Austri


Austri - 13.02.1981, Blaðsíða 4

Austri - 13.02.1981, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 13. febrúar 1981. Rangfrersla Lesandabréf Undanfarin ár hafa margar stofnanir, m.a. á vegum sam- einuðuþjóðanna, Japana og efnahagsbandalags Evrópu, gert spár um þróun mála í heiminum næstu 20 ár eða tíma bilið til aldamóta. Að lang mestu leyti er útkoman af athugunum þessara stofnana samhljóða. Og meðal annars sú, að á næstu 20 árum muni fólkinu í heiminum fjölga um þriðjung eða um 2000 milljónir og að nærri öll þessi fjölgun verði í Asíu og Afríku, og að einhverju leyti í Suður- Ameríku, eða í þeim heimshlut- um þar sem ástandið er bágast nú þegar. Jafnhliða þessari gífurlegu fólksfjölgun ganga auðlindir heimsins jafnt og þétt til þurð- ar, meðal annars þjáir vatns- leysi verulegan hluta heimsins, jafnvel svo að hðlmingur mann- kynsins hefur ekki annað en mengað vatn. Og sums staðar er alger skortur á vatni bæði til neyslu og ræktunar. Og í kjölfar þessa vatnsleysis fylgir svo stórkostleg gróðureyðing svo sífellt stælcka uppblásin svæði og eyðimerkur. Kol og olía ganga til þurðar á nokkrum ára- tugum, samkvæmt því óum- breytanlega lögmáli að eyðist það sem af er tekið ef ekki kem- ur nýtt í staðinn. Þessar stað- reyndir ógna kannski mannkyn- inu meira en nokkurn tíma eld- flaugar og vetnissprengjur. Og segja má með miklu sanni að heimurinn sé á heljar þröm. Án alls efa er ekkert land og engin þjóð eins vel sett eins og við íslendingar, það er að segja ef við kunnum fótum okkar for- ráð, og að fara með það sem okkur er í lófa lagt. Ein mesta auðlind okkar Islendinga er hið stóra og auðuga haf í kringum landið, gott útlit er fyrir að gætt verði hófs í öllum veiðum meðan fiskistofnarnir eru að ná sér upp og stækka eftir 100 ára rányrkju margra þjóða. Hér má ekki slaka á um alla aðgæslu, né láta stundar hagsmuni ráða. Og hvað svo sem kann að standa í kennslubókum vita allir að loðna hefur verið og er mikils- verð fæða fyrir þorsk. Auðvitað er landið sjálft það mikilsverðasta af öllu en það er víða að blása upp og verða að gróðurlausri auðn. Hér þarf að snúa vörn í sókn, friða og rækta upp auðnirnar og græða hvern blásinn mel, hefja skógrækt í stórum stíl, og rækta sandana. Slík starfsemi þarf ekki að koma að neinu leyti í bága við blómlegan landbúnað, sem er hverri þjóð alger lífsnauðsyn allra hluta vegna. Ef vel er að landinu búið er það gott og gjöf- U'lt. Þriðja atriðið sem gerir land- ið gott og framtíðarmöguleika þess mikla, er orkan í fallvötn- um landsins og iðrum jarðar og á með virkjun að renna sterkum stoðum undir gott mannlíf í landinu. En hér þarf mjög að gæta að, og þá fyrst að ofmeta ekki þessa orku. Það eru til út- reikningar á því hvað mikla raf- orku er hægt að framleiða með vatnsafli í landinu og sam- kvæmt því er ekki virkjað nema lítið brot af því sem hægt er. Utreikningar standast sjaldan eða aldrei, og t.d. kólnandi veðr- átta og minnkandi úrfelli gætu sett þarna strik í reikninginn. Það er orkukreppa í heiminum og mikið um hana rætt og ritað. Þó er þessi orkukreppa aðeins smámunir í samanburði við það sem hún verður eftir 20 ár hvað þá eftir 50 eða 100 ár. Þegar tímar líða verður öll sú orka sem íslendingar hafa yfir að ráða margfallt dýrmætari og verðmeiri en hún er nú. Það er nauðsynlegt að átta sig á þessu atriði. Og vegna þessa m.a. má það aldrei ske að þessi orka verði látin í hendur erlendra auðhringa, Islendingar geta sjálfir virkjað sín fallvötn smátt og smátt, og komið sér upp verksmiðjum og öðru til að nýta sína raforku. Við erum ekki nein stórþjóð Islendingar og þurfum engin risa fyrirtæki. Og ekki heldur neinn hagvöxt. En þurfum að læra að fara bet- ur með gæði hafs og lands og annað. Hallur Steinsson. Sverrir Hermannsson skrifar grein í Þingmúla þann 27. jan- úar sem hann nefnir á gagn- vegum, og er tungutak hans sér- kennilegt að vanda, og er gott að sjá að málfar Sverris hefur ekki beðið tiltakanlegan skaða í þeim væringum sem verið hafa í Sjálfstæðisflokknum undan- farið. Ég ætla ekki að munnhöggv- ast við Sverrir um orkumálin, en hann gumar mjög af því að hafa slysast til að flytja þings- ályktunartillögu um stórvirkjun og stóriðju fyrir átta árum. Um þetta mætti skrifa langt mál. Sverrir gleymdi auðvitað að tryggj a sér þá samstöðu heima fyrir sem þarf til slíks tillögu- flutnings, og það er mín skoðun að ekki hefði verið tímabært að hefja slíkar stórframkvæmdir á þeim tíma þegar sú uppbygging til sjávarins sem verið hefur á síðasta áratug var rétt að hefj- ast. Tillöguflutningur Sverris var sprottinn af þeirri trú við- reisnaráranna að ekkert nema stóriðja gæti bjargað atvinnu- lífinu á Islandi, og gera mætti samninga ámóta og álsamning- urinn er til þess að fá útlend- inga hingað með atvinnurekst- ur. Hins vegar er ein rangfærsla í grein Sverris sem verður að leiðrétta, og það er í sambandi við framlög til Byggðasjóðs. Þau framlög eru samkvæmt lög- um þar um, sem sjálfstæðis- menn hafa sjálfir samþykkt og viljað hafa svo, að ráðstöfunar- fé Byggðasjóðs eigi að vera 20% af fjárlögum. Sverrir segir hins vegar að framlag ríkisins til Byggðasjóðs eigi að vera 2% af fjárlögum, en sjálfstæðismenn hafa aldrei samþykkt að svo yrði, þótt ekki hafi staðið á framsóknarmönnum að sam- þykkja slíkt í hvaða ríkisstjórn sem vera skal. Ráðstöfunarfé Byggðasjóðs er framlag ríkisins ár hvert, eigið fé hans sem laust er til ráðstöfunar og þau lán sem sjóðurinn tekur. Þetta er nátt- úrlega allt annar hlutur en framlög ríkisins til sjóðsins. Klásúla Sverris um byggða- sjóð í áðurnefndri grein er því tómar blekkingar, en allir vita að framsóknarmenn hafa ætíð verið reiðubúnir að efla þennan sjóð, og hafa átt drýgstan þátt í því að koma honum á laggirn- ar. Andófsmennirnir gegn hon- um eru einkum í öðrum flokk- um, ekki síst í flokki Sverris. J. K. Myndin tekin á dansnámskeiði í Egilsstaðaskóla í desember s.l. Dnnsinn rfunnr Þriðjudaginn 10. febrúar var æfing hjá Fiðrildunum í Vala- skjálf og jafnframt haldinn að- alfundur í kaffihléinu. Starfsemi Fiðrildanna stend- ur nú með miklum blóma og hefur margt ungt fólk, bæði úr Menntaskólanum og efstu bekkj- um grunnskólans, stundað æf- ingar í vetur. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Þráinn Skarphéðinsson, form. Gunnhildur Ingvarsd. varaform. Bergljót Þórarinsd. gjaldkeri Karl Sigurðsson, ritari Jón A. Gunnlaugss., meðstj. Friðrik Ingvarsson, meðstj. Endurskoðendur: Ingigerður Benediksdóttir og Hrafn Sveinbjarnarson. Fram kom á fundinum að dansnámskeið höfðu verið hald- in á síðasta ári á Borgarfirði eystra, barnaskólanum Eiðum, Alþýðuskólanum Eiðum og grunnskólanum á Egilsstöðum. Voru þessi námskeið mjög vel sótt og komust mikið færri að en vildu á Egilsstöðum. Nám- skeiðsgjöld renna óskipt í ferða- sjóð Fiðrildanna. Þá standa nú yfir námskeið í Egilsstaðaskóla og er fullbókað í þau. Nám- skeiðsgjald er 50 kr. fyrir nem- anda og getur það varla talist hátt fyrir 10 tíma kennslu. Nokkuð hefur verið spurt um byrjendanámskeið fyrir full- orðna, en ekki hefur fengist húsnæði fyrir það, því húsnæði fyrir félagsstarfsemi liggur ekki á lausu á Egilsstöðum, Vala- skjálf fullbókað frá morgni til kvölds. En rétt er að benda fólki á að mæta bara á venjulegar þriðjudagsæfingar í Valaskjálf, því nýliðum er vel tekið og allt gert til þess að auðvelda þeim að blandast hópnum sem fyrir er. Næstu æfingar verða sem hér segir: 24. febr. 10. og 31. mars, 14. og 28. apríl. Þ. S.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.