Austri


Austri - 10.04.1981, Blaðsíða 2

Austri - 10.04.1981, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 10. apríl 1981. | I Utgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson, sími 97-1314. Afgreiðsla og auglýsingar: Kristrún Jónsdóttir, sími 97-1151. HÉRAÐSPRENT SF. Nú þarf festu m "■ Það ríkti mikill einhugur og eindrægni á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarílokksins um siðastliðna helgi. Á fundinum kom greiniiega fram, að ríkisstjórnin er á réttri leið í baráttunni við verðbóiguna. Fundarmenn voru hins vegar á einu máli um það, að það markmið að koma verðbólgunni niður í 40% á árinu 1981 yrði að nást og áfram yrði að halda í sömu átt 1982. Jafnframt kom fram að leggja yrði áherslu á vaxandi framleiðslu og halda fram- leiðslustefnu Framsóknarflokksins í heiðri. Uppbygging atvinnu lífsins yrði að halda áfram bæði til lands og sjávar. iViikia áherslu yrði að leggja á framkvæmdir í orkumálum, þannig að þjóðin yrði sem sjaiístæðust á þeim vettvangi. Það var tónn bjartsýni og festu, sem ríkti á þessum fundi. Menn voru ákveðnir í að takast a við vandamálin og leysa þau. Menn gerðu sér ljósa grein fyrir því, að heilbrigt og þróttmikið atvinnulíf er undirstaða allra framfara. Því miður er það svo á mörgum stöðum, að gífurlegir greiðslu- erfileikar eru í atvinnuiífinu. Þetta er afleiðing langvarandi verð- bólgu, sem hefur skapað meiri greiðslubyrði en ráðið verður við með góðu móti. Sama er að segja um einstaklingana. Unga fólkið, sem stendur í húsbyggingum í dag, á í miklum greiðsluvandræðum, sem erfitt er að brúa. Nú ríður á að standa saman í þeim úrlausnar- málum sem framundan eru. Ríkisstjórnin hefur skapað sér það traust hjá almenningi, að hún getur náð samstöðu. Og halda verður áfx*am á þeii*ri leið, sem mörk- uð var um síðastliðin áramót. Menn geta endalaust deilt um það, hvaða aðferðir og aðgerðir eru beztar gegn verðbólgunni. Sannleikurinn er sá, að þar eiga menn ekki mikið val. Aðalatriðið er að feta sig áfram stig af stigi. Mestu máli skiptir, að úr verðbólgu di*agi án þess að til stöðvunar eða atvinnuleysis komi. Þótt mikið gangi á í efnahagsmálum í dag, kom það glöggt fram á miðstjórnarfundinum, að menn verða að gæta þess að allar um- ræður snúist ekki í kringum þann málaflokk. Við lifum í þjóðfélagi, sem á sér ríka menningu og félagslegar hefðir. Það þarf ekki síður að viðhalda og efla hin andlegu verðmæti en þau veraldlegu. Mitt í kapphlaupinu um hin veraldlegu gæði, megum við ekki gleyma þýðingu þess. Aðalfundurinn samþykkti ítarlega ályktun um menningar og félagsmál. I því sambandi er rétt að geta þess, að Framsóknar- flokkurinn hefur markað sér sérstöðu og átt frumkvæði um fjöl- skyldumál. Starfshópur hefur unnið að stefnumótun í fjölskyldu- málum, sem er mjög athyglisverð. Fjölskyldan er hornsteinn okkar þjóðfélagsuppbyggingar. Er mikilvægt fyrir framvindu allra þjóð- félagsmála, að fjölskyldan hafi sem bezt skilyrði að lifa í ástríkri sambúð. Það er því eitt mikilvægasta viðfangsefni stjórnmála- flokka að takast á við hin daglegu vandamál fjölskyldunnar. I þessu sambandi ályktaði fundurinn m.a. eftirfarandi: ”Fjölskyldupólitíkin eða fjölskylduverndin felur í sér nýtt sjón- arhorn þar sem meginmarkmiðið er að skipa góð uppeldisskilyrði barna og unglinga og félagslegt öryggi f jölskyldna með börn. Ekki verði kvikað frá kröfunum um jafnrétti kvenna og karla og þar með jafnrétti allra manna. Mikilvægur þáttur fjölskylduverndar er einmitt að stuðla að jafnri aðstöðu allra án tillits til kynferðis, stöðu, efnahags eða búsetu. Stefnumörkun í fjölskyldumálum miðar að því að draga úr ó- heppilegu kynslóðabili. Jafnframt ber að hlúa að heilbrigðu æsku- lýðsstarfi bæði á vegum hins opinbera og með því að styrkja frjálst félagsstarf.,, H.Á. Framhald af bls. 1 Það hefði mátt búast við, að menn hefðu lært eitthvað eftir öll þessi ár, ár orkusveltis og orkuskorts. Hverjir skildu cmnars bera ábyrgð á 6 aura hækkun pr. kilo- vattstund til almermings nú ný- verið? Við höfum fyrir marga slíka 6 dura í orkuverði, vegna rangra ákvarðana í orkuóflunar- málum á undanfömum árum. Staðhæfing orkumálastjóra er röng, vegna þess að: a) Blönduvirkjun er of lítil ein sér til að bæja frá núverandi orkuskorti, plús þeirri aukn- ingu sem verður á byggingar- tíma. b) Hún hefur hátt hlutfall af sumarorku, óseljanlegri orku eins og er eða um 300 Gwh af 800 Gwh rennslis- orku eða 38%. c) Enginn sannanlegur munur er á kostnaði pr. orkueiningu milli virkjunar í Blöndu og virkjun í Fljótsdal. Enda eru mjög hæpnar reiknifor- sendur fyrir þeim báðum, þar sem það grunnkerfi, sem þeim er ætlað að koma inn á, samanstendur af framtíðar- draumum á svæði Lands- virkjunar og þar af leiðandi hefur gleymst að bera þær saman. Þessi útreiknaði munur, sem virðist ætla að verða mönnum að fótakefli, er ca. 6-7%. d) Enginn vafi leikur á að Fljótsdalsvirkjun og Blöndu- virkjun eru hagkvæmustu virkjunarvalkostir í dag, en orkuskorturinn er bara svo stór að einungis ein virkjun ræður við hann þ.e Fljóts- dalsvirkjun. Orkumálastjóri ætlar orku- skortinn ef til vill einskis- virði. e) Fullyrðingar um, að sam- hliða stóriðja sé algjör for- senda fyrir Fljótsdalsvirkj- un er tóm þvæla og sýnir einungis hversu lítið menn vita um virkjunina og vinn- slueiginleika virkjana lands- ins almennt. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM VINNSLUEIGINLEIKA VIRKJANA. Þetta er sýnt hér með línurit- um yfir orkuvinnslu virkjana, sem eru þó einfölduð en sýna svo ekki verður um villst megin- drættina, og skýra nauðsynlegan vinnsluferil komandi virkjana vegna núverandi aðstæðna í orkuvinnslunni. Þessi línurit sýna, að ekki er nóg að tala um uppsett afl í virkjunum, menn verða að huga að orkuvinnslugetu fyrir hvern mánuð ársins. Samsvarandi línurit fyrir landskerfið, orkuvinnslugetu núverandi virkjana annars veg- ar að Hvauneyjarfossi viðbætt- um (210 Mw), og markaðinn hins vegar ættu að varpa enn skýrari mynd af raunverulegu ástandi orkumál. Ætla má að núverandi virkjanir að Hraun- eyjarfossi viðbættum hafi um 900-1000 Gwh/ári í aukagetu yfir sumarmánuðina, en mark- aðinn vantar. Aftur á móti ráða þær ekki við þörfina yfir veturinn eða um 40 Gwh vantar pr. mánuð mánuðina jan-feb mars-apríl nóv-des eða um 240 Gwh, sem kæmi þá fram í skömmtun til stóriðju og dísel- orkuvinnslu til almennings vet- urinn 81/82. Nú má reikna með að aukning; almennrar notkun- ar verði a.m.k. 14-15 Gwh á hvern af áður töldum mánuðum á ári, þannig að staðan 1986 væri 87,6 Gwh/mánuð í skort eða 526 Gwh/ári ívið meira en búast má við að Blanda gæti framleitt á þessum mánuðum. Þess má geta hér að frá Sult- artangavirkjun væri í hámarki hægt að búast við U0-U5 Gwh/ mánuð, þessa rnánuði eða um 40% af rennslisorku virkjunar- innar, 60% sem eftir eru bætast því við kúfinn sem fyrir er af sumarorku. Þessu til stuðnings skulum við líta á eftirfarandi töflu, sem sýnir orkuspá næstu 8 ár, deilt upp í sumar og vetrarorku. Væntanlega orkuvinnslu virkj- ana landskerfisins að Hrauneyj- arfossvirkjun viðbættri. Orku- vinnslugeta sömu virkjana. Og að síðustu það áhugaverðasta orkuskortinn marg umtalaða. Miðað er við meðalárferði. Forsendur eru ISAL 1235 Gwh, 20 Mw viðbót ISAL 175 Gwh, járnblendifélagið 440 Gwh og áburðarverksmiðja 150 Gwh, samtals stóriðja 2000 Gwh/ári að jöfnu skipt á sum- ar og vetrarálag, og engin aukn- ing. í aukningu á almennri notk- un er gert ráð fyrir 7,5% á ári og ekki tekið tillit til væntan- legrar hr&ðinnsetningCb• húshit- unar (3-ja ára áætlun) eða ann- arar aukningar. Hlutfall milli orkuþarfar sumar og vetur, er samkvæmt þróun síðustu 10 ára. Orkuskorturinn er þá mis- munur á orkuþörf og orku- vinnslu, og sést greinilega að hann magnast með hverju ár- inu sem líður, þrátt fyrir Hrauneyj arf ossvirkj un. Því verður sú virkjun sem

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.