Austri


Austri - 30.01.1981, Blaðsíða 2

Austri - 30.01.1981, Blaðsíða 2
2 aUSTRI Egilsstöðum, 30. janúar 1981. Utgef andi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson, sími 97-1314. Afgreiðsla og auglýsingar: Kristrún Jónsdóttir, sími 97-1151. HÉRAÐSPRENT SF. Orkumál í sviðsljósinu Orkumálin eru nú komin rækilega í sviðsljósið, vegna hins geig- væniega ástands sem rikir í vatnsnuskap okhar um þessar mundir. Barattan við nátturu og veöuríar er söm við sig og semt skyidu menn hæiast um í því etni. Þaö heíur komið ljósiega á daginn aö vatnsieysi getur hamlaö orkuíramieiösiu á Suöuriandi, og tal í háilkærmgi um vatnsieysi á öörum landshornum hefur hijóönað um sinn. Urkuíramleiðslan nú er með þeim hætti að mömium óar við að hugsa til þess. Það þarf aö skruía fyrir atvinnutækin, sem mala hiuta af utíiutnmgstekj unum og um leið þarf að framleiða raf- magn meö rándýrri ohu til þess að sitja ekki í myrknnu. llér skal tekiö undir áiyktanir um þaö að þjóöm öli mæti þess- um skakkaíöiium í orkuveröi, þessum aukakostnaöi verði dreift á alia landsmenn. Pað er ekki ,nein sanngirni í ööru. Nú stendur fyrir dyrum að ákveöa hvar verði ráðist í næstu stórvirkjun og leggja veröur á þaö mikla áherslu að framsýni ráði í þessum ákvörounum og reynt verði að tryggja orkuöfiun sem best í framtíöinni svo að ástand eins og þaö sem nú ríkir heyri sögunni til. Eins og kunnugt er varð sú stefna oían á nú á síðustu árum að leggja höfuðáherslu á byggingu dreifilína og flutningsiína um landsbyggðina, en horfið var írá litium og meðalstórum virkjun- um. Aform um Bessastaðaárvirkjun urðu fyrir barðinu á þessari steínu, og var horfið frá því aö hefja þar íramkvæmdir á sinum tíma, þrátt fyrir að heimiidarlög væru til og fjármagn til byrjun- ar þeirra væri komið inn á lánsfjáráætlun. Var það m.a. vegna neikvæðra umsagna Orkustofnunar og stjórnar Rarik, er virkjun var komin á framkvæmdastig og vegna þess að núverandi iðnaðar- ráðherra og ráðuneyti hans ákvað í samráði við Orkustofnun að rannsaka nýjan virkjunarkost á Austurlandi, Múlavirkjun sem nú er horfið frá. Einnig var á þessum tíma almennur áróður um vatnsleysi á þessum slóðum, sem menn lögðu eyrun við, en nú hefur komið rækilega í hausinn á þeim sem höfðu hann mest í frammi. Við þetta hliðarstökk glataðist tími til framkvæmda á Fljóts- dalsheiði, en sagt var að Bessastaðaárvirkjun gæti verið fyrsti á- fangi í virkjanaröð þar. Einnig glataðist tími til mikilvægra rann- sókna á Fljótsdalsvirkjun sem eru mestu virkjanamöguleikar hér á landi. Af þessu verður að draga lærdóma sem að vísu eru ógnar- lega dýrkeyptir. Hins vegar er nú aðalatriðið að hefjast handa með að nýta þessa möguleika með því að hefja virkjunarfram- kvæmdir á Fljótsdalsheiði. Slík virkjun mundi opna möguleika til orkufreks iðnaðar í við- bót við þann sem nú er, og hafa Austfirðingar ályktað eindregið í þá átt að hafist verði handa um athuganir á heppilegri iðnaðar- starfsemi á Reyðarfirði í tengslum við stórvirkjun í Fljótsdal. Það verður að segjast eins og er, að Austfirðingar hafa lítt fengið að fylgjast með framvindu þessara mála og allt vit og þekking í þessum efnum virðist nú vera í höndum svokallaðrar „staðarvalsnefndar”, sem embættismenn syðra eiga sæti í og þeir eiga að ráða ráðum sínum um þessa hluti næstu tvö ár. Það skal lögð áhersla á það hér, að hér er ekki eingöngu um að ræða hagsmunamál Austurlands og íbúa þessa fjórðungs. Það er brýnt hagsmunamál allra landsmanna að nýta þá möguleika sem hér eru. Það breytir því ekki að Austfirðingar vilja fylgjast náið með framvindu þessara mála. Nú er hafið stríð í fjölmiðlum um næsta virkjunarkost og eru uppi háværar kröfur um að virkja Blöndu. Hér skal ekki farið að munnhöggvast við Norðlendinga um virkjunarmál, heldur að lok- um ítrekað að hér er algjör samstaða um virkjun í Fljótsdal, sam- staða um að leita að orkufrekum kaupanda og um stað fyrir orku- frekan iðnað, mestu virkjunarmöguleikar hérlendis og mjög góð hafnarskilyrði fyrir hvers konar atvinnustarfsemi. Eitt er svo ótalið að almennir orkunotendur á Austurlandi vilja ógjarna eiga allt sitt undir byggðalínum sem liggja um reginfjöll og geta orðið fyrir stóráföllum eins og dæmin sanna. J. K. $itt úr hverri úttinni Rannsóknarstofnun í bók- menntafræðum við Háskóla fs- lands, hefur á undanförnum ár- um gefið út 6 bækur í sérstök- um flokki. Ritstjórar þessarar útgáfu hafa verið og eru þrír, Njörður P. Njarðvík og tveir Austfirðingar, þeir óskar Hall- dórsson frá Kóreksstaðagerði í Hjaltastaðaþinghá og Vésteinn Olason, Breiðdælingur og Ski-ið- dælingur að ætt og uppruna. Fyrsta bókin í þessum flokki var Urval úr ljóðum og ljóða- þýðingum séra Jóns Þorláks- sonar á Bægisá. Inngang um höfund og skáldskap hans skrif- aði Heimir Pálsson mennta- skólakennari. Annað bindið var Urva-1 úr ljóðum Bjarna Thor- arensen. Grein um Bjarna og skáldskap hans skrifaði Þorleif- ur Hauksson, Þorleifssonar frá Hólum í Hornafirði, mun að stofni til vera prófritgerð úr Háskólanum. Þriðja bindið var Urval úr ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, ritgerðina um Davíð og kvæði hans og önnur rit skrifaði Ólaf- ur Briem kennari á Laugar- vatni. Það erforkunnargóð grein besta bókmenntaritgerð á ís- lensku allar götur síðan Nordal skrifaði um Stephan G. Fjórða bindið í þessari útgáfu er Urval úr ritum Þorgils Gjallandi (Jóns Stefánssonar) um hann og verk hans skrifar Þórður Sigurðsson og mun það vera prófritgerð úr Háskólanum að stofni til. Fimmta bindið er Sagnadans- ar í útgáfu og umfjöllun Vé- steins Ólasonar. Og nú fyrir jólin kom út Urval úr ljóðum og ljóðaþýðingum Matthíasar Jochumssonar, þar var Ólafur Briem aftur að verki og skrifar stórmerka ritgerð um Matthías, upp á nærri 100 blaðsíður, að þessari grein er verulegur feng- ur, líka fyrir þá sem eru gagn- kunnugir verkum Matthíasar Jochumssonar, en hann var stórskáld og stórgáfaður mað- ur. Það gefur líka þessari bók mjög aukið gildi, að aftast í henni er fullkomin skrá yfir allt sem birst hefur eftir Matt- hías á prenti og líka skrá yfir allt sem um hann hefur verið skrifað. Slíkar skrár eru ómet- anlegar fyrir þá sem vilja kynna sér einhvern rithöfund að verulegu ráði. Nú á þessum síðustu tímum, þegar nauðsyn ber til að neita svo mörgu sem yfir oss gengur, og þegar margt er gefið út af ritum sem lítill fengur er í, datt okkur í hug að vekja athygli á þessari útgáfustarfsemi rann- sóknarstofnunar í bókmennta- fræði við Háskóla íslands. Þetta er ekki útgáfa fyrir bókmeimta- fræðinga eina heldur fyrir hvern læsan mann. Svo látum við fylgja með brot úr litlu kvæði eftir Matthí- as Jochumsson. En þá var það eitt sinn á ólund- arstund, að ég eigraði dapur á sveim; og ég reikaði hljóður um víð- lendisvang, því ég vildi’ ekki í tómleikann heim. Þá heyrðist mér rétt eins og hvíslaði rödd, svo að hjarta mitt greiðara sló: „Ef þú horfir með ólund á him- in og jörð, þá hlýtur þú aldregi ró!” Þá leit ég í kringum mig, loftið var allt ein logandi kveldroðaglóð, meðan sólin mér heyrðist við sæflötinn yst vera’ að syngja mér óminnisljóð. Og fuglarnir, lyngið og lækir og grjót og lömbin og fjöllin og hjarn fékk aftur sinn heilaga sam- elskusvip, og ég sjálfur — Ég lék eins og barn. Séra Gunnar Árnason frá Skútustöðum var prestur og bóndi á Æsustöðum í Langadal um aldarfjórðungsskeið, seinna var hann prestur í Kópavogi, ein 20 ár. Þessar tvær vísur eru eftir séra Gunnar: Mér það væri mikil synd málleysingja að rakka. Því að hesti, hundi og kind hef ég margt að þakka. Um reiðhest sinn kvað Gunnar: Oft fær Sörli munann mýkt minnir hann á vorið. Það er draumi og ljóði líkt létta hýrusporið.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.