Austri


Austri - 13.02.1981, Blaðsíða 1

Austri - 13.02.1981, Blaðsíða 1
Bréf frá iðnaðarráð herra Austri hr. ritstjóri Jón Kristjánsson 700 Egilsstaðir 5. febrúar 1981 Það er vissulega fróðlegt að lesa skrif þín og annarra í Austra frá 30. janúar sl. um orkumál og byggðalínur. Má vart á milli sjá hvor betur hafi í skrifum sínum um raforkumál og Austurland í því samhengi Austri eða Þingmúli, sem kom út um svipað leyti. Ég hef ekki séð ástæðu til að elta ólar við árásir og gagnrýni á mig sem orkuráðherra af hálfu Framsóknarmanna eða Sverris Hermannssonar, og kemur þó minnst af þeim mál- flutningi fram á prenti. Ein- kennandi fyrir skrif Austra og málflutning oddvita Framsókn- arflokksins á Austurlandi um virkjanamál á liðnum árum er takmörkuð þekking á aðstæðum, nema þá að vísvitandi sé greint rangt frá efnisatriðum. Glöggt dæmi um þetta er að finna í leið- ara Austra frá 30. janúar sl. og tel ég rétt að biðja um athuga- semd í blaði þínu af því tilefni. Þar skrifar J.K. m.a.: „Eins og kunnugt er varð sú stefna ofan á nú á síðustu ár- um að leggja höfuðáherslu á byggingu dreifilína og flutn- ingslína um landsbyggðina, en horfið var frá litlum og meðal- stórum virkjunum. Áform um Bessastaðaárvirkjun urðu fyrir barðinu á þessari stefnu, og var horfið frá því að hefja þar framkvæmdir á sínum tíma, þrátt fyrir að heimildarlög væru til og fjármagn til byrjun- ar þeirra væri komið inn á láns- fjáráætlun. Var það m.a. vegna neikvæðra umsagna Orkustofn- unar og stjómar RARIK, er virkjun var komin á fram- kvæmdastig og vegna þess að núverandi iðnaðarráðherra og ráðuneyti hans ákvað í samráði við Orkustofnun að rannsaka nýjan virkjunarkost á Austur- landi Múlavirkjun sem nú er horfið frá. Einnig var á þess- um tíma almennur áróður um vatnsleysi á þessum slóðum, sem menn lögðu eyrun við, en nú hefur komið rækilega í hausinn á þeim sem höfðu hann mest í frammi. Við þetta hliðarstökk glatað- ist tími til framkvæmda á Fljótsdalsheiði, en sagt var að Bessastaðaárvirkjun gæti verið fyrsti áfangi í virkjunarröð þar. Einnig glataðist tími til mikil- vægra rannsókna á Fljótsdals- virkjun sem eru mestu virkjana- möguleikar hér á landi. Af þessu verður að draga lærdóma sem að vísu eru ógnarlega dýr- keyptir. Hins vegar er nú aðal- atriðið að hefjast handa með að nýta þessa möguleika með því að hefja virkjunarfram- kvæmdir á Fljótsdalsheiði.” Hér ægir mörgu saman og er flest hálfkveðið og annað skot- hent. Byggingu dreifilína og flutningslína um landsbyggðina er teflt gegn virkjunum. Látið er að því liggja, að byrjunar- framkvæmdir við virkjun á Austurlandi 1979 eða 1980 hefðu getað komið í veg fyrir orkuskort í vetur. Vandlega er þagað um hatramma andstöðu Alþýðuflokksins o.fl. innan rík- isstjórnar 1978-79 við að ráð- ast í Bessastaðaárvirkjun. Full- yrt er að ég hafi í samráði við Orkustofnun ákveðið að rann- saka nýjan virkjunarkost á Austurlandi, Múlavirkjun. Glat- ast hafi tími til mikilvægra rannsókna á Fljótsdalsvirkjun. Allur er þessi málflutningur með miklum endemum og háll ís fyrir Framsóknarmenn að hætta sér út á. Skal það skýrt með örfáum orðum. Þegar fyrir lá á árinu 1979, að ekki fengist fram ákvörðun í ríkisstjórn um að ráðast í framkvæmdir við Bessastaða- árvirkjun, nema sýnt væri fram á að hún gæti tengst stærri heild, þ.e. fallið að virkjun Jök- ulsár í Fljótsdal, beitti ég mér fyrir að teknar yrðu upp rann- sóknir á Jökulsá í framhaldi af svonefndri mynsturáætlun varð- andi virkjanir jökulsánna norð- an Vatnajökuls, sem fyrir lá í febrúar 1979. Þessu mótmæltu báðir þáver- andi þingmenn Framsóknar- flokksins í kjördæminu og réð- ust að mér í blaðagreinum, bæði í Tímanum og Austra til viðbót- ar við almenna rógsiðju í hér- aði. Auk vegalagningar inn eftir Fljótsdalsheiði til að greiða fyr- ir rannsóknum, var áhersla lögð á að fá úr því skorið, hvort hag- kvæmara væri talið að virkja Jökulsá út Múla eða Fljótsdals- heiði. Haustið 1979 höfðu líkur verið leiddar að því, að virkjun út heiði væri vænlegur kostur, þótt Orkustofnun teldi þá ekki tímabært að kveða upp úr með hagkvæmnisamanburð á veitu Jökulsár út Múla eða heiði. Strax eftir stjórnarmyndun í febrúar 1980 knúði ég á um nið- urstöðu í þessu máli og lá fyrir samdóma álit í skýrslu rann- sóknaraðila um mánaðarmótin mars-apríl 1980. Reyndist það í vil veitu Jökulsár út heiði og þá fdein «rð i lilefni Leiðari Austra 30. janúar hefur orðið iðnaðarráðherra til- efni til bréfaskrifta til mín, og þakka ég bréfið. Hins vegar eru nokkur atriði í því sem ég verð að minnast á og gera athuga- semdir við. Ég vísa eindregið á bug full- yrðingum sem koma fram í bréfinu um rógsiðju Framsókn- armanna á hendur iðnaðarráð- herra vegna orkumála. Sú full- yrðing er úr lausu lofti gripin. Umræður um orkumál eru hins vegar miklar hér á Austurlandi, hjá mönnum hvar í flokki sem þeir standa. Það ætti iðnaðar- ráðherra að vita, og ég man þá tíð þegar hann var óbreyttur liðsmaður Alþýðubandalagsins hér fyrir austan að hann tjáði sig einmitt um þessi mál mjög hvatskeitlega á stundum, og var ekki alltaf mjög sanngjarn. Hvergi er minnst á það í um- ræddum leiðara að Bessastaða- -wm -veri> um leið vísa á Fljótsdalsvirkjun. Jafnframt tókst að tryggja mun meira fjármagn til áframhald- andi rannsókna í þágu Fljóts- dalsvirkjunar en fengist hafði inn í fjárlagafrumvarp haustið 1979. Var enn aukið við þá fjár- veitingu sl. sumar að beiðni iðn- aðarráðuneytisins. —- Það er vegna þessa undirbúnings, sem stórvirkjun í Fljótsdal er nú inni í myndinni í samlbandi við væntanlegar ákvarðanir um næstu virkjun fyrir landskerfið. Því er það meira en lítil ósvífni, að bera það á borð fyrir lesend- ur Austra, að fyrir mitt tilstilli hafi glatast tími til fram- kvæmda á Fljótsdalsheiði og til mikilvægra rannsókna á Fljóts- dalsvirkjun. — Þingmenn Fram- sóknarflokksins hafa sjálfir vottað í orði og á borði, að þeir beittu sér af alefli gegn þeim undirbúningi, og það er því notaleg tilbreyting að sjá þá nú í hópi annarra Austfirðinga, sem gera kröfu um Fljótsdals- virkjun og uppbyggingu iðnað- ar í tengslum við hana. Með þökk fyrir birtinguna. Hjörleifur Guttoimsson. bré|s árvirkjun hefði getað komið í veg fyrir orkuskort í vetur, enda er orkuskorturinn nú af allt annarri stærð. Undirritaður stefnir ekki dreifilínum gegn virkjunum, en vill undirstrika að forsendan fyrir dreifilínum í mínum huga er grunnafl hér fyrir austan og heppilegra hefði verið að virkj- un og samtenging hefðu fylgst að. Ég fæ ekki betur séð en iðn- aðarráðherra staðfesti í grein sinni ummæli mín um rannsókn á Múlavirkjun. Hann segir orðrétt: „Þegar fyrir lá á árinu 1979, að ekki fengist fram ákvörðun í ríkis- stjórn um að ráðast í Bessa- staðaárvirkjun, nema sýnt væri fram á að hún gæti tengst, stærri heild, þ.e. fallið að virkj- un Jökulsár í Pljótsdal, beitti ég mér fyrir því að teknar yrðu framhald á bls. 3

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.