Austri


Austri - 20.02.1981, Blaðsíða 2

Austri - 20.02.1981, Blaðsíða 2
2 AUSTRl Egilsstöðum, 20. febrúar 1981. $ Útgef andi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson, sími 97-1314. Afgreiðsla og auglýsingar: Kristrún Jónsdóttir, sími 97-1151. HÉRAÐSPRENT SF. Ekki má gleyma því þegar rætt er um landbúnaðarmálin, að vandi landbúnaðarins er ekki tilbúinn af bændastéttinni sjálfri. Almenn verðbólguþróun í landinu hefur orðið þessari atvinnu- grein mjög þung í skauti eins og öðrum atvinnuvegum. Verðbólg- an hefur gert það að verkum að nú fæst rúm 40% af framleiðslu- kostnaði fyrir kjöt sem flutt er út, en þegar best var fékkst um 70%. Öflugur landbúnaður er eitt af lífakkerum okkar í þessu landi, og engin atvinnugrein er tilbúin að fylla það skarð sem stórfelld röskun hans myndi valda. Því skal hlúa að honum, og umfram allt hætta því öfgafulla og ósanngjarna tali sem tíðkast hefur um þessa starfsemi. Bændum er ekki láandi þótt þeir séu orðnir þreytt- ir á því. J. K. Landbúnaðurinn Samvinnustarf. . . Alltaf skýtur upp af og til umræðum um landbúnaðarmál i fjölmiðlum. Þessar umræður eru af ýmsu tagi, ýmist öfgafullt tal, sem einkum er stundað í Dagblaðinu og Alþýðublaðinu, eða um- ræður í alvöru um þau miklu vandamál sem þessi atvinnuvegur stendur frammi fyrir, eins og reyndar allir höfuðatvinnuvegir okkar. Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóri Stéttasambands bænda ræddi spurninguna um það hvort bændur ættu að framleiða ná- kvæmlega fyrir innanlandsmarkað, á ráðstefnu sem Framsóknar- flokkurinn hélt um landbúnaðarmál í síðustu viku. Komst Hákon að þeirri niðurstöðu að ef þessi stefna væri upp tekin, kæmi upp sú staða í landbúnaði, að um 1500 bændur misstu atvinnu sína. Afleiðingarnar af slíku yrðu meiri fólksflutningar úr sveitum heldur en áður hafa þekkst og byggðaröskun sem af mundi leiða með geigvænlegum félagslegum afleiðingum. Það vill æði oft gleymast hjá þéttbýlisfólki að landbúnaðurinn veitir fjölda fólks í þéttbýlinu lífsviðurværi og vandamál þessa undirstöðuatvinnu- vegar eru ekki vandamál bænda einna, heldur allrar þjóðarinnar. Fjötdi starfsgreina í þéttbýli þjónar landbúnaðinum á einn eða annan hátt. Framleiðsla á mjólkurafurðum mun nú þegar vera komin niður í það sem innanlandsmarkaðurinn þarf, og jafnvel er orðinn svæðisbundinn skortur á einstökum tegundum mjólkurmatar. Ut- flutningur mjólkurafurða er nær vonlaus eins og nú horfir, svo að líklega verður að halda mjólkurmagninu svipuðu og þarf til innanlandsneyslu. Hins vegar þarfnast landbúnaðurinn þess að nokkurt magn dilkakjöts verði flutt út eins og gert hefur verið. Það er mála sannast að ekki hefur verið sýnt fram á það með viðhlýtandi rök- um að slíkt geti ekki borgað sig þegar á allt er litið. Þar er efst á blaði atvinnuöryggi þess fólks í dreifbýli og þéttbýli, sem við þetta starfar, og einnig má benda á það að þetta eins og annað gefur gjaldeyristekjur, og tollar af aðföngum til þessarar starf- semi eru æði miklir. Þetta dæmi hefur því aldrei verið gert upp af neinni sanngirni, og það er einföldun á málinu í meira lagi sem nú er tíðkuð að benda á útflutningsuppbæturnar, og segja þetta verður skattborgarinn að greiða. Málið var gert öðruvísi upp þeg- ar rætt var um að leggja Atlandshafsflug Flugleiða niður. Þá var það talið rétt að aðstoða félagið um þá upphæð sem ríkið myndi missa í tekjum ef þessi starfsemi væri ekki fyrir hendi. Það verð- ur að telja sanngjarnt að lþa þannig á málin. Bændur hafa tekið föstum tökum á vanda offramleiðslunnar, og mættu aðrar stéttir taka þá til fyrirmyndar um margt. Það er ekki létt verk að ná samstöðu um framkvæmd aðgerða viðlíka og kvótakerfis og fóðurbætisskatts og framkvæmdin ein er erfið og flókin. Það væri því ekki til of mikils mælst að þeir aðilar sem haldið hafa uppi árásum á landbúnaðinn af fyllstu ósanngirni hvíldu sig á því um hríð. Það er ekki að ófyrirsynju að horft er til aukabúgreina í þeim vanda sem nú steðjar að, og vissulega er margt álitlegt í þeim sökum. Hins vegar vill brydda á því að ef eitthvað er álitlegt í þessu efni koma fjársterkir aðilar í þéttbýli og segja, nú get ég. Vissulega verður að gera allt til þess að aukabúgreinar þjóni því markmiði að auka atvinnu og treysta byggð í sveitum. Að því marki verður hiklaust að stefna. framhald af bls. 4 hugsjónum sem samvinnumenn áttu í upphafi og eiga enn. Ég vil vara við þeirri full- yrðingu sem oft heyrist að hug- sjón samvinnunnar sé ekki fyr- ir hendi hjá nútímafólki sem betur fer er ástandið ekki svo slæmt, þótt tímarnir séu breytt- ir og hugsunarhátturinn með. LÖG OG REGLUR Því má heldur ekki gleyma þegar rætt er um stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar að hún verður að vera í samræmi við lög og reglur í þjóðfélaginu. Sámvinnumenn skipa að sjálf- sögðu sínum málum í samræmi við þær reglur sem löggjafinn setur. Auðvitað þarf að færa margt í þeim lögum til nútíðar og það er einnig mikið verkefni samvinnumanna að hafa áhrif á framvindu þeirra mála. (ramMir vii grunnshóta i Austurlendi Á Austurlandi eru ýmis skólamannvirki í gangi, og er veitt til þeirra á f járlögum fyrir árið 1981. Þessar fjárveitingar eru ýmist til skólanna eða íþróttamannvirkja við þá, og eru þessar fram- kvæmdir á ýmsum stigum, allt frá því að vera á byrjunarstigi til þess að vera nær lokið. Hér birtist listi yfir framkvæmdii’ við grunnskóla á Austurlandi sem veitt hefur verið fé til á fjárlög- um, einnig framkvæmdir við leikskóla. SKÓLA- OG ÍÞRÓTTAM.ANNVIRK1 Seyðisfjörður, sundlaug, íþróttah. endurbætur . . Nýkr. 50.000.00 Neskaupstaður, gagnfræðaskóli................... — 270.000.90 Eskifjörður, skóli.............................. — 370.000.00 Skeggjastaðahreppur, skóli...................... — 110.000.00 Vopnafjörður, skóli Torfastöðum................. — 30.000.00 Hlíðarhreppur, skóli ........................... — 100.000.00 Vopnafjörður, íþróttahús ....................... — 290.000.00 Jökuldalshreppur, stækkun skóla, íþr.salur .... — 130.000.00 Egilsstaðir, íþróttahús 1. áfangi............... — 550.000.00 Eiðahreppur, íbúð, skóli ....................... — 10.000.00 Eiðahreppur, stækkun skóla ..................... — 30.000.00 Mjóifjörður, skóli, endurbætur.................. — 80.000.00 Reyðarfjörður, íþróttahús ...................... — 280.000.00 Stöðvarfjörður, skóli, sundlaug................. — 60.000.00 Breiðdalshreppur, skóli......................... — 390.000.00 Djúpivogur, skóli, íþróttahús................... — 150.000.00 Geithellnahreppur, skóli ....................... — 150.000.00 Nesjahreppur ................................... — 150.000.00 Höfn í Hornafirði, skóli........................ — 450.000.00 Mýrarhreppur, íbúð.............................. — 50.000.00 Hofshreppur, skóli ............................. — 50.000.00 LEIKSKÓLAR Egilsstaðir .................................. Nýkr. 50.000.00 Fáskrúðsfjörður................................. —- 23.000.00 Höfn í Homafirði................................ — 30.000.00

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.