Austri


Austri - 15.05.1981, Blaðsíða 1

Austri - 15.05.1981, Blaðsíða 1
Menntaskólinn á Egilsstöðum -WNl -verö Frumvarp ríkisstjðrnorinnar in orkamdl kooiið fram — útskrifar nú stúdenta í fyrsta sinn Menntaskólanum á Egilsstöð- um verður sagt upp næstkom- andi sunnudag, og þá verður fyrsti stúdentahópurinn útskrif- aður frá skólanum og er þessi áfangi merkur í skólamálum þessa landshluta því hingað til hefur orðið að sækja sambæri- lega menntun til skóla í öðrum landshlutum. Alls munu 24 stú- dentar útskrifast af fimm náms- brautum, félagsfræðibraut, upp- eldis- og sálarfræðibraut, við- skiptabraut, málabraut og nátt- úrufræðibraut. Vilhjálmur Einarsson skóla- meistari tjáði blaðinu að útlit væri fyrir góða aðsókn að skól- anum næsta haust og riði á miklu að fá viðbótarhúsnæði í gagnið sem allra fyrst. Einkum er mikið í húfi haustið 1982 því að þá er ekki reiknað með að skólinn hafi þá heimavistarað- stöðu sem hann nú hefur í Vala- skjálf. Mjög miklir erfiðleikar eru á því að fá leigð herbergi á almennum markaði, því að þrengsli og húsnæðisskortur er mikill hér á Egilsstöðum. Skólinn hefur um 250 milljón- ir króna til framkvæmda sam- kvæmt fjárlögum, og er ætlunin að hefja byggingu nýrrar heimavistarálmu í sumar. Einn- ig veldur hin mikla fjölgun í skólanum áhyggjum hvað varð- ar kennsluhúsnæði, því að nú er nýtt ýmis konar húsnæði til kennslu sem ætlað er til annarra hluta í framtíðinni og sama gild- ir um mötuneyti og eldhús. Ekki virðast nein vandkvæði á að fá kennaralið að skólanum, og er nú þegar ráðstafað í allar stöður næsta vetur. Næsta vetur mun verða tekin upp kennsla á búfræðibraut við skólann og hafa ráðunautar Búnaðarsambands Austurlands gert námsáætlun í þessari grein fyrir skólann. Námsáætlunin felur m.a. í sér kynningu á land- búnaðinum, sögu atvinnugrein- arinnar. vandamál hennar í dag, þjóðhagslegt mikilvægi, auk kennslu í jarðrækt og búfjár- rækt. KYNNIN GARRIT Stúdentsefni Menntaskólans hafa nýlega gefið út myndar- legt kynningarrit um skólann sem dreift verður innan skamms. Vilhjálmur Einarsson skrifar grein í ritið um skólann, starfið þar, námskröfur, sam- starf við aðra skóla, nemenda- lýðræði o.fl. Auk þess er í ritinu efni af ýmsu tagi, sagt frá opinni viku í skólanum á síðastliðnum vetri, sagt frá félagsmálum, viðtöl við nemendur, kennara og starfs- fólk, auk annars efnis. Ritið er prentað í Héraðsprent sf., en allt umbrot og uppsetning efnis og auglýsinga er unnið af nem- endum sjálfum og hafa þeir lagt mikla vinnu í ritið. Ritstjóri er Eðvarð Ingólfsson og skrifar hann flest viðtöl sem í ritinu birtast. Auglýsingastjórar eru Guðjón Kjartansson og Guð- laugur Sæbjörnsson, en Axel Pálmason hefur unnið myndir. Ritið er 60 síður. Þetta framtak nemendanna er mjög skemmtilegt og veitir mik- inn fróðleik um hina ungu menntastofnun. J. K. Frumvarp ríkisstjómarinnar um orkumál, stefnumótun næstu ára í þeim málum, og nýjar virkjunarframkvæmdir var lagt fram á Alþingi síðastliðinn mánudag. Frumvarpið felur í sér stefnu- mótun í orkumálum til næstu 10 - 15 ára, en fram kom í fram- sögu iðnaðarráðherra er hann talaði fyrir frumvarpinu á mið- vikudag, að ríkisstjórnin telur eðlilegt að framkvæmdatíminn verði 12 ár. Kveðið er á um heimildir fyr- ir ríkisstjómina til þess að reisa á þessum tíma virkjanir og vatnsmiðlanir sem mundu gera meira en að tvöfalda uppsett afl í virkjunum í landinu. Helstu framkvæmdir sem hér um ræðir eru virkjun í Blöndu og Jökulsá í Fljótsdal, virkjun við Villinganes í Skagafirði og vatnsmiðlanir við Sultartanga og veitur við Þórisvatn, og einn- ig er heimild til þess að ljúka Hrauneyjarfossvirkjun. Ekki er kveðið á í frumvarpinu um röð virkjana. Þær virkjanir sem mest hafa verið umtalaðar eru Blönduvirkjun og Fljótsdals- virkjun og eru væntanleg heim- ildarlög um virkjun 180 Mw í Blöndu og 330 Mw í Fljótsdal. Iramhvcemdirnar Blaðið hitti Magnús Einars- son oddvita Egilsstaðahrepps að máli og innti hann eftir fjár- hagsáætlun Egilsstaðahrepps ár- ið 1981 sem nýlega er afgreidd. Að sögn Magnúsar eru heildar tekjur áætlaðar 7,20 milljónir nýkr. og þar af eru útsvör 3,95 milljónir króna. Helstu útgjal- daliðir skiptast þannig. ORKUNÝTINGIN I greinargerð með frumvarp- inu kemur fram að eðlilegt sé að íslendingar jafni orkureikning sinn við útlönd til aldamóta með eldsneytisframleiðslu, eða út- flutningi á iðnaðarvörum fram- leiddum með innlendri orku. Til þess að fullnægja þessu mark- miði þyrfti að nota um 6 tera- wattstundir á ári í þessu skyni, en nú notar orkufrekur iðnaður í landinu um 2 terawattstundir. Þetta þýðir því um þreföldun á orkufrekum iðnaði, á þessu tímabili. Fram kom í framsögu- ræðu iðnaðarráðherra að eðli- legt væri að fyrsta áfanga Fljótsdalsvirkjunar fylgdi orku- frekur iðnaður. Orkuspárnefnd hefur nýlega lokið endurskoðun á raforkuspá sem hún sendi frá sér 1978 og nær til aldamóta. Samkvæmt henni verður orkuþörfin 1985 fyrir almennan markað, og þann stóriðnað sem nú er í landinu 3904 gigavattstundir en árið 2000 verður þessi tala komin upp í 5925 gigavattstundir. Á árinu 1980 var raforkuvinnsla 3142 gigavattstundir. Af því fóru 56.7% til stórnotkunar, (Álverið 40.9% og 15 prósent til Áburðarverksmiðjunnar, Sem entsverksmiðjunnar, Járn- blendiverksmiðjunnar og Kefla- víkurflugvallar), en 43,3% til almennrar notkunar. gotnogerð stoerstu Til almannatrygginga og fél- agshjálpar 1,17 milljónir króna I þessum lið er m.a. útgjöld til dagheimilis og tryggingar hvers konar. Til fræðslumála fara 1.59 milljónir króna. Þar í er kost- naður vegna grunnskólans og tónskólans, einnig er í þessum framhald á bls. 2 J. K. liórlKpœtlon tgilssuðahrepps - íþróttoliús og voranleg

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.