Austri


Austri - 13.02.1981, Blaðsíða 3

Austri - 13.02.1981, Blaðsíða 3
Egilsstöðum 13. febrúar 1981. AUSTEI 3 ouglýsir; Metabo rafmagnsliandverkfæri. Teppamottur, dreglar, gólfteppi. GRUNNVARAN: Ymsar nauðsynjavörur með miklum afslætti: Sykur, haframjöl, kex, grænar baunir, smjörlíki, epli, appelsínur, þvottaefni, þvottalögur, ljósa- perur, eldhúsrúllur o.fl. Knupfélng Hérndsbúu Egilsstoðum MB^ái Pvjónnstofan Djfngju bf. 700 Egilsstöðum Sími 97- 1331 - 1332 Starfskraftui' óskast til skrifstofustarfa. m hlutastarf er að ræða. Vinnutími fer eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 1332. Fundur um shípulugsmll Fundur að Furuvöllum 10, mánudaginn 16. febrúar kl. 21.00, með fulltrúum B-listans í sveitarstjórn Egilsstaðabrepps. Þórhallur Pálsson, arkitekt, skýrir tillögur um nýtt skipulag. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Egilsstaðalirepps. Jugginn yfir Anstur-Evrépu" Grein Hjörleifs Guttormsson- ar, „Skugginn yfir Austur-Evr- ópu” sem birtist í síðasta tölu- blaði Austurlands hefur vakið verulega athygli. Þar er farið mjög hörðum orðum um ástand- ið í Austur-Evrópu, látið svo um mælt að íslenskir sósíalistar ættu að vera búnir að fá nóg af utanstefnum, og „óþarft að draga saklaus börn inn í þá myllu”, eins og segir orðrétt. Tilefnið er spurningakeppni um Sovétríkin sem Austurland efn- ir til í samvinnu við MlR og fleiri aðila. Það hlýtur að vera með þung- um hug sem slíkar greinar eru skrifaðar, ef hugur fylgir máli. Lönd Austur-Evrópu hafa verið og eru enn fyrirmynd og fyrir- heitna landið í augum margra íslenskra sósíalista. Þar hefur verið gengið lengst í fram- kvæmd sósíalismans og árang- urinn er hörmuleg frelsisskerð- ing. Það skyldi þó ekki vera að þeir hafi nokkuð til síns máls sem vilja fara hægar í sakirnar og nota það besta úr báðum kerfunum, sósíalisma og kapi- talisma. Grein Hjörleifs er eitt merki um að svo sé. Það skyldi þó ekki vera að stjórnarfar hér á íslandi og Norðurlöndum sé ekki svo slæmt þrátt fyrir allt, þó að ýmsir flokksmenn Hjörleifs kalli skipulagið hér auðvaldsskipulag þegar þeir eru í ham, ræði jafn- vel stundum um að breyta þjóð- félaginu og afnema núverandi skipulag. Grunnvara d grunnverði Þann 3. febrúar hófu kaup- félögin sölu á svokölluðum „grunnvörum á grunnverði.” Ef til vill hefur þessi nafngift vaf- ist nokkuð fyrir fólki, en hér er um að ræða nýja tegund tilboða sem koma í staðinn fyrir „tilboð mánaðarins” sem hefur verið undanfarið. Þessi nýji háttur verður þannig, að valdar hafa verið 18 vörutegundir, og reynt að ná niður verði á þeim með samn- ingum um stór innkaup og af- slætti. Þessar 18 vörutegundir eru nauðsynjavörur, sem fólk kaupir mikið af, frá degi til dags. Þetta tilboð verður í gildi allt árið og verða þessar vörur til sölu í kaupfélagsbúðunum, og þeim stillt út á áberandi hátt og merktar sérstaklega. Tekist hef- ur að ná verulegum afslætti á þessar vörutegundir. Það er von kaupfélaganna og annarra sem um þessi mál fjalla að reynsla sú sem fæst af þessu nýja fyrirkomulagi verði til þess að ná varanlegri verðlækk- un á ýmsum vörutegundum sem hægt er að kaupa í stærri stíl. Reynt er að beita ítrustu hag- kvæmni við flutninga á þessum vörum, og koma þær í flestum tilfellum óhreyfðar frá framleið- anda til smásalans á brettum eða í flutningagámum. Norræna félagið efnir til hópferðar Norræna félagið á Egilsstöð- um efnir til hópferðar á vina- bæjamót á Eiðsvöllum í Noregi 12. - 14. júní næstk. Farið verð- ur frá Keflavík þann 9. júní og farið heim frá Oslo þann 15. júní. Sætafjöldi er takmarkað- ur. Þátttökutilkynningar þurfa að berast formanni, Ólafi Guð- mundssyni, Laufási 8, fyrir 25. febr. 1981, ásamt fyrirfram- greiðslu kr. 500. Allar frekari upplýsingar eru gefnar í síma 1217. Frá Tónlistarfélagi Fljótsdalshéraös Aðalfundur Tónlistarfélags Fljótsdalshéraðs verður haldinn miðvikudaginn 18. febrúar kl. 21 í stofu I í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Fundarefni verð- ur venjuleg aðalfundarstörf, endurskoðun laga og málin verða rædd yfir molasopa. Nýir félagar eru velkomnir á fund- inn. Fréttatilkynning. TIL SÖLU! Range Rover árgerð 1975. Upþlýsingar í s. 1466 og 1473. Hreppsnefnd Egilsstaðahrepps auglýsir eftir mönnum, sem hugsanlega hefðu áhuga á að mynda samtök til þess að standa að byggingu Iðngarða á Egilsstöðum. Upplýsingar veita sveitarstjóri og oddviti Egilsstaðahrepps.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.