nokkur nýleg dæmi eru um mjög vel heppnaðar virkjan- ir hjá einstaklingum, sem mala þeim gull. Sé hins vegar þörf örlítið meira átaks, svo sem nokkurra MW virkjunar, kom- umst við strax að því að við höfum ekki lengur forsjá yfir eigin málum. Hin dauða hönd Orkustofnunar leggst þá á mál- in og kæfir þau til dauða. Þegar allt er síðan komið í óefni, eru málin leyst með dýrum línum, jafnvel þó að takmarkaða raf- orku sé að fá frá þeim virkjun- um, þar sem nákvæmni stærð- arinnar á að njóta sín. Ég skil vel að Landsvirkjun vilji láta byggja þessar línur, allt er und- ir því komið fyrir þá að auka nýtingartíma sinna virkjana sem mest og selja allt sem þeir eru aflögufærir með. Þegar vatnsorkuna þrýtur, eigum við að taka á okkur byrðarnar og borga díselolíuna í toppafls- keyrsluna. Auk þess sem við verðum fyrr eða síðar að borga línurnar og þó, hver veit nema hægt sé að reka þær alfarið á lánsfjáráætlun. Sveinn Þórarinsson. Á annan í jólum brann íbúð- arhúsið á Hofströnd og missti bóndinn þar, Ingibjörn Krist- insson, allt sitt, bæði hús og inn- bú. Tjón hans er gífurlegt. Ekki var þó ein báran stök, því við- lagasjóðshúsi sem Ingibjörn festi kaup á í Vestmannaeyjum, var skipað upp á Reyðarfirði, vegna veðurs og flutt landleið- ina til Borgarfjarðar. Bíllinn fauk útaf í Njarðvíkurskriðum og skemmdist bæði bíll og hús þótt mildi væri að ekki fór ver. I ofsaroki aðfaranótt þriðju- dags fauk svo önnur hliðin úr húsinu, en viðgerðir á því voru framhald á bis. •) Fddtema erfií tii ií Borporfiröi eystra

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.