Austri


Austri - 13.03.1981, Side 1

Austri - 13.03.1981, Side 1
Hrafn Sæmundsson Það verðuraðskapa þjóðarvakningu Með þessum örfáu orðum vil ég skírskota til samvisku þeirra sem þetta kunna að lesa. öllum er kunnugt að á undan- förnum áratugum höfum við byggt upp nýtt þjóðfélag. Við höfum endurnýjað skipastólinn. Við höfum vélvætt sveitirnar. Við höfum nánast endurnýjað allan húsakost landsmanna. Við höfum innleitt samfélag lífs- gæða sem á fáa sína líka. Þetta og margt fleira höfum við gert á árunum frá stríðs'byrjun og til þessa dags. En við höfum einnig fórnað miklu fyrir þessa velmegun. Við urðum meðal annars að gjör- breyta þjóðfélaginu og flestum grunneiningum þess. Bænda- þjóðfélagið leið endanlega und- ir lok. Stórfjölskyldan hvarf og kjarnafjölskyldan tók við. Stór hluti þjóðarinnar varð að til- einka sér nýja lífshætti. Unga fólkið tileinkaði sér nýja hug- myndafræði og nýtt verðmæta- mat. Eldri kynslóðin missti hins vegar þá rótfestu sem hún hafði haft um aldir. Það er þessi kyn- slóð sem fór verst út úr öllu þessu umróti. Það er vegna þess- arar eldri kynslóðar sem ég reyni að skírskota til samvisku okkar. Meðan við vorum að byggja upp nýja þjóðfélagið okkar, gleymdum við eldri kynslóðinni. Þó átti hún ekki lítinn þátt í þessari nýsköpun. Þessi eldri kynslóð vann myrkranna á milli. Þessi eldri kynslóð tileinkaði sér ekki hina nýju peningaáhyggju. Hún hélt áfram að spara. Og hún kostaði að stærstum hluta menntun þeirra sem nú standa í blóma lífsins. Þakklætið fyrir þetta fram- lag var það að við rændum sparnaði þessa fólks. Við skyld- um það eftir utangátta. Og nú ríkir neyðarástand meðal þess- arar eldri kynslóðar. Þetta neyðarástand er orðið það gífurlegt að það verður ekki bætt nema til komi sameigin- legt átak allrar þjóðarinnar. Það er ekki lengur á færi ein- stakra sveitarfélaga að leysa þessi mál. Og málefni aldraðra eru orðin eitt mál allrar þjóðarinnar vegna þess að búferlaflutning- ar til þéttbýliskjarnanna hefur gert þjóðina að einni fjölskyldu. Langflestir Islendingar eiga fleiri eða færri ættingja sem annað hvort búa enn á sjálfs sín vegum eða eru á stofnunum í kaupstöðunum. Lesendur góðir: Ef við höf- um einhverja sjálfsvirðingu, ef við viljum teljast heiðarlegir menn á einhverju siðferðislegu plani, þá eigum við að viður- kenna staðreyndimar um gamla fólkið. Það verður að vekja þjóðina í þessum efnum. Það verður að skapa þjóðarvakningu. Og við verðum að borga þessa stóru vanrækslusynd nú þegar. Hrafn Sæmundsson. frd TöilistorMDii Fyrstu áskriftartónleikar Tónlistarfélags Fljótsdalshér- aðs á þessu starfsári verða haldnir í Egilsstaðakirkju laug- ardaginn 14, mars n.k. kl. 17. Þá mun Sigurður Björnsson syngja við undirleik Agnesar Löve. Á efnisskránni verða íslensk og erlend lög m.a. lög úr óperum. Sigurður og Agnes hafa að undanförnu farið um Vestfirði og hvarvetna verið vel tekið. Aðalfundur félagsins var haldinn 18. febr. s.l. Þar var samþykkt að fjölga áskriftar- tónleikum hvers starfsárs úr tveim í þrjá. Stjórn félagsins skipa: Guð- rún Þorbjarnardóttir, formað- ur, Emilía Sigmarsdóttir, Her- mann Eiríksson, Árni ísleifsson á Egilsstöðum og Jónbjörg Ey- jólfsdóttir Eiðum. Þeir sem óska að gerast félagar geta snú- ið sér til þeirra. Suðurgöngur og orkumál Suðurganga þeirra Húnvetn- inga var skemmtileg uppákoma í rysjóttu tíðarfari á útmánuð- um, og tilefni langra umræðna utan dagskrár í þinginu um orkumál. Varla markar þessi ganga þó dýpri spor fremur en aðrar slíkar, því ef ákvarðanir alþingis ættu að fara eftir því hvaða höfðingjar úr héraði væru liðflestir í anddyri og á áhorfendapöllum þingsins, þá fer nú að versna í því. Umræður utan dagskrár um orkumál skildu lítið eftir, og eru alveg dæmigerðar um þá þingfréttamennsku sem sjón- varpið temur sér í seinni tíð, þ.e. að elta uppi alla auglýsinga- starfsemi sem fer fram innan veggja þinghússins og láta alla alvarlega umræðu lönd og leið, og þar með það sjónarmið að fræða um það sem gerist, og þann grunn sem er að baki mál- um. Nú dugði ekki minna en að ryðja af dagskrá sjónvarpsins til þess að sjónvarpa þessum umræðum, sem voru mörg orð í tilefni af fjölmenni á áhorf- endapöllum, en áhorfendur voru engu nær um næstu aðgerðir í orkumálum. En þjóðin bíður eftir tillögum iðnaðarráðuneytisins í þessum málum, því þær tillögur verða að koma þessum umræðum á fast ef svo má segja. Þær til- lögur verða að sjálfsögðu til um- ræðu á alþingi og afgreiddar þar, en þangað til þær sjá dags- ins ljós eru umræður um þessi mál meira og minna í vindinum, ef svo má að orði komast. Það sem helst er hægt að festa hendur á eins og er í um- ræðum um orkumál er það að nú halda ýmsir því fram að virkja eigi þrjár virkjanir með mik- illi ferð á 8 - 12 árum með mik- illi stóriðju. Iðnaðarráðherra hefur ekki tjáð sig út um þess- ar hugmyndir mér vitanlega, og kannski gerir hann það ekki fyrr en með tillögugerð sinni. Hins vegar mætti sjónvarpið efna til umræðuþáttar fróðra manna um þetta atriði meðan málin eru í biðstöðu. Hver á- hrif hafa þrjár stórvirkjanir á átta árum, og eru til heppilegir stóriðjukostir í því sambandi. Þetta er mjög áhugavert efni og raunhæfar umræður og fræðsla í þessu sambandi eru mjög nauðsynlegar eins og nú standa sakir. Það er nauðsynlegt að tillögu- gerð í orkumálum dragist ekki á langinn, því að það eykur að- eins á þá togstreitu og þær upp- ákomur sem láta á sér kræla um þessar mundir. J. K.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.