Austri


Austri - 20.02.1981, Qupperneq 1

Austri - 20.02.1981, Qupperneq 1
Um safnastofnun og safnamál á Austurlandi — Minjavörður tekur til starfa að nýju Safnastofnun Austurlands er rekin á vegum Sambands sveit- arfélaga á Austurlandi sem kýs henni árlega stjórn, einn full- trúa frá hverjum kaupstað og sýslu. „Hlutverk Safnastofnunar (SAL) er að vinna að skipulegri uppbyggingu og viðgangi safna á sambandssvæði S.S.A. í sam- vinnu við umráðaaðila þeirra,” eins og stendur í 3. grein reglu- gerðar hennar. Engum blandast hugur um menningargildi þess að bjarga frá glötun munum og hvei’s kyns minjum er vitna um líf og starf genginna kynslóða. Fátt mun betur fallið til að tengja saman nútíð og fortíð en góð söfn, sem gætu orðið lifandi með því að vera vettvangur ungra og aldinna í daglegu lífi þeirra og námi. Ekki er að leyna því að nokkuð hafa Austfirðingar verið á eftir í þess ari uppbygg- ingu, sem víða um land er kom- in á góðan rekspöl. Þó hafa söfn verið stofnsett í fjórðungnum og flestir vita af Burstafells- bænum í Vopnafirði sem er mjög heillegt og gott eintak af gömlum ísl. sveitabæ í veglegum stíl ásamt þeim búshlutum sem slíkum stað heyrðu til. Minjasafn Austurlands var stofnað fyrir hartnær 40 árum og töluvert átak gert í söfnun muna um skeið. En húsnæði sneið því stakk svo þröngan að starfsemin varð því nær engin um langt árabil. Laust eftir 1970 vaknaði verulegur áhugi og tilburðir í þá átt að koma safnamálum á Austurlandi í viðunandi horf. Þá var á vegum S.S.A. starfandi nefnd til að gera tillögur í þessum efnum. Sú nefnd markaði heildarstefnu og lagði fram hugmynd um Safnastofnun Austurlands, sem hlaut samþykki stjórnar S.S.A., og starfar síðan eftir reglugerð, sem er í samræmi við tillögur nefndarinnar. Aðalhvatamaður að þessari mótun var Hjörleifur Guttormsson, líffr. í Neskaup- stað, núverandi iðnaðarráð- herra, og var hann forystumað- ur Safnastofnunar fyrstu árin og mótaði hana. Þegar Hjörleif- ur tók við öðrum verkefnum og starfsvettvangur hans færðist að verulegu leyti út úr fjórð- ungnum lét hann af stjórn stofnunarinnar. Við starfinu tók þá Gunnlaugur Haraldsson, ungur og vel menntaður þjóð- háttafræðingur, sem reyndist ötull og laginn starfsmaður þann tíma sem hans naut við hér eystra. Eftir að Gunnlaugur fluttist til Akraness, þar sem hann er nú forstöðumaður Minjasafns- ins í Görðum, varð því miður nokkur lægð í starfsemi S.A.L. Hins vegar hafa nú gerst þau góðu tíðindi að stjórn SAL hef- ur ráðið unga menntakonu á þessu sviði, Ragnheiði Þórarins- dóttur, þjóðfræðing, frá Eiðum til starfa og tekur hún við for- stöðu Safnastofnunar 1. júlí nk. Bindur stjórn SAL miklar vonir við þessa ráðningu. í fyrsta lagi hefur það berlega komið í ljós að starf SAL bygg- ist fyrst og fremst á því að unnt reynist að hafa fastan starfs- mann, er auk þess sé sérfræð- ingur í þjóðháttum og safna- málum. í öðru lagi vill svo heppilega til að Ragnheiður er fædd og uppalin Austfirðin’gur, þekkir hér vel til og hefur auk þess fullan vilja á að koma aft- ur heim í átthagana og láta þá njóta menntunar sinnar og hæfileika. Hún hefur stundað þjóðfræðinám við háskólann í Osló um árabil og býr sig nú undir magisterspróf. Starfsaðstaða Safnastofnunar hefur á síðustu árum verið mjög bágborin. Vonir standa til að úr því rætist nokkuð á komandi sumri þegar hafist verður handa um byggingu safnhúss fyrir Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum. Leyfi hefur feng- ist til að kaupa tilbúið timbur- hús til að leysa brýnasta vanda safnsins á meðan byggingin stendur yfir og mun SAL fá að- stöðu í þessu húsi uns hún flyst inn í hið nýja safnhús þegar byggingu þess lýkur. Af öðrum söfnum á starfs- svæði S.S.A. er það helst að segja að Sjóminjasafn er á Eskifirði, sem auk þess sinnir á myndarlegan hátt húsfriðun. Hefur Gamlabúð á Eskifirði ver- ið endurbyggð að verulegu leyti og er unnið að því verkefni á- fram. Þá hefur safnið keypt gamalt sjóhús ásamt lóð, og stefnir markvisst að áframhald- andi friðun gamalla, merkra húsa. I Neskaupstað er myndarlegt náttúrugripasafn, sem var byggt upp af Hjörleifi á þeim árum sem hann vann að þessari stofn- un. Austur-Skaftfellingar hafa flutt og endurbyggt sína Gömlu- búð frá Papaósi og komið þar upp mjög smekklegu safni. Þá er unnið að stofnun Tækni- minjasafns á Seyðisfirði er fyrst og fremst mun varðveita allt er varðar símann, sem þar var tekinn á land í öndverðu. Á Seyðisfirði eru einnig fleiri tæknileg verðmæti frá liðinni tíð svo sem vélsmiðja Jóh. Hans- sonar, með þeim sérstaka bún- aði sem þar var, rafstöðin í Fjarðaseli, sem enn er reyndar Frii Verhalýösfélag Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs opnaði í september skrifstofu að Selási 11 (bílskúr). Skrifstofan er opin á þriðjudög- um og fimmtudögum frá kl. 3-6, auk þess er opið á fimmtudagskvöldum kl. 20 - 21.30 og þá er viðtalstími stjórnarmanna. Stjórnin skiptir með sér verkum þannig að á þessari kvöldvakt er alltaf einn úr stjórninni sem menn Ragnheiður Þórarinsdóttir, þjóðfræðingur. notuð o.fl. mætti telja þar. Burstafellsbærinn er eign Þjóð- minjasafns en safnið sjálft er að stofni til einkasafn fjölskyld- unnar á staðnum. Að öllu þessu þarf að hlúa og við það að auka. Til þess þarf starf og fjármuni, þekkingu og árvekni. En fyrst og síðast þarf velvilja og skiln- ing alls almennings. Skipulag Safnastofnunar Austurlands er sérstætt í sögu safnamála á landi hér og hefur vakið verðskuldaða athygli, m.a. í sambandi við endurskoðun þjóðminjalaga, sem nú stendur yfir. Má segja að þrátt fyrir að við vorum seinni af stað þá fleytti skipulag SAL okkur fram um mörg skref og stönd- um við að því leyti framar en aðrir. Vonandi er að aukin starf- semi SAL með ráðningu minja- varðar á Austurlandi verði þess- um merka menningarþætti til verulegs framdráttar. Halldór Sigurðsson. geta haft samband við. Nú ei'um við loksins búin að fá síma og er númer- ið 1535. Þessi opnunartími verður eitthvað lengur, en mun verða endur- skoðaður með vorinu með tilliti til fenginnar reynslu. Starfsmaður er Gyða Vigfúsdóttir. Stjómin vill benda félagsmönnum á að notfæra sér þessa þjónustu. G.V.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.