Austri


Austri - 20.03.1981, Blaðsíða 1

Austri - 20.03.1981, Blaðsíða 1
Fljótsdalshéraðs 10 ára Tónkór — tónleikar 12. apríl — hyggur á utanför Tónkór Fljótsdalshéraðs er 10 ára um þessar mundir, en hann var stofnaður haustið 1971 og fór sú stofnun saman við byrjun Tónskóla Fljótsdalshér- aðs. Kórinn hefur starfað óslit- ið síðan og í tilefni af þessum tímamótum ræddi undirritaður við Magnús Magnússon stjórn- anda kórsins og Emelíu Sig- marsdóttur varaformann hans. Magnús sagði að efnisskrá kórsins í gegnum árin hefði byggst á íslenskri og erlendri músík frá ýmsum tímum, en þó hefði verið lögð höfuðáhersla á að kynna íslenska músík. Kór- inn hefði komið fram við ýmis tækifæri auk venjubundinna tónleika svo sem vígslu kirkju hér á Egilsstöðum, þjóðhátíð 1974 á Eiðum svo eitthvað sé nefnt. Kórinn hefur haldið tón- leika á vorin, oftast í tengsium við menningarvöku. Kórinn hef- ur sungið á fjölmörgum stöðum hér á Austurlandi og auk þess farið í söngferðir til Norður- lands og til Reykjavíkur. Nokkrir aðfengnir kraftar hafa komið fram með kórnum, einkum einsöngvarar og má þar nefna Guðrúnu Tómasdóttur, Sigrúnu Gestsdóttur, John Speight, Ruth L. Magnússon. Einnig hefur komið fram með kórnum kammerhljómsveit frá Reykjavík en það var árið 1978 er kórinn flutti páskaoratoríu eftir A.M. Brunckhorst. Æfingar eru stundaðar yfir vetrarmánuðina tvisvar í viku og var byrjað á æfingum í októ- ber í haust. Kórinn hélt að- ventutónleika í desember síðast- liðnum sem er nýjung í starf- framhald á bls. 3 HÚSBYGGINGIN AÐAL VERKEFNIÐ Rétt fyrir utan Valaskjálf á Egilsstöðum er að rísa myndar- legt hús, tveggja hæða. Þetta hús er í eigu slysavarnadeildar- innar Gró á Fljótsdalshéraði og verður björgunar- og þjónustu- miðstöð. Austri hitti formann Slysaviraodflldin firó byggir jfir stnrfsemi sína Raoði hrossinn tehur þdtt í byggingunni slysavarnadeildarinnar, Hall- dór Sigurðsson á Miðhúsum og innti hann eftir því mikla starfi sem að baki þessari húsbygg- ingu liggur og starfi að slysa- varnar- og björgunarmálum al- mennt. Unnið við byggingu húss Slysavamafélagsins. Halldór sagði að húsbygging- in væri aðalverkefni félagsins núna og snerist allt um hana. Húsið verður eins og áður seg- ir til afnota fyrir björgunar- sveitina, starfsemi hennar og tæki og einnig fyrir slysavarna- deildina. Það er á tveimur hæð- um 165 m2 grunnflötur á hvorri hæð og 1050 rúmmetrar. Á neðri hæð verða bílgeymslur og aðstaða fyrir björgunarsveitina og slysavarnadeildina, þar á meðal sérherbergi til fjarskipta. Fframhald á bls. 3

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.