Austri


Austri - 24.04.1981, Blaðsíða 1

Austri - 24.04.1981, Blaðsíða 1
Bré| ír Shriðdal Djúpivogur skipakaup enn í biðstöðu Þessi vetur sem nú er að kveðja, byrjaði þrem vikum fyr- ir vetur og hefur verið með af- brigðum kaldur og stormasam- ur, en snjóléttur fram til 5. mars. Þá setti niður mikinn snjó og varð ófært á vegum. Þessi óveðurskafli stóð yfir í þrjár vikur. í þessum veðrakafla var þrisvar ýtt snjó af vegum svo hægt væri að koma mjólk í Egilsstaði og börnum í skóla. Síðan 29. mars hefur verið hér vorveður og tekið upp snjó- inn. Tún eru orðin auð og vona menn að þau séu lítið skemmd af kali. Þó er frost mikið 1 jörð. Vetrarrúningur fer í vöxt og sumir bændur rýja jafnvel allt fé, og er því lokið og flestir bún- ir að baða. Hefur gengið hálf illa að fá baðlyf. JÓN KRTSTJÁNSSON: Helstu framkvæmdir verður að telja að settar voru upp þrjár heimilisvatnsaflsstöðvar. Eru þær allar komnar í gang og reynast vel. Á jóladag var messað og fjög- ur börn úr sveitinni skírð. Félagslíf hefur verið hér með svipuðu sniði og áður. Það var haldin barnaskemmtun milli jóla og nýárs. Þá var spiluð íe lagsvist. tvisvar. Menn blótuðu þorra að venju, og var það vel beppnað. Starfsemi ungmennafélagsins hefur legið hér niðri að uncian- förnu, en nýlega var boðað til fundar sem var vel sóttur og þar var kosið í stjórn. Formaður er Ásta Sigurðardóttir Þingmúla. Skrifað á páskadag. Stefán Bjarnason Flögu. 3. GREIN Blaðið hafði samband við Hjört Guðmundsson, kaupfé- lagsstjóra á Djúpavogi í vikunni og innti hann eftir horfunum í skipakaupum á Djúpavogi, en sem kunnugt er skortir tilfinn- anlega skip til hráefnisöflunar fyrir frystihúsið á staðnum. Hefur útgerðarfélagið Búl- andstindur sótt á um leyfi til þess að flytja inn tvo 200 tonna báta frá Englandi sem kosta um 5 milljónir nýkróna hver. Allt er í biðstöðu enn um fyr- irgreiðslu og leyfi til þessara kaupa og sagði Hjörtur fólk vera farið að ókyrrast mjög yfir þessu ástandi, og ótryggum horfum framundan í atvinnu- lífinu. Tekist hefur að halda uppi vinnslu í frystihúsinu undanfar- ið með aðkeyptu hráefni sem fengist hefur vegna góðra afla- bragða Austfjarðatogara að un- danförnu. Hins vegar er fram- hald á þessu í algjörri óvissu og tekur alveg fyrir þessi kaup ef afli tregðast. Þetta óvissuástand hefur einnig tafið fyrir því að tekin væri upp aukin hagræðing í frystingunni, en ætlunin er að taka upp bónuskerfi í húsinu, en það er erfiðleikum bundið meðan hráefnisöflunin byggist á „reddingum” frá degi til dags. Iljörtur sagði að veðurblíða hefði verið á Djúpavogi undan- farið eins og annars staðar á landinu og vegir væru að þorna, en nokkuð hefur borið á aur- bleytu upp á síðkastið. Sundlaug verður tekin í notk- un á Djúpavogi í vor, og mun þess að vænta eftir svo sem mánaðartíma. J. K. Stefnuskrá samvinnuhreyfing arinnar Landbúnaðarmál Að vinna í málefnum land- búnaðarins hefur frá öndverðu verið aðalverkefni samvinnu- manna, og ekki síst í þessum málaflokki er vert að gera sér grein fyrir stefnunni næstu ár- in, þar sem landbúnaðurinn stendur frammi fyrir breyttum aðstæðum, sem skapast hafa vegna mikillar framleiðsluaukn- ingar sem ekki hefur selst á inn- anlandsmarkaði, og verðbólga hefur gert það að verkum að ekki fæst viðunandi verð fyrir framleiðsluvöi’urnar erlendis. Samvinnumenn velta fyrir sér hvert á að stefna í uppbyggingu og nýtingu vinnslustöðva land- búnaðarins. Með skipulögðum samdrætti í framleiðslu standa þessar vinnslustöðvar frammi fyrir vissum vandamálum í rekstri. Menn velta fyrir sér nýjum búgreinum og hvert eigi að stefna í þeim sökum, hvort samvinnuhreyfingin geti aðstoð- að á því sviði. Þótt það sé ekki á færi sam- vinnumanna, eða kaupfélaganna í landinu að ákvarða í því efni, er ekki óeðlilegt að þeirri spurn- ingu sé varpað fram í umræðum um stefnuskrá hvort landbúnað- arframleiðslan eigi eingöngu að miðast við innanlandsmarkað. Þá er ekki úr vegi að velta því fyrir sér í tengslum við land- búnaðarmálin hver stefnan eigi að vera almennt til byggðamála og byggðajafnvægis, því að í þeim málum er öflugur landbún- aður eitt af undirstöðuatriðun- um. HVERT SKAL STEFNA? Það er vissa fyrir því að sú stefna er uppi í samvinnuhreyf- ingunni að hún skuli þjóna bændum áfram í þeim mæli sem þeir sjálfir óska, þar með talið að annast afurðasölu fyrir þá og flytja inn rekstrarvörur til landbúnaðarins. Það hlýtur að leiða af sjálfu sér að samvinnuhreyfingin skal stuðla að byggðajafnvægi og efl- ingu byggðar um landið allt. 1 hinum dreifðu byggðum voru rætur þessarar hreyfingar á Is- landi, og bændur hafa ávallt verið traustustu liðsmenn henn- ar. Þetta fer saman við þá skoð- un og sannfæringu samvinnu- manna að þjóðinni sé það fyrir bestu að halda byggðinni öflugri og traustur landbúnaður sé for- senda fyrir því að slíkt sé mögu- legt. Nauðsynlegt er að vinna að því í vinnslustöðvum samvinnu- hreyfingarinnar að vinna land- búnaðarafurðir í eins f j ölbreytt- ar neytendapakkningar eins og mögulegt er til þess að þjóna neytendum og selja sem allra mest af þessum vörum á innan- landsmarkaði. Sú vernd sem landbúnaðinum er veitt með inn- flutningsbanni á landbúnaðar- vörum leggur vissar skyldur á herðar í þessu efni. Hins vegar verður að telja þá vernd eðlilega eins og allt er í pottinn búið, því það er lífsnauðsyn fyrir þessa þjóð að brauðfæða sig á þessu sviði og vera ekki öðrum háðir. Það verður að telja eðlilegt að flytja út landbúnaðarafurðir í einhverjum mæli til þess að tryggja þróun og afkomu manna í landbúnaði. Ef fram- leiðslan er eingöngu miðuð við innanlandsmarkað geta alltaf komið tímar sem skortur er á þessum vörum. Þá má geta þess að landbúnaðarframleiðslan er mikilvæg fyrir iðnaðinn í land- inu og leggur honum til nauð- synleg hráefni. Ekki er óeðlilegt að sam- vinnuhreyfingin aðstoði eftir mætti við að koma upp aukabú- greinum sem álitlegar þykja og gæti slíkt stuðlað að meira at- framhald á bls. 4

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.